Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 28
JÓLABLAÐ 1985 Öldrunarmál á Suðurnesjum Erindi flutt á síðasta aðalfundi SSS Undir liðnum „Málefni aldraðra (á Suðurnesjum) í nútíð og framtíð“ á aðalfundi SSS a dögunum fluttu Stefán Tómasson formaður Öldrunarráðs Grinda- víkur og Jón A. Jóhannsson yfirlæknir, form. Þjón- ustuhóps aldraðra á Suðurnesjum, athyglisverð erindi sem við munum birta hér að mestu óstytt. Stefán Tómasson: Arum saman hefur það verið þannig í Grindavík að hafi aldraðir þurft að leita sér vistunar á vistheimili, hafa þeir þurft að leita út fyrir bæinn, því í Grindavík er engin aðstaða til vist- unar aldraðra. Það munu vera all nokkur ár síðan að Grinda- víkurbær samdi við Hrafn- istu í Hafnarfirði um að kaupa tíu vistrými þar. En þá mun DAS hafa leitað til margra sveitarfélaga utan Stór-Reykjavíkursvæðisins um kaup á vistrýmum, en Grindavíkurbær mun hafa verið eini bærinn sem gekk inn í það samstarf. Það var svo á árinu 1982 að nokkur félagasamtök í bænum tóku sig saman um að hrinda af stað byggingu vistheimilis á staðnum, en íessi samtök eru: Kiwanis- tlúbburinn Boði, Lions- tlúbbur Grindavíkur, Stefán Tómasson Kvenfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafél- a^ Grindavíkur, Verkalýðs- felag Grindavíkur, JC Grindavík, Rauðakross- deildin í Grindavík og Ut- vegsmannafélag Grinda- víkur. Þá fengu þessi félög bæjaryfirvöld einnig í lið með sér. Fljótlega var svo DAS boðin aðild og þáðu þeir að taka þátt og nöfum við notið góðs af þeirri miklu reynslu sem þeir aðil- ar hafa í slíkum fram- kvæmdum. Fyrsta verkefni hópsins var að gera könnun á þörf- inni fyrir slíkt heimili á staðnum og í því sambandi voru gerðar tvær kannanir meðal aldraðra íbúa bæjar- ins. Aðra könnunina ann- aðist Rauðakrossdeildin og hina JC Grindavík. í þess- um könnunum kom fram að mikill áhugi var fyrir vistheimili á staðnum og að vistheimili fyrir 40 vist- menn muni vera heppileg stærð. í Ijósi þessara niður- staðna var sótt um leyfi stjórnvalda til að reisa 40 manna vistheimili. Þegar það leyfi var fengið var stofnsett sjálfseignarstofn- un sem kallast „Heimili aldraðra í Grindavík“ og aðildarfélögin tilnefndu 1 fulltrúa hvert í stjórn og stjórnin kallar sig „Öldrun- arráð Grindavíkur“. Þá var hafist handa við að kanna hvað verið væri að gera í þessum málum annarsstað- ar og í því sambandi skoð- uðu stjórnarmenn allmörg vistheimili víðsvegar um landið. Ut úr því var svo ákveðið að heppilegast væri að reisa verndaðar þjónustuíbúðir með umtalsverðu sameigin- legu rými. I sameiginlega rýminu er gert ráð fyrir borðsal, eldhúsi og umtals- verðu rýmþ fyrir tóm- stundaiðju. I byggingunni er gert ráð fyrir 16 hjónaí- búðum og 8 einstaklingsí- búðum, en 4 hjónaíbúðir eru þannig hannaðar að með litlum breytingum má breyta hverri þeirra í tvær einstaklingsíbuðir. I hverri íbúð er gert ráð fyrir stofu, svefnherbergi, baði og ágmarks eldhúsaðstöðu, Dannig að vistmenn ráða 5ví, hvort þeir borða í sam- eiginle^a borðsalnum eða inni á íbúðunum. Það var svo seint á árinu 1983 að hafist var handa við jarðvinnu og var henni lok- ið um vorið 1984. Þá um haustið var byrjað á sökkl- um og voru þeir kláraðir á fyrrihluta þessa árs. Þá hef- ur nýlega verið samið um uppsteypu alls hússins og er þar gert ráð fyrir að þjón- ustuálman verði uppsteypt og fullkláruð að utan í mai á næsta ári og íbúðaálmurnar verði uppsteyptar og full- kláraðar að utan síðla árs 1987. Fjármögnun hefur farið [>annig fram, að í upphafi ögðu aðildarfélögin fram stofnframlög og dugðu þau fyrir frumteikningum. Þá var farið af stað með fjár- mögnun meðal bæjarbua í formi gjafabréfa. Þeim var mjög vel tekið og tókst að klára jarðvinnu fyrir þá fjár- muni. Þá var leitað til Framkvæmdasjóðs aldr- aðra, en þaðan hafa ekki komið miklir fjármunir ennþá. Þá fengum við lán úr Byggingarsjóði aldraðra á síðasta ári en skv. reglum )ess sjóðs reynir hann að ána um 10% af byggingar- tostnaði vistheimila. Þá tefur verið samið við Húsnæðisstofnun ríkisins um framkvæmdalán og mun það lán duga til upp- steypu á um 2/> hluta huss- ins. Það er von okkar sem að byggingunni stöndum að takast megi að fá það mikið fjármagn frá Fram- kvæmdasjóði aldraðra, að það takist að ljúka upp- steypu hússins á tilsettum tíma. VÍKUR-fréttir Þau félagasamtök sem standa að pessu eru ekki einu félögin í bænum sem vinna að rramgangi málefna aldraðra í Grindavík. Það gerir deild Styrktarfélags aldraðra í Grindavík einnig og hefur deildin haldið uppi kröftugu félagsstarfi í Safn- aðarheimili og staðið fyrir heimsóknum aldraðra Grindvíkinga til annarra byggðarlaga á Suðurnesj- um. En það er von okkar sem stöndum að heimili aldraðra í Grindavík, að takast megi í framtíðinni jafn gott samstarf við aðrar hliðstæðar stofnanir á svæðinu og samstarf sveit- arfélaganna á Suðurnesj- um. Jón A. Jóhannsson Jón Á. Jóhannsson: Ætla ég í bvrjun að rifja upp hlutverk þjónustu- hóps aldraðra sem skil- greint er í lögum um mál- efni aldraðra sem samþykkt voru á Alþingi 18. desem- ber 1982. Þar segir að þjón- ustuhópurinn skuli fylgjast með heilsufarslegri og fél- agslegri velferð aldraðra í umdæminu og nota vist- unarþörf aldraðra í um- dæminu á stofnanir fyrir aldraða. Ætíð skal þó haft að leiðarljósi það markmið laganna að aldrað fólk gæti sem lenpt búið eðlilegu heimilislifi. Núverandi ástand í mál- efnum aldraðra. Heimahjúkrun hefur verið rekin um árabil við Heilsugæslustöð Suður- nesja. Starfshópurinn sem annast hana hefur saman- staðið af hjúkrunarfræðing, sjúkraliðum og ófaglærðu fólki. Starfshópurinn hefur alla tíð haft gott samstarf við heilsugæslulækna. Starfið felst í almennri hjúkrun, eftirliti, lyfjatil- tekt, böðum og leiðbein- ingum til aðstandenda. Þarf í sumum tilvikum að vitja þessara sjúklinga jafnt á helgum sem virkum dögum. Það hefur s)Int sig, að þörfin fyrir vist a hjúkr- unardeild er minni á stöð- um, þar sem svona þjónusta er rekin. 47 einstaklinga er nú vitjað reglulega og af þeim teljum við að 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.