Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 32
JÓLABLAÐ 1985
VIKUR-fréttir
---------------------------.
Brottfluttir
Suðurnesjamenn
Brottfluttir Suðurnesjamenn skipa stóran
sess í jólablaðinu í ár. Þetta fólk á það sam-
eiginlegt að vera alið upp á Suðurnesjum.
Af nógu er að taka, því Suðurnesjamenn
hafa getið sér góðs orstírs á mörgum sviðum.
Þessi viðtöl sem hér fara á eftir eru því engan
veginn tæmandi, en sýna vonandi að við
eigum sveitunga vioa ner a landi, sem er-
lendis.
V___________________________
Brynjólfur hf.
óskor storfsfólki sínu og sjómönnum
á uiðskiptobátum
GLEDILEGRA JÓLA
og þokkor þeim uel unnin störf,
á liðnu ári.
Gleðileg jól
Gott og farsœlt
komandi ár.
Þökkum uiðskiptin á liðna árinu.
Samvinnubankinn og
Samvinnutryggingar
Keflavík
Við óskum öllum
Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári.
SAMBAND
SVEITARFÉLAGA
Á SUÐURNESJUM
„Ég veit þú leikur á
kvöldin, en hvað
gerir þú á daginn?44
Jólaviðtal við Hönnu Maríu Karlsdóttur,
leikkonu úr Keflavík
Margir af frœgust leikurum landsins eru ættaðir af
Suðurnesjum. Nœgirþar að nefna Gunnar Eyjólfsson,
Helga Skúlason, Gísla Alfreðsson og Kristbjörgu
Kjeld. Enn aðrir klífa hratt upp þennan frœgðarstiga
og einn þeirra kynnum við nú. Sá leikari er Hanna
María Karlsdóttir sem nú er fastráðinn leikari í Iðnó.
Hún hefur slegið þar í gegn svo og ísjónvarpinu og víð-
ar. Hún er fœdd 19. nóv. 1948 að Vesturbraut 9 í Kefla-
vík, dóttir hjónanna Karls Guðjónssonar útvarpsvirkja
sem síðast starfaði við Keflavíkurradíó og konu hans
Dagrúnar Friðfinnsdóttur. Hanna María á ekki langt
að sœkja leikhæfileika sína, því Karl var á sínum yngri
árum mikill leikari hér á Suðurnesjum. Fyrstu spurn-
inguna sem við leggjum fyrir Hönnu Maríu var þessi:
Hvað varst þú gömul er þú fórst frá Keflavík og
mannstu eitthvað skemmtilegt frá þínum uppvaxtar-
árum þar?
Keflavík alveg fram í rauð-
ann dauðann, mínar yndis-
legu æskustöðvar. Og með-
an báðir foreldrar mínir og
bæði systkini mín búa
þarna, hlýt ég að hafa
sterka strengi til Keflavík-
ur.“
Gekkstu með leikarabakt-
eríuna á þínum yngri árum?
„Það tala allir um þetta
sem bakteríu, en mér fmnst
það svo hallærislegt. Ég hef
alltaf haft þetta í undirmeð-
vitundinni. Pabbi var leik-
ari í gamla daga og hafði
mikið gaman að því að
Hanna María Karlsdóttir
„Ég var 21 árs er ég flutti
burt. En ef maður byrjar á
byrjuninni þá er ég fædd í
húsi nr. 9 við Vesturbraut
og á mínum uppvaxtarár-
um fannst mér Vestur-
brautin dásamlegasti stað-
ur á jarðríki. Þetta var lítil
gata, lokuð í annan end-
ann, slippurinn rétt handan
við, bryggjan stutt frá, þar
sem við veiddum marhnút
og kola. Þá var oft farið út á
Berg, labbað út að vita, nú
öll túnin og skreiðarhjallar-
nir. Stutt að fara upp í heiði
í berjamó og þar voru líka
tjarnirnar sem hægt var að
skauta á yfir veturinn.
Vesturbrautin var ævin-
týraheimur; þar lærði mað-
ur allt, en 10 ára flutti ég
þaðan upp á Hringbraut."
Mannstu eftir einhverju
skemmtilegu atviki frá þess-
um tíma?
„Já, ég man að mér
fannst alltaf snjórinn á
Vesturbrautinni vera svo
mikill. Maður fór upp á bíl-
skúrinn, þar sem pabbi var
með viðgerðarverkstæðið
og þaðan var hoppað ofan í
skaflana, djúpa, yndislega
skafla. Maður sér aldrei
svona skafla í dag, enda var
maður miklu minni þá.
Þetta er kannski eins og
þegar maður kom fyrst inn í
Þjóðleikhúsið, þá var eins
og að koma inn í muster, nú
er þetta eins og leikhús af
normal stærð.“
Nú ert þú búin að vera 16 ár
fyrir utan þína heimabyggð.
Telur þú þig vera Suður-
nesjamann?
„Já, tvímælalaust og
verð aldrei annað.“
Nú eru ekki nema 50 km.
til Keflavíkur, fylgistþú með
þinni gömlu heimabyggð eft-
ir öll þessi ár?
„Ég get nú ekki sagt það.
Náttúrulega les ég blöðin
og allt sem kemur í blöðun-
um viðkomandi Keflavík,
les ég að sjálfsögðu, það eru
óhjákvæmilega alltaf ein-
hverjar taugar til Keflavík-
ur.
Þegar ég fer og heimsæki
foreldra mína, sem er nú
alltof sjaldan, þá les ég t.d.
alltaf Víkur-fréttir. Ræðstá
bunkann og ét hann alveg í
mig!“
Fólk lokar bara ekki fyrir
þetta æviskeið og hættir að
fylgjast með æskuslóðunum?
„Nei, alls ekki. Ég kynni
mig alltaf sem Suðurnesja-
manneskju og er bara stolt
af því; það er mikið af góðu
fólki sem hefur komið af
Suðurnesjum. Iðulega er
fólk úr ýmsum stéttum s.s.
pólitíkusar, sem eru alltaf
með pillur t.d. á Keflavík
eða Keflvíkinga. Þegar ég
heyri þetta, ver ég yfirleitt
segja mér sögur af því og
mér fannst alveg óskaplega
gaman að /ara og sjá leik-
sýningar. Ég var mjög ung,
er ég man fyrst eftir mér í
hlutverki hjá Stúkunni í
leikritinu „Grámann í
Garðshorni“, semþærsyst-
ur, Guðlaug og Jóna, settu
upp. Síðan tróð ég oft upp
hjá Skátunum í tíma og
ótíma. Þá man ég eftir því
að í sumarbúðum Þjóð-
kirkjunnar á Löngumýri í
Skagafirði, var leikið annað
hvert kvöld og var ég þátt-
takandi, að ég held, í hverri
sýningu. Man ég að ég lék
oft Chaplin þar.“
En svo fluttir þú burt 21 árs?
„Já, þá tók ég á leigu
þakherbergi uppi í hlíðum í
Reykjavík og fór að vinna
hjá utanríkisráðuneytinu.
Vann ég hjá þeim í þrjá
mánuði í Reykjavík og þá