Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 37
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 „Sakna oft föðurlandsins“ - segir Guðmundur A. Sigurðsson, öryggisvörður hjá Sameinuðu þjóðunum í New York Hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York starfar Suðurnesjamaður og hefur gert í 13 ár samtals. Hann heitir Guðmundur A. Sigurðsson og er giftur Eygló Jensdóttur. Þau bjuggu í Keflavík fram til ársins 1974 er þau fluttu búferlum til Long Islands í New York. Þá var Guðmundur ráðinn sem fastur starfsmaður Sameinuðu Þjóðanna, fyrstur Islendinga. Guðmundur hefur starfað við öryggisvörslu hjá framkvæmdastjóra S.Þ. frá upphafi og er nú yfirmaður lífvarðavörslu á heimili Javier Perez de Cuilar, núverandi framkvæmdastjóra S.Þ. Okkur lék forvitni á að heyra frá Guðmundi, um starf hans og veru í New York. Blm. Víkurfrétta hringdi vestur um haf í síðustu viku skömmu eftir miðnætti eitt kvöldið, en þá var klukkan rúmlega sex þar. Þrettán tölur þurfti að slá á nýja símann sem beið klár með opið fyrir hátalarann. Samtalið átti auðvitað að taka upp á segulband. Símasamband náðist fljótt og það var kunnugleg rödd Eyglóar sem kom í símann. Eg ræddi stuttlega við Eygló, viðtal sem birtist sér, en að því loknu var Guðmundur klár í slaginn. „Hann bíður hinn rólegasti eftir símanum og er að pússa fyrir mig spegilinn“, sagði Eygló. Eg spurði Guðmund að lokinni kynningu útí starf hans hjá Sameinuðu Þjóðunum: „Maður er heima þessa stundina sem er frekar sjaldgæft á þessum árstíma. Þetta er erfiður tími hjá okkur sem vinnum þessi öryggisstörf hér hjá Sam- einuðu Þjóðunum. Tíma- bilið frá september og fram að jólum er sleitulaus vinna.“ Hvað er það sem veldur því? „Núna í haust hefur ver- ið enn meira að gera vegna 40 ára afmælisþings Sam- einuðu Þjóðanna. Sérstak- lega undir lokin, en því lauk 25. nóvember. Og svo ekki hvað síst hjá mér, þar sem ég sé um lífvarðavörslu framkvæmdastjóra Sam- einuðu Þjóðanna, á hans heimili. Þangað koma margir stórhöfðingjarnir í matarveislur og annað. Má þar m.a. ntfna utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Bretlands, Frakklands og svo hinir og þessir forsetar Afríkuþjóða og Austur- landa fjær, Kína og Japans. Og þessara manna verður að gæta mjög vel, þar sem tímarnir í dag eru all óhressilegir, getum við sagt. Við getum átt von á ódrenglyndi alls staðar að, engum að treysta. I dag er Guðmundur Á. Sigurðsson, öryggisvörður hjá S.I>. í New York. það því miður þannig að maður veit ekki við hvers konar fólk maður er að glíma fyrr en kannski of seint. Þannig er starf okkar mikið til í því fólgið að koma í veg fyrir að ýmsir hlutir komi fyrir. Þar af leiðandi verðum við að vinna að hlutunum mörg- um dögum áður en þessir stórhöfðingjar koma, sér- staklega mikið er varðar leyniþjónustuna. Við verð- um t.d. að vita alla kosti og galla þessara þjóðhöfðingja vita veikleika þeirra og styrkleika. Og verðum að haga okkur innan þeirra reglna.“ Þið eruð sem sagt fyrir- byggjandi? „Já, við þurfum að vera fyrirbyggjandi í öllu. Þegar rússneski þjóðhöfðinginn kom hingað þá unnum við í samráði við bæði rússnesku og bandarísku leyniþjón- ustuna. Þaðan fengum við upplýsingar. En þó gæslan sé ströng og mikil við húsið NJARÐVÍKINGAR! Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að Ifða. Hér eru aöeins örfá dæmi sem sýna í hvaö útsvörin ykkar hafa farið á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.