Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 37
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
„Sakna oft föðurlandsins“
- segir Guðmundur A. Sigurðsson, öryggisvörður
hjá Sameinuðu þjóðunum í New York
Hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York starfar Suðurnesjamaður og hefur
gert í 13 ár samtals. Hann heitir Guðmundur A. Sigurðsson og er giftur
Eygló Jensdóttur. Þau bjuggu í Keflavík fram til ársins 1974 er þau fluttu
búferlum til Long Islands í New York. Þá var Guðmundur ráðinn sem
fastur starfsmaður Sameinuðu Þjóðanna, fyrstur Islendinga.
Guðmundur hefur starfað við öryggisvörslu hjá framkvæmdastjóra S.Þ.
frá upphafi og er nú yfirmaður lífvarðavörslu á heimili Javier Perez de
Cuilar, núverandi framkvæmdastjóra S.Þ.
Okkur lék forvitni á að heyra frá Guðmundi, um starf hans og veru í New
York. Blm. Víkurfrétta hringdi vestur um haf í síðustu viku skömmu eftir
miðnætti eitt kvöldið, en þá var klukkan rúmlega sex þar. Þrettán tölur
þurfti að slá á nýja símann sem beið klár með opið fyrir hátalarann.
Samtalið átti auðvitað að taka upp á segulband. Símasamband náðist fljótt
og það var kunnugleg rödd Eyglóar sem kom í símann. Eg ræddi stuttlega
við Eygló, viðtal sem birtist sér, en að því loknu var Guðmundur klár í
slaginn. „Hann bíður hinn rólegasti eftir símanum og er að pússa fyrir mig
spegilinn“, sagði Eygló. Eg spurði Guðmund að lokinni kynningu útí starf
hans hjá Sameinuðu Þjóðunum:
„Maður er heima þessa
stundina sem er frekar
sjaldgæft á þessum árstíma.
Þetta er erfiður tími hjá
okkur sem vinnum þessi
öryggisstörf hér hjá Sam-
einuðu Þjóðunum. Tíma-
bilið frá september og fram
að jólum er sleitulaus
vinna.“
Hvað er það sem veldur
því?
„Núna í haust hefur ver-
ið enn meira að gera vegna
40 ára afmælisþings Sam-
einuðu Þjóðanna. Sérstak-
lega undir lokin, en því lauk
25. nóvember. Og svo ekki
hvað síst hjá mér, þar sem
ég sé um lífvarðavörslu
framkvæmdastjóra Sam-
einuðu Þjóðanna, á hans
heimili. Þangað koma
margir stórhöfðingjarnir í
matarveislur og annað. Má
þar m.a. ntfna utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna,
Bretlands, Frakklands og
svo hinir og þessir forsetar
Afríkuþjóða og Austur-
landa fjær, Kína og Japans.
Og þessara manna verður
að gæta mjög vel, þar sem
tímarnir í dag eru all
óhressilegir, getum við
sagt. Við getum átt von á
ódrenglyndi alls staðar að,
engum að treysta. I dag er
Guðmundur Á. Sigurðsson, öryggisvörður hjá S.I>. í New York.
það því miður þannig að
maður veit ekki við hvers
konar fólk maður er að
glíma fyrr en kannski of
seint. Þannig er starf okkar
mikið til í því fólgið að
koma í veg fyrir að ýmsir
hlutir komi fyrir. Þar af
leiðandi verðum við að
vinna að hlutunum mörg-
um dögum áður en þessir
stórhöfðingjar koma, sér-
staklega mikið er varðar
leyniþjónustuna. Við verð-
um t.d. að vita alla kosti og
galla þessara þjóðhöfðingja
vita veikleika þeirra og
styrkleika. Og verðum að
haga okkur innan þeirra
reglna.“
Þið eruð sem sagt fyrir-
byggjandi?
„Já, við þurfum að vera
fyrirbyggjandi í öllu. Þegar
rússneski þjóðhöfðinginn
kom hingað þá unnum við í
samráði við bæði rússnesku
og bandarísku leyniþjón-
ustuna. Þaðan fengum við
upplýsingar. En þó gæslan
sé ströng og mikil við húsið
NJARÐVÍKINGAR!
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum samstarfið á árinu sem er að Ifða.
Hér eru aöeins örfá dæmi sem sýna í hvaö
útsvörin ykkar hafa farið á þessu ári.