Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 40
JÓLABLAÐ 1985 VÍKUR-fréttir Landsbanki íslands óskar Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg uiðskipti á liðnu ári. UTIBUIN Keflavíkurflugvelli Sandgerði Grindavík GLEÐILEG JOL GOTT OG EARSÆLT KOMANDI ÁR með bestu þökkum fyrir samskiptin á árinu. VERSLUNARMANNAFELAG SUDURNESJA Verslunarbanki íslands hf. Útibú - Keflavík óskar uiðskiptauinum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðiiegra jóla og farsœls komandi árs, og þakkar uiðskiptin á árinu sem er að líða. „Mesti munurinner veðráttan“ - segir Eygló Jensdóttir, eiginkona Guðmundar „Það er fullt af gestum allan ársins hring, annars hefur það nú minnkað að- eins þetta árið. Fyrst eftir að við fluttum var stöð- ugur straumur Islendinga til okkar.“ Er ekki gaman að fá heimsóknir frá landan- um? „Já, mjög svo, ég elska að hafa fólk í kringum mig. Það hafa verið hér allt upp í 25 manns og sváfu allir. Fólkið dreifð- ist vítt og breitt um húsið, en það hafðist samt“. Hvernig ^engur að viðhalda tslenskunni? Mér finnst ég ekki heyra neinn Ameríkuhreim, taliði kannski íslensku á heimilinu? „Hér er alltaf töluð ísl- enska og yngsta barnið okkar, Ásgeir Freyr, hef- ur aldrei búið á Islandi, aðeins komið í heimsókn, en talar hana samt vel. Eg veit þó um mörg_ dæmi sem brottfluttir Islend- ingar sem settust hér að á svipuðum tíma og við hafa ekki lagt á sín börn að læra íslensku.“ Eygló Jensdóttir Mér er sagt að þú starfir mikið í Islendingafélög- unum þarna? „Já, já, ég er alltaf að troða mér hér og þar. Ég er svo hrædd um að ég sé ómissandi (hlátur). Nei, nei, mér þykir bara gam- an að vera í kringum fólk. Jú, ég hef hjálpað svoldið til með íslendingafélag- inu í sambandi við þorra- blót, og 17. júní-hátíðir hef ég oft haldið ein hérna út í garði hérna heima. Hef þá smalað saman liði. Þá koma margir Islend- ingar saman. Svo eru >orrablót haldin í mars og íá er fjör. Islendingafél- agið var með skemmtun um daginn og Dalli, Hreinn Líndal, söng og ég held að það hafi tekist mjög vel. Eg missti reynd- ar af því.“ Ertu ánægð þarna? „Já, já, maður væri annars ekki hérna. Við vorum nýkomin inn úr dyrunum þegar þú hringdir og vorum í búða- rápi. Það er svo mikið að stússast fyrir jólin.“ Hverni_g eru jól í New York? Oðruvísi en á Isl- andi er það ekki? „Jú, þetta er aðeins öðruvísi. Það er t.d. ekki haldið upp á aðfangadag hérna en við gerum það samt alltaf. Hérnaíhverf- inu er fullt af útlending- um sem allir halda upp á 24. hátíðlegan, það eru m.a. Svisslendingar, Þjóðverjar, Italir. Það er því aðeins jólalegra hjá okkur en mörgum öðrum. Hér í Ameríku er 25. des. haldinn hátíð- legur.“ Hvað með undirbún- ing. Er hann ekki miklu fyrr en hér? „Jú, elskan mín góða. Við erum að fara að skreyta á morgun. Það er búið að skreyta hérna fullt af húsum, allt upp- ljómað og fallegt." Það er þá jólalegt þarna? „Ég get nú ekki sagt að. Það er núna 12 stiga iti og ég er að grilla úti, ekki beint jólalegt á ísl- enskan mælikvarða.“ Eruð þið þá alltaf í sam- bandi við Islendinga þarna? „Já, hann Diddi bíló hringir t.d. alltaf í mig. Ég sá einmitt viðtal við hann í blaðinu þínu um daginn. Það er gaman að heyra í Didda, alltaf hress. Hann var hérna niður á Man- hattan um daginn og hringdi þá oft.“ Hvað er mesti mismun- urinn á að búa á Islandi og í Bandaríkjunum? „Númer eitt er auðvit- að veðráttan. _Ef það væri gott veður á Islandi væri dásamlegt að vera þar, þó ekki þannig að það sé ekki gott að vera á Islandi því maður saknar margs það- an. En eins er þegar mað- ur kemur til Islands þá saknar maður margs héðan. Þó er þetta ekki mikið sem ég sakna því ég á svo marga vini þar og við komum alltaf af og til. Við ætlum að reyna að korna til Islands um jól- in“ sagði Eygló Jens- dóttir. - pket.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.