Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 41
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
„Varð frahverfur efna-
fræðinni og for
í guðfræðina“
Séra Davíð Baldursson á Eskifirði, fæddur Kefl-
víkingur, í Víkur-fréttaviðtali
í hóp brottfluttra Suðurnesjamanna eru örfáir sem gert hafa preststarfið
að ævistarfi. Hæst ber þar að sjálfsögðu á Olafi Skúlasyni, dómprófasti. En í
hópi yngri presta er m.a. sá sem við ætlum að ræða við nú oe heitir DA VTFí
BALDURSSON, fæddur í Keflavík 10.3. 1949, sonur hjónanna Margrét-
ar Friðriksdóttur og Baldurs Guðmundssonar. Séra Davíð þjónar Eskifjarð-
ar- og Reyðarfjarðarsókn á Austurlandi, auk þess sem hann hefur tekið
mjög virkan þátt í félags- og æskulýðsstarfi á staðnum.
í upphafi viðtalsins báðum við hann að segja okkur frá uppvaxtarárum
sínum í Keflavík.
„Fimm fyrstu árunum
eyddi ég á Vesturbrautinni.
Þar var leikvöllurinn gamla
bryggjan, slippurinn og
Bergið. Var maður afskap-
lega iðinn við bryggjuna og
sótti mikið þangað, algjör-
lega í óleyri foreldranna,
dettandi ofan í báta og í
sjóinn. Man ég að þetta
hafði óskaplegt aðdráttar-
afl.
Einn atburður frá
þessum árum er mér mjög
minnisstæður. Þá var gerð
dauðaleit að okkur (Davíð
og undirrituðum - innsk
blm.). Man ég eftir þessu
vegna alls tilstandsins og
látunum í fullorðna fólkinu
fir þessu. Enda skynjaði ég
á ekki hættuna sem við
vorum í, fannst frekar að
verið væri að gera aðför að
friðhelgi okkar.
Við vorum þarna í heim-
spekilegum umræðum úti á
skeri sem var framan við
eða úti af bryggjunni.
Flæddi yfir sker þetta á
flóði, en hægt var að
komast út í það á fjöru.
Höfðum við sennilega
verið þarna klukkutímum
saman, fjögurra ára strák-
arnir og orðið áliðið dags.
Vissi enginn af okkur og
var því kallað út allt til-
tækt lið til að leita okkar.
Þegar einhver kom auga á
okkur var farið að flæða að
skerinu og við sóttir í of-
boði
Svo flutti ég frá Vestur-
brautinni og á Vatnsnesveg
36 og þá breyttist nokkuð
leikvöllurinn, í höfnina og
heiðina í tengslum við flug-
völlinn“.
Hvenær fórst þú frá
Keflavík?
„16 ára fer ég til náms,
var þó alltaf í Keflavík^ á
sumrin fram eftir aldri. E|
var þó í sveit á sumrin a
mínum yngri árum og varð
því ekki þátttakandi í fót-
boltanum eins og margir
mi'nir jafnaldrar. Skólaver-
an frá þessum árum er mér
minnisstæð. Man ég eftir
mörgum góðum mönnum,
s.s. Hermanni skólastjóra í
Barnaskólanum, Rögnvaldi
skólastjóra Gagnfræða-
skólans. Voru þeir báðir
minnisstæðar persónur.
Nú, fyrsta vinnan mín
þarna var fiskvinna í Stóru-
milljón, 14-15 ára var ég
kominn á flugvöllinn og þar
með alveg dottinn inn í það
umhverfi. Vann égbæðihjá
hernum, Aðalverktökum,
Loftleiðum og í Tollinum,
og eitt sumarið var ég til
sjós“.
Hvenær fórstu alfarið
frá æskuslóðum?
„Um tvítugt, til Reykja-
víkur í Háskólann. Þá má
segja að maður hafi búið
allt árið utan Keflavíkur.
En ég hafði náttúrlega verið
með annan fótinn í Kefla-
vík, meðan ég var í Mennta-
skólanum".
Manstu eftir einhverju
merkilegu á þessum
árum?
„Já, það var gífurlega
merkileg starfsemi sem
varð að veruleika á þessum
árum, það var þegar Tón-
listarskólinn hóf starfsemi
sína og tilkoma Herberts
H. Ágústssonar sem kenn-
ara við skólann. Þáttur
hans er örugglega einn
stærsti í sögu tónlistarlífs í
Keflavík, einfaldlega vegna
þess að hann var ekki aðeins
góður kennari og hæfileika-
maður, heldur hafði hann
óþrjótandi áhuga. Og með
mikilli atorku kom hann
þarna af stað lúðrasveit.
Var ég í sveitinni með
mörgum góðum mönnum,
eins og Stefáni Ólafssyni,
Magnúsi Kjartanssyni og
fleirum. Hófu þeir starf
með lúðrasveitinni þarna
um leið og ég, og vorum við
saman í henni í fimm ár“.
Var þetta fyrsta lúðra-
sveitin?
Fyrir var gömul lúðra-
sveit sem endurlífgaðist
með komu Herberts.
Vorum við fyrst í tvö ár í
drengjalúðrasveitinni, en
síðan sameinuðumst við
karlalúðrasveitinni og er
það mjög merkur þáttur í
sögu Keflavíkur og að sjálf-
sögðu í mínu lífi. Minnist
ég þess með mikilli ánægju
að hafa einmitt verið þátt-
takandi í þessu og taldi það
vera æskulýðsstarfi okkar
til framdráttar að hafa Her-
bert þarna. Tónlistarskól-
inn var sjálfsagt byrjaður
eitthvað áður, en með
komu Herberts var blað
brotið í tónlistarmálum á
staðnum".
Svo við snúum okkur
frá æskulýðsmálum,
hvenær tókstu vígslu?
„Eg var svolítið óráðinn í
fyrstu að fara út í þetta
nám, ég ætlaði mér að fara
út í efnafræðinám og vann
því á Rannsóknarstoru fisk-
iðnaðarins í 1 ár. I millitíð-
inni kvæntist ég og er kona
mín Inger L. Jónsdóttir,
lögfræðingur, en hún er
dóttir Jóns Þorsteinssonar,
skókaupmanns í Keflavík.
Eftir guðfræðinámið
starfaði ég eitt ár hjá Rann-
sóknarlögreglunni í
Reykjavík sem lögreglu-
maður. Stóðu þá sem hæst
Guðmundar- og Geirfinns-
málið, og var þetta út af
fyrir sig mikill reynslutími.
Nú, 1977 tók ég svo
vígslu“.
Fórstu þá beint austur?
„Já, ég fór beint hingað
og er búinn að vera hér
síðan. Prestakallið heitir
Eskifjarðarprestakall, en
samanstendur af tveimur
sóknum, Eskifjarðarsókn
og Reyðarfjarðarsókn, og
er mannfjöldinn á báðum
þessum stöðum til samans
fast að tvö þúsund manns“.
Kennir þú með prests-
starfinu?
„Mjög lítið, hins vegar er
ég skólastjóri Tónlistar-
skólans á báðum stöðum.
Þá flækist maður auðvitað í
ýmis konar störf, ég er m.a.
formaður Prestafélags
Austurlands, nú, og for-
maður Styrktarfélags van-
gefinna á Austurlandi".
Þú tekur þá heilmikinn
þátt í félagslífinu?
„Maður gerir það, auð-
vitað, kannski meira en
góðu hófi gegnir“.
Er vinnutíminn þá
ekki langur og óreglu-
legur?
„Hann er auðvitað enda-
laus og allir dagar eru
Það var mikil eftirvænt-
ing hjá krökkunum þegar
kveikt var á jólatrénu frá
vinabæ Keflavíkursl. föstu-
dag. Þessi tilhlökkun var
yfir því að fá jólasveinana í
heimsókn.
En þegar þeir loks létu
sjá sig, kom í ljós að þeir
voru ekki starfi sínu
vaxnir, enda fór svo, að
fleiri krakkar fóru von-
sviknir heim en þörf hefði
verið á. Gerðist það vegna
þess að eplin sem þeir út-
hlutuðu lentu að mestu í
hópi stóru og freku krakk-
anna, en hin litlu fengu ekki
virkir. Eini uppbrotstím-
inn er þegar maður tekur
sér sumarfrí, en að öðru
leyti er þetta alveg sam-
fellt“.
Hvernig líkar þér að
búa svona úti á landi?
„Mér líkar það mjög vel
að mörgu leyti, vegna þess
að það er margt að gerast
hér og mikill uppgangur er
á þessum stöðum, óþrjót-
andi verkefni og skapandi.
Tel ég það vera höfuðmál,
ekki síst svona í kirkjulegu
starfi, en þar hefur verið
mikið að gerast í þeim mál-
< <
um .
Þá er spurningalistinn
tæmdur, Davið, aðeins
hin klassíska spurning:
Hvað segir þú að lokum?
„Þegar maður lítur aftur
á bak á maður að mörgu
leyti fjölmargar góðar
minningar frá þessum
tímum. Af því að það er nú
ár æskunnar, þá minnist
maður þess sem æskan sýsl-
aði við í þá daga. Man ég
eftir harðvítugum skylm-
ingaflokkum sem hétu
,,Rauði drekinn“ og
„Svarti riddarinn“ og
þessum stóru fylkingum
æskumanna laust saman í
miklum og hörðum bar-
dögum.
Og síðan þegar Roy og
fleiri voru í bióunum og
menn sóttu bíóin með
miklu harðfylgi. Þá voru
þessir kúrekaleikir alveg
endalausir. Þetta er mér
mjög minnisstætt frá
essum tímum, því það tók
uga minn allan, að reyna
að líkjast þessum stjörnum
sem ég sá í kvikmyndum.
Voru þetta lifandi félög,
þar sem menn komu saman
og æfðu sig á allan hátt.
Þá fór það mjög fyrir
brjóstið á mér þessi andlegi
siðferðilegi slappleiki sem
tengdist nærveru amerík-
ana á flugvellinum, sem
kom m.a. fram í því, að það
þótti ekki tiltökumál að
smygla, og var fremur litið
á það sem sjálfsbjargarvið-
leitni, enda þótt maður hafi
látið vélast til þess sjálfur.
En þannig var einhvern
veginn tíðarandinn. Von-
andi er það nú liðin tíð“,
sagði séra Davíð Baldurs-
son að lokum. - epj.
neitt.
Þá kom í ljós að jóla-
sveinarnir gátu ekkert
sungið eða sprellað, og
virtust lítið geta nema stað-
ið í einni kös uppi á pallin-
um. Þeir sem taka að sér að
leika jólasveina verða að
vita hvað af þeim er ætlast,
en það virðast þeir JC-fé-
lagar ekki hafa vitað í þetta
sinn, nema það sé rétt eins
og ein stúlkan orðaði það.
„Þessir menn kunna ekki
að vera jólasveinar, því þeir
eru kannski svo miklir jóla-
sveinar", eða þannig.
Faðir
Jólasveinarnir í JC