Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 45
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
„Betur má ef duga skal“
(í beinu framhaldi af „Atvinnu - ekki forsjá“)
Konan átti sér einskis ills
von; hafði enda starfað vel
fyrir þjóðarhag, og ef til vill
betur en margur annar sem
naut þó ávaxtanna í ríkari
mæli; hafði unnið við næst
mikilvægustu atvinnugrein
þjóðarinnar á eftirfiskveið-
um, sjálfa vinnsluna sem er
þó hvað minnst metin í
verki (launum), en mest í
orðum þeirra sem njóta af-
rakstursins. Hún hafði
helgað sig uppeldi þeirra
fjögurra barna sem hún
hafði í þennan heim borið;
ásamt með lífsförunauti
sínum, trúum og traustum
eiginmanni er einnig starf-
aði við undirstöðuatvinnu-
greinina hafði hún unnið
baki brotnu til að sjá sér og
börnum sínum farborða.
En þá dundi reiðarslagið
yfir.
Unga konan hafði nýlega
fyllt þriðja áratuginn í
dagatali lífs síns; þau hjón-
in höfðu af einskærum
dugnaði og samviskusemi
sem einkennir margan Isl-
endinginn, en litlum efnum
komið sér upp eigin hús-
næði í Garðinum, þar sem
þau bjuggu börnum sínum
fallegt heimili á árinu 1974.
Undanfarið höfðu ágerst
verkir í höfði hennar, nokk-
uð sem hún kippti sér lítt
upp við, en linaði verkina
með magnyl, er verst lét;
eins og svo altítt er meðal
Islendinga. En áfyrrnefndu
herrans ári urðu verkirnir
slíkir að þessi undratafla
dugði lítt betur en vatn á
olíueld; þannig varð henni
sífeilt minna úr verki,
annarsvegar vegna höfuð-
meinsins, en ekki síður
vegna hins, að vinstri hand-
legg og hönd þvarr æ meir
hinn fyrr máttur. Hún lenti
undir hnífnum, eftir að hafa
farið hina hefðbundnu
göngu milli hinna ýmsu sér-
fræðinga. Undan höfuð-
skel hennar var fjarlægt
svonefnt æxli er læknar
kváðu góðkynja.
Af hvaða gæðakyni æxlið
var er erfitt um að segja, en
eitt er víst, að ef aðgerðin
hafi verið framkvæmd til að
auðvelda henni fyrri störf
urðu læknum á ein af mis-
tökum aldarinnar, því að í
dag er þessi fluggreinda
kona 75% öryrki; vinstri
handleggur og hönd mátt-
laus, hefur gengist undir
nokkrar augnaaðgerðir (og
hefur nú sjón á við hvern
meðalmann) og gengur við
hækju vinstra megin, en að
einu leyti má mæla aðgerð-
inni bót: Höfuðverkirnir
hafa stórlega linast. Ef til
vill mætti segja, að hún hafi
það betra en margir aðrir,
því að hún hafi þó skilning-
arvitin öll í sæmilegu lagi og
svo skýra hugsun að flest-
um þætti af mikill sómi
væru 3eir þannig gerðir.
En það er einmitt gallinn
á þeirri Njarðargjöf í lífi
margra fatlaðra. Margt fatl-
að fólk líður miklar nugar-
kvalir vegna sinnar skýru
hugsunar. Hugsunar sem
það fær aðeins notið í ein-
veru sinni við að öðlast
dýpri lífsskilning, atvinnu-
laust heima við. Það þráir
að fá eitthvað að gera, að
öðlast tilgang í lífinu, að
verða viðurkennt eins og
hver annar samfélagsþegn,
að geta orðið að liði við
uppbyggingu þessa sameig-
inlega þjóðfélags okkar
allra. Það þráir að fá ein-
hverja launaða vinnu við
hæfi, þó ekki væri nema
hluta ur degi. Atvinnurek-
endum væri eflaust flestum
í lófa lagið að leita uppi eitt-
hvert viðvik sem þeir treys-
ta fötluðum að inna af
hendi fyrir fyrirtækið, þá
jafnvel heima við fyrir fatl-
að fólk sem ætti ekki heim-
angengt.
Arangur af áskoruninni.
í grein er birtist í Víkur-
fréttum hinn 5. des. sl.
skoraði undirritaður á alla
atlaða atvinnuleysingja og
já sem vissu af slíkum að
áta vita í síma 3834, en því
miður varð lítið um skrán-
ingar þann daginn. Konan
sem um hefur verið fjallað
hér á undan hringdi að
kveldi þessa fimmtudags.
Daginn eftir sótti ég hana
heim og afrakstur þeirrar
ferðar er meðal annars þessi
grein. Onnur skráning
barst mér síðan á föstudegi,
var þar kominn karl um
miðjan aldur, fyrrum mat-
reiðslumaður ofan af Velli.
Hann kvaðst hafa orðið að
hætta vegna veikinda sem
hrjáðu hann og þeirrar
skertu starfsorku sem af
þeim leiddi. Hann hefði
hreinlega ekki þrek til átta
stunda vinnudags, eins og
tíðkaðist alla jafna þar efra.
Hinsvegar gæti hann vel
hugsað sér að hafa vinnu-
daginn skemmri, svo
framarlega sem slíkt starf
væri í boði.
Ef einhver atvinnurek-
andi setur manngildi ofar
auðgildi gæti sá hinn sami
fundið eitthvert 3að verk
sem hann teldi að þessi karl
eða konan gætu innt af
hendi fyrir fyrirtæki sitt,
bið ég, undirr. hann (eða
hana) að lyfta simtóli að tal-
anda og heyranda sínum og
hafa samband við mig í síma
3834.
I framhjáhlaupi mætti ef-
laust geta þess, að við mat-
reiðsíumaðurinn fyrr-
nefndur ræddum hverskon-
ar störf hann gæti hugsað
sér og kom þá fram að
kokkmennskan væri
honum hugleiknust, því að
í eldhúsinu væyi hann sem
heima hjá sér. I þessu sam-
bandi skora ég því á þig
Axel á Glóðinni að athuga
gaumgæfilega innan þíns
fyrirtækis, hvort ekki
mætti finna eitthvert pláss
við pottana þína, þar sem
þessi fatlaði maður gæti
orðið að liði í stað þess að
þurfa að hírna í einverunni
heima við.
Meira um
frúna í Garðinum.
Margar hugsanir sínar og
reynslu færði frúin í tal við
mig í heimsókninni. Hún
sýndi mér og grein sem hún
ritaði í Bæjarpóstinn fyrir
nokkrum árum, sem og
>etta upphaf að grein sem
oirtist hér með hennargóð-
lúslega leyfi:
„Vernduð vinna“
,,t>að er sjálfsögð skylda
hvers stéttarfélags að
ábyrgjast verndaða vinnu,
alla þætti vinnumiðlunar
og á annan hátt að gæta
hagsmuna meðlima sinna.
Verkalýðssamtökin telja
að vernduð vinna eigi að
vera í sem nánustum tengsl-
um við hinn almenna
vinnumarkað, til að mynda
séu verndaðir vinnustaðir í
beinu sambandi við venju-
leg fyrirtæki, jafnvel á sama
stað. Það má þó ekki verða
til þess að gerðar séu óeðli-
legar kröfur til þeirra sem
hafa skerta starfsgetu.“
Þessa grein laganna leit-
aði konan uppi, er henni
þótti sitt stéttarfélag,
Verkalýðs- og sjómannafél-
ag Keflavíkur og nágrennis
gera full Iítið til að finna sér
vinnu við hæfi, en kom
aldrei í, verk að gera lýðum
heyrinkunnugt.
Fyrir þá atvinnurekend-
ur sem gætu hugsað sér að
veita fötluðum atvinnu, en
víla það fyrir sér vegna þess
aukna kostnaðar er alla
jafnan verður vegna starfs-
þjálfunar hins fatlaða, má
geta þess, að 1978 voru
samþykkt á Alþingi lög til
að auðvelda föt uðum þátt-
töku í atvinnulífinu: „Hinu
opinbera ber að endur-
greiða útlagðan launa-
kostnað þeim fyrirtækjum
sem ráða fatlað fólk í vinnu;
á fyrsta ári endurgreiðast
75% launa, helmingur á því
næsta, fjórðungur á þriðja
og síðan ekki söguna meir,
enda megi þá ætla að hinn
fatlaði hafi þá hlotið fulla
starfsþjálfun til að geta
sinnt sínum skyldustörf-
um, jafnt á við hvern þann
sem ófatlaður er.
í samræðum okkarfrúar-
innar lét hún í ljós þá skoð-
un sína að allt of mikið væri
um að óvandað fólk sem
ekki nennti að vinna en
gæti það. Lygi upp á sig
nina ýmsu fötlun og
kæmist þannig inn á trygg-
ingarkerfið og fengi greidd-
ar mánaðarlegar bætur.
Nefndin tekur undir orð
hennar og lýsir yfir
hneykslan á slíku óheiðar-
legu framferði, og telur það
spilla fyrir málstað þeirra
sem virkilega eru fatlaðir,
auk þess sem þetta rýri •
óhjákvæmilega afkomu-
möguleika þeirra sem á bót-
um þurfa að halda.
Einnig kom hún inn á
jafnréttisbaráttu kvenna og
sagði það alveg forkastan-
legt hvernig móttökur þær
konur fengju á vinnumark-
aði sem helgað hefðu sig
heimilinu, karli og börnum,
en frestuðu öllu framhalds-
námi eftir skylduna. Þessar
konur væru alveg réttinda-
lausar á vinnumarkaðinum,
rétt eins og fatlaðir. Lífs-
starf þeirra væri einskis
metið. Til skamms tíma
hefðu þær auðveldlega get-
að gengið í önnur vanmetin
störf við fiskvinnslu, en
slíkt gerðist nú sífellt örð-
ugra.
Samgönguerfið-
leikar fatlaðra.
Fyrir nokkrum árum var
frúin í Garðinum búin að fá
vilyrði fyrir starfi hjá skrif-
stofu bæjarfó^etaembætt-
isins í Keflavik og hugði
gott til glóðarinnar. En þá
kom baBb í bátinn. Hana
vantaði flutningatæki til að
komast frá heimili sínu í
Garðinum á fyrirhugaðan
vinnustað í Keflavík, þann-
ig að sá draumur var úti.
Á höfuðborgarsvæðinu
er starfandi flutningaþjón-
usta fyrir fatlaða og er hún
mikið notuð, en hér er eng-
in slík þjónusta. Því beini
ég þeirri fyrirspurn til
stjórna sveitarfélaga á
Suðurnesjum, hvort það
væri ekki kjörið verkefni
fyrir samband þeirra að
standa að stofnun slíks
þjónustufyrirtækis á svæð-
inu.
Efast ég ekki um, að það
yrði góð búbót fyrir þábíl-
stjóra sem eru meira og
minna atvinnulausir þessa
dagana.
„Mottó“
Hvernig ætli fólk sem
hefur mætt miklu and-
streymi, eins og fötlun og
stendur skyndilega frammi
yrir útskúfun frá eðlilegri
játttöku í atvinnulífinu,
ari að því að halda jafnað-
argeði og í vonina um vinnu
við hæfi?
„A tólfta ár hef ég verið
bjartsýn og haldið í vonina
um að fá vinnu. Eg hef unn-
ið þau heimilisstörf sem ég
mögulega get sinnt með
annarri hendi. Einnig hef ég
lesið mikið. „Mottó“:
Bjartsýni og kjarkur.“
Baráttukveðjur,
Ólafur Þór Eiríksson