Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 49

Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 49
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 Ástin 10 hugljúf lög Jóhanns Helgasonar á plötu Ný breiðskífa er komin út með Jóhanni Helgasyni, lagasmið og söngvara. Hljómplatan, sem ber nafn- ið „ÁSTIN . . . “ hefur að geyma tíu af hugljúfustu lögum Jóhanns til þessa. Svo sem nafn plötunnar ber með sér, fjalla lögin að mestu um hið sígilda við- fangsefni, - ástina. Jóhann Helgason er 36 ára gamall Keflvíkingur, sem vart þarf að kynna hér á heimaslóðum. Eru lögin á þessari fyrstu plötu sem hann gefur út sjálfur, að mestu samin hér í Keflavík á árunum 1970-1974. Flytjendur auk Jóhanns eru: Eyþór Gunnarsson, píanó og hljómborð; Gunn- laugur Briem, trommur og slagverk; Skúli Sverrisson, bassi; Björn Thoroddsen og Friðrik Karlsson, gítar. Utsendingar voru í hönd- um Eyþórs Gunnarssonar og Jóhanns Helgasonar. Stjórn upptöku: Eyþór Gunnarsson. Hljóðblönd- un: Eyþór Gunnarsson og Kjartan Kjartansson. Aðal- upptökumaður: Kjartan Kjartansson. Upptökur fóru fram í Hljóðrita í Hafnarfirði og Grettisgati í Reykjavík í september og október sl. Hönnun plötuumslags: Guprún Einarsdóttir. Útgefandi: Hugverkaút- gáfan, sem er nýstofnað fyrirtæki Jóhanns Helga- sonar. Dreifingu annast Stein- ar hf. (Fréttatilkynning) Þeir bræður Helgi og Hermann Hermannssynir, ásamt Jónasi Þóri, spila í Samkaupum. „Ég vildi geta sungið þér “ Ný plata með 10 Eyjalögum Um síðustu helgi voru mættir í Samkaup Jónas Þórir og félagar, að kynna nýútkomna hljómplötu sem hefur að geyma 8 lög eftir Vestmannaeyinginrí Oddgeir Kristjánsson, auk tveggja laga eftir Gylfa Æg- isson og Gísla Helgason. Með Jónasi Þóri eru á plötunni bræðurnir Helgi og Hermann Hermanns- synir, auk annarra lands- þekktra tónlistarmanna. Þeir félagar voru með skemmtikvöld í Eyjum í haust sem þeir kölluðu ,,Eyjakvöld“. Þau kvöld nutu mikilla vinsælda og þvi réðust þeir í að gefa þessi lög út á hljómplötu. Platan sjálf er mjög áheyri- leg og á eflaust eftir að vekja ljúfar minningar hjá þeim sem lögin þekkja.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.