Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 49

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 49
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 Ástin 10 hugljúf lög Jóhanns Helgasonar á plötu Ný breiðskífa er komin út með Jóhanni Helgasyni, lagasmið og söngvara. Hljómplatan, sem ber nafn- ið „ÁSTIN . . . “ hefur að geyma tíu af hugljúfustu lögum Jóhanns til þessa. Svo sem nafn plötunnar ber með sér, fjalla lögin að mestu um hið sígilda við- fangsefni, - ástina. Jóhann Helgason er 36 ára gamall Keflvíkingur, sem vart þarf að kynna hér á heimaslóðum. Eru lögin á þessari fyrstu plötu sem hann gefur út sjálfur, að mestu samin hér í Keflavík á árunum 1970-1974. Flytjendur auk Jóhanns eru: Eyþór Gunnarsson, píanó og hljómborð; Gunn- laugur Briem, trommur og slagverk; Skúli Sverrisson, bassi; Björn Thoroddsen og Friðrik Karlsson, gítar. Utsendingar voru í hönd- um Eyþórs Gunnarssonar og Jóhanns Helgasonar. Stjórn upptöku: Eyþór Gunnarsson. Hljóðblönd- un: Eyþór Gunnarsson og Kjartan Kjartansson. Aðal- upptökumaður: Kjartan Kjartansson. Upptökur fóru fram í Hljóðrita í Hafnarfirði og Grettisgati í Reykjavík í september og október sl. Hönnun plötuumslags: Guprún Einarsdóttir. Útgefandi: Hugverkaút- gáfan, sem er nýstofnað fyrirtæki Jóhanns Helga- sonar. Dreifingu annast Stein- ar hf. (Fréttatilkynning) Þeir bræður Helgi og Hermann Hermannssynir, ásamt Jónasi Þóri, spila í Samkaupum. „Ég vildi geta sungið þér “ Ný plata með 10 Eyjalögum Um síðustu helgi voru mættir í Samkaup Jónas Þórir og félagar, að kynna nýútkomna hljómplötu sem hefur að geyma 8 lög eftir Vestmannaeyinginrí Oddgeir Kristjánsson, auk tveggja laga eftir Gylfa Æg- isson og Gísla Helgason. Með Jónasi Þóri eru á plötunni bræðurnir Helgi og Hermann Hermanns- synir, auk annarra lands- þekktra tónlistarmanna. Þeir félagar voru með skemmtikvöld í Eyjum í haust sem þeir kölluðu ,,Eyjakvöld“. Þau kvöld nutu mikilla vinsælda og þvi réðust þeir í að gefa þessi lög út á hljómplötu. Platan sjálf er mjög áheyri- leg og á eflaust eftir að vekja ljúfar minningar hjá þeim sem lögin þekkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.