Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 51
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
Það líður að jólum.
Dagurinn styttist og dags-
birtan dvín. Jól. I mínum
huga er allur desembermán-
uður jól. Ég hlakka til jól-
anna eins og barn. Já, við
segjumst halda jólin fyrir
börnin, það er rétt. En við
höldum jólin líka fyrir
okkur fullorðna fólkið. Við
njótum jólanna ekki síður
en þau. Við skynjum ekki
fyrr en að við erum orðin
fullorðin, hvað dásamlegt
það var, að vera barn.
Því ættum við að gera allt
sem hægt er til að gleðja
börnin. Ekki bara á jólun-
um, heldur alla daga ársins.
Það vill oft gleymast í
amstri hversdagsleikans, að
gefa börnunum tíma. Ræða
við þau og sýna þeim þolin-
mæði, svara spurningum
þeirra o.fl. o.fl. Börn fá
yfirleitt alltof lítinn tíma
hjá foreldrum sínum. I
mörgum tilfellum eru þau
eins og aukapersónur, sem
hafa óvænt skotið upp koll-
inum
Flastir foreldrar átta sig
ekki á þessu fyrr en um
seinan. Þess vegna láta afar
og ömmur oft mikið með
barnabörnin, því þau gáfu
sér ekki tíma til að leika við
sín eigin böm.
Því er það á jólunum sem
foreldrar og aðrir reyna að
bæta börnunum sínum upp
hugsunarleysið. Þá gera
þau allt sem þau geta til að
gleðja börn sín. En betra
væri það minna ogjafnara.
Jólin eru vissulega hátíð
'barnanna. Öll börn hlakka
til jólanna. Ef ég mætti gefa
ungum foreldrum heilræði,
ættu þau að gefa sér tíma til
að kenna börnum sínum
nokkrar bænir á kvöldin.
Og segja þeim oft, að þau
elski þau og þyki vænt um
þau. Þá öðlast börnin
öryggi í þessum hverfula
heimi.
Aldrei er eins mikið að
gera hjá húsmæðrum með
mörg börn, en fyrir jólin.
En hver dagur sem líður
gefur gleði og eftirvænt-
ingu. „Eg þarf að gera þetta
og ég þarf að gera hitt“ fyrir
jólin. Allt miðast við að
vera búin með verkin fyrir
jól. Saumaskapur, bakstur,
hreingerning og fleira, allt
kallar á.
Þá er komið að jólagjöf-
Rúnar Þór Pétursson
með sólóplötu
Annan desember s.l.
sendi Rúnar Þór Pétursson,
Innri-Njarðvík, frá sér sína
fyrstu sólóhljómplötu;
Auga í vegg. A plötunni eru
sjö lög, öll eftir Rúnar Þór.
Textarnir eru einnig allir
eftir hann, utan tveir, sem
eru eftir Jónas Friðgeir
Elíasson, skáld frá Bolung-
arvík.
Þrír af þekktustu rokk-
söngvurum landsins koma
fram sem gestasöngvarar á
plötunni, þeir Eiríkur
Hauksson, söngvari Drís-
ils, Sigurður Sigurðsson,
fyrrverandi söngvari í Eik
og loks Bubbi Morthens
sem óþarfi er að kynna.
Rúnar Þór sér um nær
allan undirleik sjálfur effrá
er talið að Kjartan Baldurs-
son sér um allan bassaleik
og Grétar Örvarsson leikur
á hljómborð í nokkrum
lögum.
Upptökur fóru fram í
Stúdíó Mjöt sem einnig sér
um dreifingu. Upptöku-
maður var Björn Vilhjálms-
son. Hönnun umslags var í
öruggum höndum Sigur-
þórs Hallbjörnssonar
(Spessa) og er þar smekkleg
vinna á ferðinni.
Rúnar Þór gefur plötuna
út sjálfur ásamt Davíð
Karli Andréssyni. Þeir sjá
einnig um dreifinguna
ásamt Mjöt og er hægt að
panta hana hjá þeim í sím-
um 92-6164 og 91-13215.
(Fréttatilkynning)
unum. Hvað á að gefa fjöl-
skyldunni í jólagjöf? Það er
hugsað, skrifað niður og
reiknað út, eftir efnum
hvers og eins. Margir segja
að jólin þjóni engum til-
gangi. Frá mínu sjónarmiði
eru jól ekki aðeins trúarleg
hátíð, heldur draga jól og
jólaundirbúningur allt það
besta fram í manneskjunni.
Jól eru eins og ljós í myrkr-
inu. Við hugsum til margra
um jólin og sendum vinar-
kveðjur. Gleðjum með gjöf-
um, sem við gerum ekki á
öðrum tímum ársins. Við
segjum gleðilegjól og mein-
um það. A jólunum er alls
staðar bjart og fallegt, úti
sem inni, líka í sál og sinni.
Jólaskreytingar lífga upp
svartasta myrkrið í skamm-
deginu. Það er gaman að
aka um og skoða jóla-
skrautið í gluggum heimil-
anna, verslunum og sjá jóla-
trén víðs vegar um bæinn.
Við vitum að margir eiga
bágt um jólin, ekki síður em
aðra daga ársins, vegna
veikinda, slysa eða annarra
válegra atburða.
En jólin eru samt lýsandi
fyrir alla menn. Meira að
segja skotgröfunum á
striðsárunum reyndu menn
að gera sér dagamun. A jól-
unum hugsar fólk meira
um Guð og frelsarann en
aðra daga ársins. Kærleikur
er sterkasta afl sem í mann-
inum býr, en alltof fáir eiga,
bænin er líka stókostlegt
afl. Þegar talað er um
kraftaverk heldur fólk að
það tilheyri þeim tíma, sem
frelsarinn var uppi. En ég
segi: Kraftaverk gerast enn
ýdag. það er mín reynsla.
Ég er hvorki betri né verri
en fólk er flest. En ég hef
verið bænheyrð, svo ég
undrast sjálf, eins óverð-
skuldug og ég er. Fólk
kemst ekki í gegnum lífið
nema með bæn og hjálp frá
Guði. Mér er minnisstætt,
það sem gömul kona sagði
mér einu sinni. Hún sagð-
ist oft vakna á nóttunni, þá
var hana að dreyma fólk
sem hún þekkti. Hún bað
fyrir þessu fólki. Seinna
komst hún að því, að þetta
fólk þarfnaðist hjálpar á
þeirri stundu sem hana
dreymdi það.
Það er hægt að senda
bæði góðar og illar hugsan-
ir til annarra. Það er sama
hvar við erum í heiminum.
Þetta er staðreynd. Því ætt-
um við að gæta að hvað við
hugsun. Gleðjumst yflr að
undirbúa jólahátíðina og
látum ljós Guðs lýsa okkur
í myrkrinu.
NÓTT
Nóttin hylur hljóðan grát
frá mæddu hjarta.
Lokar þreyttum augum
leiðir í birtu bjarta.
Skilur eftir í myrkrinu
sorgina svarta.
María Karvelsdóttir
Hin árlega kaffisala Lionsklúbbsins Óðins
verður haldin í húsi Verslunarmannafélags-
ins, Hafnargötu 28, á Þorláksmessu frá kl.
14-23.
Allur ágóði rennur til líknarmála.
LIONSKLÚBBURINN ÓÐINN
JÓLASKYRTUR
í miklu úrvali.
ÝMISLEGT TIL JÓLAGJAFA:
Buxur, skyrtur, bolir, sokkar,
leðurhanskar, skór og margt fleira.
Fjölbreytt vöruval. - Lágt verð.
Verið velkomin.
FATABÚÐIN
Hafnargötu 30 - Sími 1501