Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 58
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
Lögreglan í Keflavík 50 ára
fengu menn fyrir sig ef
þuiíti.
Samkvæmt reikningum
sem hér eru birtir, virðist
Lárus hafa tekið til starfa
um miðjan júlí 1935. En
fyrsta kaupgreiðslan tii
hans miðast við seinni hluta
júlímánaðar. En undirbún-
ingur að starfi lögreglunnar
hófst 1. júlí. Þá voru teknir
út í Þorsteinsbúð 2 kassar
af teiknibólum og 5 arkir af
pappír. Ef til vill notað til
að hengja upp og flytja
opinberar auglýsingar.
Eftir það var ýmislegt tekið
út til ársloka 1935. Aðal-
lega pappír, blek, lakk og
merkispjöld. Alls nam
kostnaður við þetta „skrif-
stofuhald“ tæpurn 13 kr.
En nýráðinn lögreglu-
þjónn þurfti líka nýjan ein-
kennisbúning. Búningur-
inn var saumaður hjá And-
ersen & Lauth í Reykjavík.
Hann hefur sennilega verið
staðgreiddur við afhend-
ingu. Reikningurinn er
dagsettur 18. júlí. Daginn
eftir hefur Lárus verið
kominn í búninginn og far-
inn að spranga um rykugar
götur Keflavikur. Einkenn-
isfötin kostuðu 190 kr.,
húfan 34,50 og belti 34 kr.
Yfirfrakkinn hljóp á 195 kr.
Alls 453,50 kr.
Þegar dimma tók þurfti
lögregluþjónn vasaljós. A
þessum árum loguðu ekki
götuljós allan þann tíma,
sem dimmt var. Heldur
aðeins á kvöldin. 15. sept.
snaraði Lárus sér inn á Hæð
og keypti hjá Margeiri
Jónssyni 3 rafhlöður og
eina peru í vasaljós. 7. okt.
keypti Lárus aðra rafhlöðu.
Fyrir 10 til 12 árum fann
ég á Þjóðskjalasafni nokkra
reikninga frá Keflavíkur-
hreppi. Við fyrstu sýn virt-
ust þeir ekkert frábrugðnir
öðrum reikningum sem
þeir lágu innanum. En við
nánari athugun sá ég, að hér
voru á ferð merkar heim-
ildir. Hér var sem sagt yfir-
lit yfir stofnkostnað við
fasta löggæslu í Keflavík
og Njarðvík.
Árið 1934 voru það
margir íbúar í Keflavíkur-
hreppi, að hreppsnefnd
taldi nauðsynlegt að fá
hingað lögreglustjóra.
Alfreð Gíslason var^ þá
skipaður í embættið. Árið
eftir, 1935, kom Lárus
Salómonsson hingað til
starfa sem löpregluþjónn.
Hinn fyrsti her um slóðir.
Áður gegndu hreppstjórar
störfum lögregluþjóna eða
Lárus Salómonsson, fyrsti lögregluþjónninn í Keflavík, í
fyrsta einkennisklæðnaðinum.
Sjóefna-
vinnslan hf.
sendir starfsmönnum sínum og
öðrum Suðurnesjamönnum
bestu jóla- og nýársóskir.
Enginn lögregluþjónn
starfar án launa. Fyrir hálf-
an júlímánuð fékk Lárus
greiddar 120 kr. En alls
1500 kr. til ársloka. Alls
nam kostnaður við lögregl-
una fyrsta árið 2.170,67 kr.
Mér er sagt að þegar
Lárus kom her fyrst væri
aðsetur hans á loftinu hjá
Guðjóni Guðmundssyni
við Túngötu. Fróðlegt væri
að heyra frá gömlum Kefl-
víkingum um þetta atriði.
Lárus Salómonsson var
ekki lengi lögregluþjónn
hér. Fóru ýmsar sögur um
samskipti hans við hrepps-
búa. Þóttust sumir eiga
honum grátt að gjalda eins
og gengur. Hér er þó ekki
hægt að tíunda þá atburði,
enda er hætt við að ýmsar
missagnir gætu slæðst þar
með. I sunnudagsblaði
Tímans frá árunum 1962-
66, er grein, þar sem Lárus
tíundar ýmislegt, sem gerð-
ist í viðskiptum hans við
Keflvíkinga. I Byggðasafn-
inu er til ágæt mynd af
Lárusi.
Eg var næstum búinn að
gleyma þessum gömlu
reikningum á Þjóðskjala-
safninu, en mundi skyndi-
lega eftir hvar þeir lágu.
Þess vegna birtast þeir
svona seint. Eg hef ekki
tíma til að bregða upp
myndum úr 50 ára sögu lög-
reglunnar í Keflavík. Tii
dæmis er mjög fróðlegt að
skyggnast eftir því hvenær
hún fékk fyrsta bílinn. En
það var mjög seint. Eftir
1953 að ég held. Til að
minna á þetta merkisafmæli
fannst mér rétt að birta
þessa gömlu reikninga. Þeir
tala sinu máli þó í tölum
séu.
Skúli Magnússon
Reikningur yfir kostnað vegna
kaupa á einkennisbúningi.