Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 29
Fótbolti Manchester United vann
síðast heimaleik í ensku úrvals-
deildinni 24. september þegar liðið
lagði Englandsmeistara Leicester.
Sama dag vann Tottenham sigur á
nýliðum Middlesbrough á útivelli
sem er einmitt síðasti útivallarsigur
Spurs á tímabilinu í ensku úrvals-
deildinni. Þessi tvö lið mætast í stór-
leik á sunnudaginn.
Ekkert hefur gengið hjá United í
deildinni að undanförnu en liðið er
búið að gera þrjú jafntefli í röð og
vinna aðeins tvo af síðustu ellefu
leikjum sínum. Baráttunni um Eng-
landsmeistaratitilinn er meira og
minna lokið eftir fjórtán umferðir
og eltingaleikurinn við Meistara-
deildina strax orðinn erfiður.
Síðan United vann Leicester er
það búið að gera fjögur jafntefli á
heimavelli í röð gegn Stoke, Burn-
ley, Arsenal og West Ham. United er
búið að gera sex jafntefli í deildinni
í vetur, jafnmörg og Tottenham en
þau eru með flest jafnteflin af sex
efstu liðunum.
Tottenham-menn voru jafnteflis-
kóngarnir af efstu sex liðunum á
síðustu leiktíð en þeir gerðu þret-
tán jafntefli og eru nú þegar komnir
með sex. Miðað við gengi þessara
liða að undaförnu og erfiðleika
þeirra í að klára leiki þyrfti að ekki
að koma neinum neitt sérstaklega á
óvart ef jafntefli yrði niðurstaðan á
Old Trafford á sunnudaginn.
Bæði lið koma inn í leikinn á
sigurbraut. United vann Zorya í
Evrópudeildinni á fimmtudaginn
og tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum
Evrópudeildarinnar. Það sama gerði
Tottenham með því að vinna CSKA
Moskvu, 3-1, í lokaumferð riðla-
keppni Meistaradeildarinnar en þar
hafnaði Spurs í þriðja sæti í sínum
riðli og féll niður í Evrópudeildina.
United er aðeins með 21 stig eftir
fjórtán leiki sem er versti árangur
liðsins á þessu stigi í Úrvalsdeildinni
eftir þetta margar umferðir. – tom
Jafntefli ekki ólíkleg niðurstaða
José Mourinho er í basli með að vinna leiki í deildinni. Fréttablaðið/Getty
Í dag
11.55 Osasuna - barcelona Sport 2
12.20 Watford - everton Sport
14.30 bayern - Wolfsburg Sport 2
14.50 arsenal - Stoke City Sport
14.55 Huddersf.-bristol City Sport 3
16.25 Stjarnan - Snæfell Sport 4
17.20 leicester - Man. City Sport
18.00 Franklin templeton Golfstöð
19.40 real Madrid - Deporti. Sport
03.00 UFC 206: Cormier/Johnson -
16.00 Haukar - akureyri Ásvellir
16.30 Stjarnan - Snæfell Ásgarður
16.30 Keflavík - Njarðvík Keflavík
16.30 Grindavík - Valur Grindavík
Á morgun
11.50 Chelsea - West brom Sport
14.10 Man Utd - tottenham Sport
16.20 liverpool - West Ham Sport
16.30 Schalke - leverkusen Sport 2
21.20 NFl: Packers-Seahawks Sport
19.15 Haukar- Skallagrímur Ásvellir
Sund Hrafnhildur Lúthersdóttir
bætti við sínu fjórða Íslandsmeti í
gær á HM í 25 metra laug í Wind-
sor í Kanada þegar hún tryggði sér
sæti í undanúrslitum í 100 metra
bringusundi. Hrafnhildur náði fjór-
tánda besta tímanum í undanrásum
og synti því í undanúrslitasundinu í
nótt. Undanúrslitin fóru fram eftir
að Fréttablaðið fór í prentum en
úrslitin má finna á Vísi.
Hrafnhildur kom í mark á 1:06,12
mín. í undanrásum í 100 metra
bringusundinu og bætti sitt eigið
Íslandsmet frá árinu 2015 um sex
hundraðshluta úr sekúndu. Gamla
metið hennar var 1:06,12 mín. frá
13. nóvember 2015.
Hrafnhildur komst líka í undan-
úrslit í 50 metra bringusundi (13.
sæti) og 100 metra fjórsundi (11.
sæti) á mótinu og keppir síðan í 200
metra bringusundi um helgina.
Þetta var fjórða Íslandsmet Hrafn-
hildar á mótinu og hefur hún þar
með sett Íslandsmet í öllum þremur
greinunum sem hún hefur keppt í á
þessu heimsmeistaramóti. – óój
Fjórða Íslands-
met Hrafnhildar
á HM í Kanada
Hrafnhildur lúthersdóttir hefur átt
frábært ár og blómstrað á þremur stór-
mótum, eða eM í maí, Ól í ágúst og HM
í desember. Fréttablaðið/ÓSKarÓ
Þú átt skilið meira frí um þessi jól. Með Greiðslufríi Valitor getur þú
verslað hjá völdum aðilum fyrir jólin en greitt fyrir kaupin 1. febrúar.
Þú getur líka valið að skipta kaupunum í allt að þrjár greiðslur og
greitt í febrúar, mars og apríl, allt eftir því hvað hentar þér best.
Greiðslufrí ber 2% lántökugjald og færslugjaldið er 405 kr.
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
GREIÐSLUFRÍ VALITOR
– Þægileg jól
TAKTU ÞÉR
GREIÐSLUFRÍ
Greiddu jólagjafirnar
í febrúar
S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 29l A u G A r d A G u r 1 0 . d e S e m b e r 2 0 1 6
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
1
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
A
1
-5
9
8
4
1
B
A
1
-5
8
4
8
1
B
A
1
-5
7
0
C
1
B
A
1
-5
5
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K