Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 73
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 10. desember 2016 11
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra
fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi.
Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
LANDSPÍTALI ... VERTU MEÐ!
Laust er til umsóknar fullt starf læknis í starfsnámi við augnlækningar í
6-24 mánaða eða eftir samkomulagi.
Starfið hentar vel þeim sem áhuga hafa á sérfræðinámi í augnlækn-
ingum og vilja kynna sér hvort augnlækningar komi til greina sem
framtíðarstarf. Einnig fyrir verðandi heilsugæslulækna sem vilja afla
sér viðbótarþekkingar í augnsjúkdómafræðum. Hlutastarf kemur til
greina fyrir lækna í sérnámi í heilsugæslu, tauga- eða bráðalækningum
sem vilja kynna sér augnlækningar í tengslum við sérnám í þessum
greinum.
NÁMSSTAÐA DEILDARLÆKNIS
Augnlækningar
Foreldrar meðganga barn - FMB-teymið
Heilbrigðisstarfsmaður: Félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, sálfræð-
ingur eða iðjuþjálfi óskast til starfa í FMB teymið við göngudeild
geðsviðs.
Starfsmenn teymisins veita meðferð sem byggir á tengslaeflandi vinnu
með ungbörnum og foreldrum. Meðferðin byggir á fjölskyldumiðaðri
nálgun þar sem barn og foreldri þess er í forgrunni til viðbótar við
hefðbundna þjónustu göngudeildar geðsviðs við foreldra með geðrænan
vanda. FMB er samhent teymi sem nýtur reglulegrar handleiðslu og
tækifæri eru til starfsþróunar.
HEILBRIGÐISSTARFSMAÐUR
Göngudeild geðsviðs
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í fæðingarlækningum í fæðingar-
teymi kvenna- og barnasviðs Landspítala. Starfshlutfall er 100%.
Í fæðingarteyminu er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu til að tryggja
öryggi mæðra og barna. Starf sérfræðilæknis í fæðingarteymi LSH felur í
sér vinnu við fæðingarþjónustu, þ.m.t. göngudeild vegna áhættu mæðra-
verndar og vinna við fæðingar. Þátttaka er í vöktum og bakvöktum fæð inga-
og kvenlækninga. Þátttaka í kennslu og vísindavinnu sem og önnur
sérverkefni, umsjónarstörf eða eftirlitsverkefni eru í samráði við yfirlækni.
SÉRFRÆÐILÆKNIR
Fæðingarteymi
Við sækjumst eftir sjúkraliða sem hefur ánægju af samstarfi við
aldraða. Ef þú ert lífsglaður og metnaðarfullur sjúkraliði þá viljum við
fá þig í vinnu. Starfið felur í sér umsjón með deild að næturlagi.
Starfshlutfall er samkomulag og æskilegt er að viðkomandi geti hafið
starf sem fyrst.
Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi. Þar ríkir góður
starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjan-
leika. Vaktabyrðin er hófleg og því óhætt að segja að starfs umhverfið sé
fjölskylduvænt. Í boði er skemmtilegt starf fyrir þann sem vill taka þátt í
hvetjandi starfi þar sem stefnan er að útskrifa skjólstæðinga heim eftir
mánaðar endurhæfingu.
SJÚKRALIÐI
Útskriftardeild aldraðra
Við leitum eftir tveim hjúkrunarfræðingum til starfa í Rjóðri sem staðsett
er á lóð LSH í Kópavogi. Starfshlutfall er 60-100%, unnið er í vaktavinnu.
Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Þar starfa
tæplega 30 manns. Starfsemi Rjóðurs gefur börnum með ólæknandi
sjúkdóma möguleika á að dvelja reglulega í öruggu umhverfi þar sem þau
njóta umönnunar hjúkrunarmenntaðs fagfólks.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Rjóður
Leitað er eftir faglega sterkum ljósmæðrum til starfa á meðgöngu- og
sængurlegudeild sem hafa áhuga á að taka þátt í faglegri uppbygginu á
deildinni. Um er að ræða tvö störf, framtíðarstarf (80%) ásamt
afleys ingarstarfi (60-80%) til hausts 2017.
Deildin sinnir konum eftir fæðingu í sængurlegu og þeim sem þurfa
innlögn og náið eftirlit á meðgöngu, við missi á meðgöngu við 12-22
vikur og þegar frávik eru í sængurlegu. Veitt er fagleg umönnun með
fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi. Deildin hefur verið endurnýjuð mikið á
undanförnum árum og aðstaða fyrir skjólstæðinga verið bætt.
LJÓSMÆÐUR
Meðgöngu- og sængurlegudeild
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LANDSPÍTALA;
WWW.LANDSPITALI.IS/MANNAUDUR OG STARFATORGI; WWW.STARFATORG.IS
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
A
1
-9
9
B
4
1
B
A
1
-9
8
7
8
1
B
A
1
-9
7
3
C
1
B
A
1
-9
6
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K