Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 34
B jörk Guðmundsdóttir er klædd í ljósbleikan kímonókjól og bleika skó. Hún er með gull-kamb í hárinu og skart-gripi sem minna á hafið, hálsmen með kolkrabba og hring sem minnir á kóral. Hún situr og vefur utan um sig kjólnum. Það er létt yfir henni. „Þetta er svolítið eins og yfir- heyrsluherbergi,“ segir hún kímin um fundarsalinn í Hörpu sem er lýstur upp með gríðarlega sterkum ljóskösturum úr lofti. Hún lækkar í ljósunum þar til birtan verður þægi- leg og kallast á við skammdegið fyrir utan. Klukkan er rétt rúmlega þrjú og sólin lækkar hratt á himni. Björk er þakklát aðstandendum Hörpu tónlistarhúss sem kölluðu eftir sýningu hennar; Björk Digi- tal, eða Stafrænn heimur Bjarkar, til Íslands í samstarfi við Iceland Airwaves. Þar áður var sýningin sett upp í miklu stærri umgjörð í Sydney, Tókýó og nú síðast í Somerset House í London. „Ég er afar þakklát því að hug- myndin kom héðan. Það er alltaf þetta stolt í mér, mig langar alltaf til að koma með sýningarnar mínar og tónleikana hingað. Og þá þegar þeir eru orðnir bestir. Í raun og veru er sýningin betri en hún var í London, við erum til að mynda með nýtt myndband, Family, sem mér finnst besta myndbandið og svo er lagið Notget í nýrri uppfærslu á sýning- unni,“ segir Björk. Sorgin er ferðalag Björk útskýrir sýninguna. Gestir kynnast tónheimi hennar með því að njóta verka sem Björk hefur gert í samvinnu við nokkra af bestu leikstjórum og forriturum á sviði sýndarveruleika og það er platan Vulnicura sem er grunnurinn að sýningunni. Persónulegasta verk Bjarkar. Í því afhjúpar hún sig og fjallar um eigin sársauka og sam- bandsslit sín við Matthew Barney. Hún hefur verið treg til viðtala um forsendur verksins enda feli verkið í sér uppgjör hennar. Lagið Notget var samið ellefu mánuðum eftir sambandsslitin við Matthew. Lagið lýsir miklum sársauka. Björk líkir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum sem ferðalagi, skiptu upp í kafla. „Það er búið að vera mjög áhuga- vert fyrir mig að fara í gegnum þetta ferðalag. Ég hef miklu meira álit á líf- fræði líkamans, heilanum og tauga- kerfinu eftir þessa reynslu mína. Sorgarferlið sem fylgdi skilnað- inum er eins og bók sem maður fer í gegnum, kafla eftir kafla,“ segir Björk og segist hafa haldið að hún myndi ekki ganga í gegnum þetta dæmi- gerða ferli sem er lýst í stigum. „Sorg er einstaklingsbundin til- finning og ekkert sorgarferli eins og ekkert áfall eins. Þannig hélt ég að ég væri öðruvísi en aðrir og myndi ekki ganga í gegnum þetta dæmigerða ferli. Gæti harkað af mér. En samt komst ég að því að framvinda sorgar er svipuð hjá flestum. Líka mér. Ég áttaði mig. Horfði til baka og sá að ég var búin að klára ákveðinn kafla og komin á þann næsta. Þetta er nátt- úrulegt ferli og ákveðin sammannleg reynsla sem ég gekk í gegnum,“ segir Björk og segist finna fyrir ákveðinni tilfinningu eftir ferðalagið sem henni þyki falleg. Finnur fyrir samkennd „Ég finn fyrir samkennd. Ég er kannski á gangi á Laugaveginum eða í stórborg, í mannmergð. Og þá finn ég fyrir því að flestir hafa tekist á við missi, sorg og áföll. Hvort sem það eru stór eða lítil áföll. Ég finn fyrir meiri tengingu við mig og við annað fólk og mér þykir eiginlega bara vænt um þá tilfinningu. Ég set þetta líka í samhengi. Veit að ég er heppin að hafa ekki liðið erfið áföll og erfiðar aðstæður áður. Mér hefur gengið vel, kem frá góðu og friðsælu samfélagi. Og þegar ég lenti í svona sársauka eins og þess- um þá var ég samt í aðstöðu til að sinna því. Gat tjáð mig um það, sem kannski ekki allir geta. Því það að vera söngkona og syngja um ást, það er bara eðlilegt.“ Það er líka ákveðin upp- götvun fyrir Björk að fylgj- ast með yngri kynslóðum horfa fram á veginn. „Við erum að lifa svo breytta tíma. Unga fólkið, það lifir eins og það verði 120 ára og sér líf sitt í mörgum köflum og skeiðum. Ég er af þeirri kynslóð að ég trúði því að það væri bara einn maki, eitt starf. Yngri kynslóðir sjá þetta raunsætt, ástina og ferilinn, alltaf að breytast. Ég held að mín kynslóð sé sú allra síðasta til að trúa þessum takmörkunum.“ Don’t remove my pain It is my chance to heal Þetta segir í laglínum Notget. Er hún sterkari eftir sambandsslitin og að hafa tekist á við sorgina í gegnum listina? Varð það raunin að sársauk- inn gaf henni tækifæri á að verða aftur heil? Ég hÉlt að Ég væri öðru- vísi en aðrir og myndi ekki ganga í gegnum þetta dæmigerða ferli. gæti harkað af mÉr. Finnur Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skiptu upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. Tónlistin er rótin að stafrænum heimi Bjarkar sem hún vill glæða lífi og sál. samkennd fyrir „Ég hugsa það, en það er samt afstætt. Ég er búin að læra margt og ég held að mér hafi tekist að koma út úr þessu án farangurs. Þyngri byrða. Ég held að það sé það sem ég var að stefna að. Ég er sú sama og það er ákveðið afrek,“ segir Björk. Vill búa til brú Á sýningunni er gestum augljóst að Björk vill gæða tæknina lífi og hlýju. Sýningin er ein- staklingsupplifun og nánd- in við laglínur, tónlist og hugarheim Bjarkar er mikil. Þú hefur sagt það hlut- verk listamannsins að glæða tæknina sál? „Já, því hún hefur sál. Af því hún er hluti af list- sköpun og handverki, tjáningu okkar. Orðið techno kemur úr grísku og þýðir í raun og veru handverk. Við bjuggum til spjót, skárum út, saumuðum, smíð- uðum, máluðum. Og áður en við vitum erum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is „Ég er búin að læra margt og ég held að mér hafi tekist að koma út úr þessu án farangurs. Þyngri byrða. Ég held að það sé það sem ég var að stefna að. Ég er sú sama og það er ákveðið afrek,“ segir Björk. Mynd/Santiago Felipe 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r34 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -4 5 C 4 1 B A 1 -4 4 8 8 1 B A 1 -4 3 4 C 1 B A 1 -4 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.