Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 60
Ylfa Helgadóttir frá Kopar gefur lesendum tvær góðar uppskriftir af forréttum. MYNDIR/GVA Forréttur á hátíðarborðið gefur máltíðinni aukið vægi og meira tilefni til að hlakka til að sögn Ylfu Helgadóttur, yfirmatreiðslu­ meistara á veitingastaðnum Kopar. „Góður forréttur er lykilatriði að vel heppnaðri jólamáltíð. Mér finnst hefðir af hinu góða og óþarfi að breyta öllu alltaf. Hins vegar er gott að halda í hefðirnar á sama tíma og maður uppfærir kannski eitthvað á hliðarlínunni.“ Hjá fjölskyldu Ylfu er hamborgar hryggurinn heilagur og telur hún langt í að það breyt­ ist. „Hins vegar hefur forrétturinn fengið að vaxa og dafna undanfar­ in ár. Allt frá gömlu góðu aspas­ súpunni, yfir í graflaxinn, humar­ súpuna og fleiri rétti. Það er svo mikilvægt að njóta á jólunum og ekki telja sér trú um leynda ofur­ hetjukrafta sem eiga að brjótast fram fyrripart aðfangadags. Það er ofboðslega mikið framboð af alls konar sælkerakjöti, skinkum og fleira hráefni, reyktu, gröfnu og fersku sem er rosalega gott og auðvelt að bera fram yfir jóla­ hátíðina.“ Aðspurð um uppáhaldsforrétt­ inn sinn segir hún að hugmynd­ in að honum hafi nánast kvikn­ að óvart ein jólin. „Allt í einu var búið að kaupa svo mikið af mat, og við gátum ekki ákveðið hvað af því átti að vera í forrétt. Eftir miklar vangaveltur kom upp sú hugmynd að vera með eins konar hlaðborð. Mig minnir að við höfum verið með níu tegundir af kjöti og fiski og meðlæti eða sósu með öllu rétt­ um. Þarna var boðið upp á reykta andabringu, rjúpu sem maðurinn minn fékk óvænt nokkrum dögum fyrir jól, graflax, síld, humar, hreindýrapaté, reykta nautatungu og fleira. Nánast allt hráefnið er hægt að kaupa tilbúið og þarf bara að raða á bakka. Það sem var líka sérstaklega gaman var að hópur­ inn sat yfir forréttinum í um einn og hálfan tíma. Því var borðhaldið óvenju langt það kvöldið sem mér fannst mjög jákvætt.“ Hér gefur Ylfa tvær uppskrift­ ir af spennandi forréttum: Falafel með rauðrófupestói og „creamy“ eplum (vegan) Falafel 1 dós kjúklingabaunir 1 eggaldin ½ laukur 1 dl sojasósa ½ dl agave (eða önnur sæta) 1-2 dl haframjöl 2 msk. chili-mauk eða saxað chili Saxaður ferskur kóríander eða basil (eða hvort tveggja) ½ tsk. mulin kóríanderfræ Raspur og safi úr 1 sítrónu ½ msk. salt Aðferð: Eggaldin, laukur er gróflega skorið og eldað á pönnu þar til mjúkt. Síðan er eldað eggald- in, laukur, chili og kjúklingabaun- ir hrært saman í blandara eða mat- vinnsluvél. Þegar allt er orðið að samfelldu mauki er restinni af öllu nema haframjöli bætt út í og blandað vel. Seinast er haframjöl- inu bætt út í. Athugið að það gæti þurft meira eða minna haframjöl, eftir því hvernig hafrar eru notaðir. Litlar bollur eru mótaðar með tveim skeiðum og settar á bökun- arpappír á ofnplötu. Bakað í ofni á 170°C í um 8-10 mín. Bollurn- ar eru tilbúnar svona en einnig er LYKILATRIÐI Í VEL HEPPNAÐRI JÓLAMÁLTÍÐ Góðir forréttir setja mjög skemmtilegan svip á hátíðarborðið. Möguleikarnir takmarkast nánast við hugmyndaflug hvers og eins og úrval af hráefni hefur aldrei verið meira. Hér gefur Ylfa Helgadóttir, yfirmatreiðslumeistari á Kopar, lesendum tvær uppskriftir að forréttum. hægt að steikja þær eftir á til að fá stökka áferð. Gott er að gera deig- ið daginn áður og leyfa haframjöl- inu að taka sig, þá þarf líka minna haframjöl. Rauðrófupestó 1 pk. lífrænir rauðrófur, eldaðar 1 ½ dl kasjúhnetur eða furuhnetur (eða hvort tveggja) 2 stk. hvítlauksgeirar 1 tsk. sesamolía 1-2 dl ólívuolía 50 g rucola/spínat 50 g basil/kóríander 1 msk. salt Safi úr 1 sítrónu 1 dl náttúru ger (ef vill) Aðferð: Hneturnar eru ristaðar í ofni á 170°C í 10 mín. Kryddjurt- ir létt saxað- ar og síðan allt sett í mat- vinnsluvél og unnið þar til það lítur vel út. „Creamy“ epli 150 g kasjúhnetur 1 lítill hvítlauksgeiri 1 msk. ólívuolía Vatn 1 epli 1 bolli vínber 1 msk. þurrkuð trönuber 3 sellerístönglar Vegan piparmyntusúkkulaði (ef vill) Aðferð: 100 g af kasjúhnetum sett í vatn í umj 2 klst. (má vera lengur). Síðan eru þær maukaðar með ólívuolí- unni og hvítlauksgeiranum og smá af vatninu sem þær lágu í. Epli, vín- ber og sellerí er skorið í bita og restin af kasjúhnetunum eru rist- uð í ofni á 170°C í um 10 mín. Kasjúhnetur, epli, vínber, sellerí og trönuber sett í skál og kasjú- rjómanum blandað varlega saman við. Mjög gott að saxa smá vegan piparmyntusúkku- laði og strá yfir. Reykt önd með graskeri og granateplum Reykt önd 1 pk. reykt önd (fæst t.d. í Krónunni) 2 msk. smjör Aðferð: Hitið ofninn í 170°C. Gott að skera aðeins í fituna til að hún eigi auð- veldara með að eldast, t.d. tígla, kassa eða rendur. Setjið bringuna á kalda pönnu á helluna og kveik- ið undir á miðlungshita. Engin olía. Hægt og rólega á fitan að byrja að bráðna og steikjast. Þá má bæta smjörinu út á pönnuna. Þegar fitan er orðin gullinbrún og stökk er bringunni snúið við og steikt á hinni hliðinni. Þá er bringan sett inn í ofn í um 6-10 mín. Graskersmús ½ grasker 1 dl smjör ½ dl þurrkuð trönuber ½ tsk. þurrkað timían Safi úr 1 sítrónu 1-2 tsk. salt Aðferð: Finnið ofnfast form eða ofn- plötu og setjið á bökunarpappír. Skaf- ið kjarnann innan úr gras- kerinu og látið smjörið, trönuber- in, saltið og timían í holuna. Setj- ið álpappír yfir og inn í ofn á 170°C í um 45-60 mín. Þegar graskerið er eldað er auðvelt að skafa kjöt- ið innan úr skinninu, setja beint í blandara með öllu smjörinu og berjunum. Maukað vel saman og saltað. Það er gaman er að taka nokkrar graskerskúlur með mel- ónukúlara og hafa með á disknum áður en graskerið fer inn í ofn. Gott að bera fram með granateplum, smá majonesi og léttri sósu. Náttúrulegar hágæða gæludýravörur 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R6 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -7 2 3 4 1 B A 1 -7 0 F 8 1 B A 1 -6 F B C 1 B A 1 -6 E 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.