Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 62
Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Hekla með dóttur sinni Ástu sem heldur, eins og hinir í fjölskyldunni, mikið upp á grautinn góða. Mynd/Ernir Með eftirréttinum ber Hekla fram heimalagað rifsberjahlaup. „Ég hef oft fengið Ris à l’amande, bæði í Danmörku og hér heima en aldrei eins og þetta. Munur- inn liggur í því að í grautinn eru notaðar eggjarauður þeyttar með sykri og stífþeyttar eggjahvítur. Þegar allt er sett saman í réttri röð verður grauturinn loftmik- ill og góður,“ lýsir Hekla en upp- skriftin er gömul. „Amma mín, Helga Helgadótt- ir sem átti heima í Gróðrarstöð- inni sem lengi var á Laufásvegin- um, gerði Ris à l’amande-ið alltaf svona og við höfum haldið okkur við þess aðferð. Möguleiki er að hún hafi fengið þessa uppskrift hjá systur sinni sem bjó í Kaup- mannahöfn en það hefur ekki feng- ist staðfest,“ segir Hekla en bæði hún og systkini hennar hafa hald- ið sig við þessa aðferð enda graut- urinn afar vinsæll hjá börnunum. „Ég er alin upp í stórum systk- inahópi, og mamma gerði allt- af mikið af graut svo við gætum fengið afganginn á jóladag. Ég geri svo mikið af grautnum að við getum borðað hann bæði á jóladag og annan í jólum og samt er beðið um meira.“ Hekla byrjar á því að búa til mikið af góðum grjónagraut á Þorláksmessu. Hún segir gjarn- an mega sjóða hann með vanillus- töng, og jafnvel setja smá smjör útí í lokin. „Ég sýð fyrst grautinn í vatni en sumir hafa svo mikla þolinmæði að þeir sjóða hann ein- göngu úr mjólk. Í grautinn nota ég 2,5 dl af grautarhrísgrjónum,“ segir Hekla en þegar grautur- inn er tilbúinn er hann kældur og geymdur til næsta dags.  „Á aðfangadag, þegar ég er komin heim úr aðfangadagsstúss- inu sem felur í sér heimsókn í kirkjugarðinn og söng í messu á Kleppi, set ég réttinn saman.“ Innihaldsefni: 2-3 egg aðskilin 2 msk. sykur 3,5 dl rjómi 1 dl muldar möndlur (eða eftir smekk). „Eggin eru aðskilin. Fyrst stíf- þeyti ég eggjahvíturnar eins og hægt er og set til hliðar. Síðan þeyti ég rjómann mjög stífan. Svo þeyti ég saman eggjarauðurnar og sykurinn. Ef þetta er gert í þess- ari röð þarf ekki að þvo skálina á milli. Þetta er snilldar húsráð frá móður minni sem var með stórt heimili, 6 börn og alltaf fullt hús af fólki. Síðan hræri ég saman þeytt- um eggjarauðunum og grjóna- grautnum. Passa að grauturinn sé kekkjalaus. Svo blanda ég saman rjómanum og möndlunum. Að lokum eru þeyttar eggjahvíturn- ar settar út í en þá verður graut- urinn svo loftmikil og góður,“ lýsir Hekla. Með réttinum hefur hún ávallt heimagert rifsberjahlaup. „Amma mín var alltaf með rifs- berjasósu sem hún gerði með því að þykkja rifsberjasaft og bróðir minn gerir það. Danir nota kirsu- berjasósu.“ Sá hluti grautsins sem reiknað er með að dugi fyrir alla gestina er settur í skál og mandlan ofan í. „Eins og venjan er fær sá sem gleypir möndluna pakka. Passa þarf að fela möndluna vel, nema ætlunin sé að svindla. Við systk- inin grunuðum mömmu stundum um að reyna að koma möndlunni til þeirra sem aldrei höfðu feng- ið hana með því að skreyta skál- ina með rauðum rifsberjahlaups- doppum. Undir einni doppunni vorum við viss um að hún hafi falið möndluna. Hún hefur þó aldr- ei viðurkennt þetta.“ RIs À l’amande úR GRóðRó Fjölskylda Heklu Arnardóttur fær ekki nóg af hinu árlega Ris à l’amande en það er borðað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Uppskriftin er frá ömmu Heklu og er óvenjuleg en í henni eru eggjarauður og stífþeyttar eggjahvítur.  Töfrastund sem varðveitist Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður unga sem aldna, enda ávísun á upplifun og ævintýri. Hafðu samband við miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða á leikhusid.is 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -8 5 F 4 1 B A 1 -8 4 B 8 1 B A 1 -8 3 7 C 1 B A 1 -8 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.