Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 62
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
Hekla með dóttur sinni Ástu sem heldur, eins og hinir í fjölskyldunni, mikið upp á grautinn góða. Mynd/Ernir
Með eftirréttinum ber Hekla fram
heimalagað rifsberjahlaup.
„Ég hef oft fengið Ris à l’amande,
bæði í Danmörku og hér heima
en aldrei eins og þetta. Munur-
inn liggur í því að í grautinn eru
notaðar eggjarauður þeyttar með
sykri og stífþeyttar eggjahvítur.
Þegar allt er sett saman í réttri
röð verður grauturinn loftmik-
ill og góður,“ lýsir Hekla en upp-
skriftin er gömul.
„Amma mín, Helga Helgadótt-
ir sem átti heima í Gróðrarstöð-
inni sem lengi var á Laufásvegin-
um, gerði Ris à l’amande-ið alltaf
svona og við höfum haldið okkur
við þess aðferð. Möguleiki er að
hún hafi fengið þessa uppskrift
hjá systur sinni sem bjó í Kaup-
mannahöfn en það hefur ekki feng-
ist staðfest,“ segir Hekla en bæði
hún og systkini hennar hafa hald-
ið sig við þessa aðferð enda graut-
urinn afar vinsæll hjá börnunum.
„Ég er alin upp í stórum systk-
inahópi, og mamma gerði allt-
af mikið af graut svo við gætum
fengið afganginn á jóladag. Ég
geri svo mikið af grautnum að við
getum borðað hann bæði á jóladag
og annan í jólum og samt er beðið
um meira.“
Hekla byrjar á því að búa til
mikið af góðum grjónagraut á
Þorláksmessu. Hún segir gjarn-
an mega sjóða hann með vanillus-
töng, og jafnvel setja smá smjör
útí í lokin. „Ég sýð fyrst grautinn
í vatni en sumir hafa svo mikla
þolinmæði að þeir sjóða hann ein-
göngu úr mjólk. Í grautinn nota
ég 2,5 dl af grautarhrísgrjónum,“
segir Hekla en þegar grautur-
inn er tilbúinn er hann kældur og
geymdur til næsta dags.
„Á aðfangadag, þegar ég er
komin heim úr aðfangadagsstúss-
inu sem felur í sér heimsókn í
kirkjugarðinn og söng í messu á
Kleppi, set ég réttinn saman.“
Innihaldsefni:
2-3 egg aðskilin
2 msk. sykur
3,5 dl rjómi
1 dl muldar möndlur (eða
eftir smekk).
„Eggin eru aðskilin. Fyrst stíf-
þeyti ég eggjahvíturnar eins og
hægt er og set til hliðar. Síðan
þeyti ég rjómann mjög stífan. Svo
þeyti ég saman eggjarauðurnar og
sykurinn. Ef þetta er gert í þess-
ari röð þarf ekki að þvo skálina á
milli. Þetta er snilldar húsráð frá
móður minni sem var með stórt
heimili, 6 börn og alltaf fullt hús af
fólki. Síðan hræri ég saman þeytt-
um eggjarauðunum og grjóna-
grautnum. Passa að grauturinn sé
kekkjalaus. Svo blanda ég saman
rjómanum og möndlunum. Að
lokum eru þeyttar eggjahvíturn-
ar settar út í en þá verður graut-
urinn svo loftmikil og góður,“ lýsir
Hekla. Með réttinum hefur hún
ávallt heimagert rifsberjahlaup.
„Amma mín var alltaf með rifs-
berjasósu sem hún gerði með því
að þykkja rifsberjasaft og bróðir
minn gerir það. Danir nota kirsu-
berjasósu.“
Sá hluti grautsins sem reiknað
er með að dugi fyrir alla gestina
er settur í skál og mandlan ofan
í. „Eins og venjan er fær sá sem
gleypir möndluna pakka. Passa
þarf að fela möndluna vel, nema
ætlunin sé að svindla. Við systk-
inin grunuðum mömmu stundum
um að reyna að koma möndlunni
til þeirra sem aldrei höfðu feng-
ið hana með því að skreyta skál-
ina með rauðum rifsberjahlaups-
doppum. Undir einni doppunni
vorum við viss um að hún hafi
falið möndluna. Hún hefur þó aldr-
ei viðurkennt þetta.“
RIs À l’amande úR GRóðRó
Fjölskylda Heklu Arnardóttur fær ekki nóg af hinu árlega Ris à l’amande en það er borðað á aðfangadag, jóladag og
annan í jólum. Uppskriftin er frá ömmu Heklu og er óvenjuleg en í henni eru eggjarauður og stífþeyttar eggjahvítur.
Töfrastund
sem varðveitist
Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður
unga sem aldna, enda ávísun á
upplifun og ævintýri.
Hafðu samband við miðasölu
Þjóðleikhússins í síma 551 1200
eða á leikhusid.is
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
1
-8
5
F
4
1
B
A
1
-8
4
B
8
1
B
A
1
-8
3
7
C
1
B
A
1
-8
2
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K