Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 36
við komin með iPhone í hendurnar. Ég veit ekki hvers vegna við reynum að aðgreina tæknina frá því sem við búum til. Það er eins og að reyna að skera handlegginn af sér. Það er ekki raunsætt að segja að við séum góð og við erum hérna megin en tæknin er vond og köld og er hinum megin. Ég vil búa til brú á milli. Tæknin er hluti af okkur,“ segir Björk og segist hafa þörf fyrir að nota tækni í sköpun sinni. „Já, ég tala bara fyrir mig. En til að vera heiðarleg þá finnst mér ég þurfa að nota tæknina sem við erum að þróa í dag. Við horfum á mynd­ bönd, Netflix, notum síma og erum í sambandi við ástvini okkar. Ég vil ekki sleppa þessum tækniheimi, sem er bara hversdagurinn. Ég vil skapa með honum. Við erum öll tilfinningaverur og þurfum á því að halda að finna því farveg í þessu daglegu lífi. Með þeim tækjum sem við notum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að skrá alla vega hluta af okkar hjartans málum með þessum verkfærum.“ Ábyrgari heimspeki pönksins Hún segir heimspeki pönksins enn þá eiga við. „Þetta var sá jarðvegur sem ég kom úr og snerist mjög mikið um það að reiða sig ekki á aðra. Þessi heimspeki var skýr á Smekkleys­ utímanum og í Sykurmolunum. Að gera sjálf. Að taka ábyrgð. Bíða ekki eftir einhverri þróun heldur hafa áhrif sjálf. Eftir því sem ég eldist þá eflist ábyrgðartilfinningin sem í raun fylgir pönkinu. Ég skil enn betur að maður er sjálfur ábyrgur fyrir því að færa fram í þjóðfélagið það sem maður óskar eftir að verði hluti af því. Ef maður gerir það ekki sjálfur, þá gerir það enginn. Í eldgamla daga þá þýddi þetta það að reiða sig ekki á Skífuna eða Steinar. Ef maður var ekki ánægður með músíkina sem var gefin út, þá gerði maður hana bara sjálfur. Lærdómurinn er sá að það er ekki hægt að benda á neinn og kenna neinum um. Það er bara hægt að skapa nýtt, og það er viðhorf mitt til þeirra verkefna sem ég er að sinna í dag,“ segir Björk og á við framþróun í sýndarveruleika, forritun og tónlist. „Ég vil frekar reyna að vera þátt­ takandi. Prófa mig áfram og spyrja spurninga. Hvað ef? Hvað ef við förum þessa leið?“ Mikil nálægð Á sýningu Bjarkar setja gestir á sig sýndarveruleikagleraugu og heyrnar­ tól og fylgjast með Björk í 360 gráðu sýn ganga á svartri ströndinni við Gróttu í myndbandi við lagið Stone­ milker. Nálægðin er mikil í mynd­ bandinu. Björk dansar í kringum áhorfandann á ströndinni. Lagið fjallar um einhvern sem reynir að fá tilfinningar út úr annarri manneskju. Og lýsir þörf fyrir skýrleika og svör. What is it that I have That makes me feel your pain? Like milking a stone to get you to say it Getur þú sagt nánar frá texta lags­ ins? Og er það rétt að þú hafir í raun samið þetta lag gangandi á strönd? „Ég samdi lagið gangandi á Gróttu þar sem lagið var kvikmyndað. Það er falleg heilun að eftir að hafa ferðast til Ástralíu, Asíu, Ameríku og Evrópu sé lagið komið aftur heim. Það er hægt að sjá ströndina út um gluggann á Hörpunni! Við fengum myndavél lánaða, eina fyrstu 360 gráðu töku­ vélina, og þegar við vorum hér að filma Black Lake var þetta svona skyndiákvörðun sem við Andy tókum kvöldinu áður. Mér finnst upptakan nokkuð fersk þess vegna.“ Í því lagi, Black Lake, sem var samið tveimur mánuðum eftir sam­ bandsslitin, er lýst mikilli reiði. Did I love you too much Devotion bent me broken So I rebelled destroyed the icon Þú hefur sagt að þér fyndist erf­ iðast af öllu að tala um þetta lag. Hvers vegna? „Ég lagði mikla vinnu í textana og mér finnst vera ástæða fyrir því af hverju texta­ eða ljóðformið gerir okkur kleift að tjá hluti sem ekki er hægt í daglegu lífi eða í samræð­ um. Þessi fáu skipti sem maður nær að raða orðunum á réttan hátt nær maður spennu og orku sem flæðir milli línanna og oft liggur það sem hefur mesta meiningu í dvala þar í þögninni. Svo það að útskýra of mikið gæti dregið lífið úr þeirri tjáningu.“ Skapandi ævisaga og farangur Á Vulnicura er einnig að finna lög sem eru samin áður en sambands­ slitin urðu. Eitt fjallar um móður hennar, Hildi Rúnu Hauksdóttur. Björk samdi það eftir erfið veikindi móður sinnar og segir laglínurnar ákveðið uppgjör og sjálfsskoðun. When I’m broken, I am whole And when I’m whole, I’m broken Our mother’s philosophy It feels like quicksand And if she sinks I’m going down with her „Quicksand er eitt elsta lagið á plötunni og er um samband mitt við móður mína og hennar við móður sína. Sem er frekar flókið. Við erum öll með hlaðna sögu. Farangur sem við fáum við fæðingu. Eitthvað sem ég þarf að leysa úr til að létta farangur dóttur minnar. Þetta er keðja, frá móður til móður,“ segir Björk. Sýndarveruleikinn fer beint í heilann. 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r36 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -3 2 0 4 1 B A 1 -3 0 C 8 1 B A 1 -2 F 8 C 1 B A 1 -2 E 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.