Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 146

Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 146
Það er frábært að vinna með strákunum í Ink­law. Þeir eru mega afslappaðir og við tengjumst þar. Ég fékk fullt listrænt frelsi við vinnslu á myndbandinu en mig langaði að ná að framkalla þessa af­ slöppuðu stemningu sem fatamerk­ ið þeirra hefur. Mig langaði líka að einblína á að peysurnar myndu njóta sín með því að persónugera ekki dansarana. Það gerist að sjálf­ sögðu meira og minna í eftirvinnslu myndbandsins. Hörður Ragnars­ son sá um upptöku og eftirvinnslu og á allan heiður af því. Lagið sem Inklaw vildu nota heitir Allt undir með Alexander Jarli, en það er  með drungalega undirtóna og því er svona draugalegur bragur yfir þessu,“ segir Stella Rósenkranz, deildarstjóri og danskennari við Dansstúdíó World Class, spurð út í nýtt myndband sem vakið hefur talsverða athygli á samfélagsmiðl­ um seinustu daga. Dansarar í myndbandinu eru Berg­ dís Rún Jónasdóttir, Eydís Jansen, María Höskuldsdóttir, Rakel Krist­ insdóttir og Stella Rósenkranz sjálf. „Þetta eru allt kennarar og nem­ endur við Dansstúdíó World Class. Eydís og María eru meðlimir í eldri Langaði að framkalla afslappaða stemningu sem Inklaw hefur Dansstúdíó World Class og Inklaw Clothing sameina krafta sína í nýju dansmyndbandi sem vakið hefur talsverða athygli á samfélagsmiðlunum undanfarna daga. Stella Rósenkranz, deildarstjóri Dansstúdíós World Class, hefur nú þegar unnið með Of Monsters and Men, Svölu Björgvins og Emmsjé Gauta, í gerð tónlistarmyndbanda á þessu ári. Brot úr dansmyndbandi Dansstúdíós World Class og Inklaw Clothing. MynD/InklaW Stella Rósenkranz, deildarstjóri Dansstúd- íós World Class, ásamt þeim Eydísi Jansen og Maríu Höskuldsdóttur. MynD/StElla Guðjón Geir Geirsson, Róbert Ómar Elmarsson og anton Birkir Sigfússon hjá Inklaw Clothing. FRéttaBlaðIð/GVa danshóp skólans en þær eru báðar 13 ára og eru saman í dans duo og kalla sig ME Crew. Danshöfundar frá skólanum vinna mikið með íslenskum tónlistarmönnum og fá nemendur skólans því mörg tæki­ færi,“ segir Stella og bætir við að nú í haust hafi þær unnið með til dæmis Of Monsters and Men, Svölu Björg­ vins og Emmsjé Gauta. Strákana í Inklaw Clothing hefur lengi langað að láta reyna á dans­ myndband í kynningu á fatalínu sinni og höfðu þeir því samband við Stellu fyrir nokkrum mánuðum. „Við erum rosalega ánægðir með afraksturinn af samstarfi við Dans­ stúdíó World Class. Við vissum að þau gætu leyst þetta vel. Stella tók svo alfarið við keflinu og á í rauninni allan heiður af gerð myndbandsins,“ segir Anton Sigfússon, spurður út í dansmyndbandið sem sýnir nýjustu línu Inklaw Clothing. Nýjasta línan er eins konar tilraun strákanna til að fylgja óskrifuðum reglum tískuheimsins um útgáfu á árstíðabundnum fatalínum. „Við höfum hingað til ekki verið að fylgja þeim reglum heldur hefur fyrirkomulagið fremur verið þann­ ig að við markaðssetjum línur þegar okkur hentar og hafa þær þá verið fleiri og smærri. Þetta er sem sagt haust­ og vetrarlínan okkar. Fyrsti hluti hennar var settur á markað í byrjun september, annar hluti í nóv­ ember og svo verður þriðji og síðasti hlutinn settur í sölu eftir áramót. Af því sem þegar hefur verið markaðs­ sett eru ellefu gerðir af jökkum, sex peysur, sex bolir og þrjár buxur,“ segir Anton Sigfússon, spurður út í nýjustu tískulínu Inklaw Clothing sem slegið hefur í gegn á síðustu mánuðum. Frá því að strákarnir í Inklaw Clothing hófu starfsemi sína árið 2013 hafa þeir verið að gera það ansi gott, og meðal annars fært út kvíarnar í byrjun þessa árs með hjálp Olivers Luckett, þekkts sam­ félagsmiðlasnillings. Fjölmargar stórstjörnur hafa klæðst hönnun frá þeim sem vakið hefur talsverða athygli vestanhafs. „Jú, það kemur alltaf reglulega fyrir. Það er samt ekki alltaf sem maður finnur í kjölfarið myndir af viðkomandi í fötunum. Það getur verið algjör frumskógur að skoða allar myndirnar sem teknar eru af sumum af þessum einstaklingum og það þarf svo ekki að vera að við­ komandi hafi verið í fötunum að viðstöddum myndavélum. Þessi leit ber hins vegar stundum árangur og er það þá stór bónus,“ útskýrir Anton. Strákarnir setja markið hátt fyrir árið 2017 og ætla meðal annars að reyna komast að í verslunum erlendis. Aðspurðir hvort stórir samningar séu í höfn segir Anton að erfitt sé að svara þeirri spurningu að svo stöddu, þar sem allt slíkt sé enn á viðkvæmu stigi. gudrunjona@frettabladid.is Þetta eru aLLt kennarar og nemenDur vIð DansstúDíó WorLD CLass. Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrunjona@frettabladid.is 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r90 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -3 B E 4 1 B A 1 -3 A A 8 1 B A 1 -3 9 6 C 1 B A 1 -3 8 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.