Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 14
Viðtal 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 heilmikil undirbúningsvinna sem á sér stað hérna heima,“ segir hann. Safnað var saman þúsundum ljós- mynda frá Everest sem notaðar voru til að búa til þrívíddarmynd af fjallinu í tölvu. „Við erum með hugbúnað sem vinnur þannig að ef þú ert með margar ljósmyndir af sama hlut frá mörgum vinklum þá getur hann ímyndað sér hvernig yfirborðið er í laginu,“ segir hann. Þrívídd fyrir upplifunina Ég spyr hvers vegna kvikmyndin sé í þrívídd. „Baltasar var mjög hrifinn af hugmyndinni og ég held það sé alveg hárrétt nálgun. Ég er í rauninni ekki talsmaður þrívídd- arbíós yfir höfuð en í örfáum til- vikum finnst mér vera góð ástæða fyrir því og að það bæti einhverju verulegu við upplifunina,“ segir hann og telur þessa mynd tilvalda sem þrívíddarmynd. „Tilgangur myndarinnar var að segja þessa sögu en nálgunin var upplifunin. Að fólkið myndi finna fyrir því að vera þarna, myndi átta sig á stærðinni á fjallinu og umhverfinu. Þegar við Balti vorum þarna fljúg- andi um Everest í þyrlu sat það í okkur og við hugsuðum, Jesús, hvað þetta er stórt! Maður sér það ekki á ljósmyndum hvað þetta er stórt,“ segir hann en því vildu þeir miðla til áhorfandans og hentaði þá þrívíddin vel. Náladofi í fingurna Hann segir að ferðalög þangað hafi verið mikla upplifun en þangað fór hann að afla gagna og átta sig á aðstæðum. Myndin sjálf var svo að mestu tekin upp í ítölsku ölpunum. Senurnar í Katmandú eru þó tekn- ar þar og senurnar þegar gengið er í átt að grunnbúðum eru einnig teknar í Nepal. „Þegar ég flaug þarna upp í þyrlu gat ég bara ver- ið í grunnbúðunum í hálftíma en þær eru í 5.400 hæð. Ég var farinn að fá náladofa í fingurna og sjá stjörnur og þá þurfti að drífa sig til baka áður en við fengjum há- fjallaveiki,“ segir hann. Næsta verkefni erfiðast Daði er sáttur við útkomuna á Everest. „Ég er alveg gríðarlega þakklátur að viðtökurnar séu svona góðar og höfum við fengið alveg lygilegt hrós,“ segir hann. Ég spyr hvort sé hægt að toppa Everest. „Já, já, það er alltaf ný og ný áskorun. Næsta verkefni er alltaf erfiðasta verkefnið. Nú er þetta búið og erum við aðeins að fylgja þessu eftir með því að svipta hul- inni af því sem við gerðum,“ segir hann en þau vinna að fimm mín- útna myndbandi sem mun afhjúpa tölvuvinnuna við Everest. Nú vinnur hann að sjónvarpsþátt- unum Trapped, eða Ófærð, og ým- islegt annað er í deiglunni sem hann segir of snemmt að segja frá. „Við erum að lesa í gegnum handrit og erum aftur komin á það stig að brjóta niður og finna verð. Það er stór ákvörðun að skella sér á eina bíómynd. Þú sérð að það getur tekið á bilinu 1-3 ár í vinnu,“ segir hann. Magnað í Feneyjum Þegar kom að frumsýningu á Eve- rest var Daði búinn að sjá hana nokkrum sinnum áður í heild sinni en myndin var opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir skömmu. „Það er allt öðruvísi þegar maður mætir og það er kom- in tónlist og fólk en við höfðum gott tækifæri því við prófuðum hana áður með áhorfendum. Það voru 2-3 svoleiðis tækifæri. Við Balti lágum yfir þessu við öll tæki- færi fram að frumsýningu,“ segir hann. Daði segir að ferðin til Fen- eyja hafi verið stórkostleg. „Það var alveg ótrúlegt þarna í Fen- eyjum, að fara þangað og sjá myndina í þessum sal og sjá fólk standa upp og klappa. Það var al- veg magnað. Þá fór maður að hugsa til baka og þakka fyrir stöð- una sem maður var í,“ segir hann. Verður ekki moldríkur Daði hefur ekki setið auðum hönd- um síðustu árin en hann hefur unnið við gerð margra annarra stórmynda. „Það eru kannski ekki margir sem átta sig á því að það er búið að gera tæknibrellur fyrir 17 Hollywood myndir hér á Íslandi,“ en Daði segir samkeppnina vera mikla. RVX er með umboðsmann í Los Angeles sem kynnir þau úti í hinum stóra kvikmyndaheimi. Þannig geta borist tilboð víða að en það eru einungis 40 manns að staðaldri sem vinna hjá RVX. Ég spyr hvort hann verði mold- ríkur af vinnu sinni við Everest. „Nei, nei,“ segir hann og hlær. „Við fáum greitt fyrir okkar vinnu en svo fáum við mikið hrós fyrir okkar hlut og vonandi man fólk eftir því.“ Dreymir ekki Óskarinn Ég spyr hvort hann sjái Óskarinn uppi í hillu hjá sér í framtíðinni. „Nei, nei, en bara það að þetta er komið í umræðuna þá upplifi ég það að okkur tókst vel upp og það er í raun bara besta staðan,“ segir hann hógvær og segir sig ekki dreyma um þessi eftirsóttu verð- laun. „Ég bara hugsa sem minnst um það. Það er ótrúlegt hrós þegar maður heyrir að við erum nefnd sem kannski ein af tíu sem koma til greina og er það gríðarlegt klapp á bakið fyrir verkið.“ Daði bar ábyrgð á öllum tæknibrell- um í myndinni Everest. Myndin er að miklu leyti unnin í tölvu og mátti ekk- ert klikka. „Ef það hefði ekki skilað sér væri myndin ónýt,“ segir Daði. Í mynd Baltarsars 2 Guns með Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðal- hlutverkum er fjöldinn allur af atriðum unnin í tölvum og stýrði Daði þeirri vinnu. Leikarar voru aldrei í hættu því sprengingar voru allar tölvugerðar. Óskarsverðlaunamyndin Gravity með Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum er nánast öll tölvugerð. Daði sat í herbergi í sex mánuði með leikstjóranum Alfonso Cuarón við að stýra öllum myndavélahreyfingum. The Golden Compass er 250 milljón dollara mynd og stútfull af tæknibrellum sem Daði hafði yfirumsjón með. * Það þarf aðrífa verkefniðúr höndunum á mér til að setja það á tjaldið. Maður er að vinna við það dags daglega að stíga til baka og skoða skotin og leita að tækifær- um til að betrum- bæta. Og stundum er erfitt að sleppa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.