Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
Heilsa og hreyfing
Af 208 milljónum þungana á ári í heiminum er 41% ekki planað.
Af þessum ótímabæruþungunum endar helmingur í fóstureyðingu.
16 milljónir stúlkna á aldrinum 16-19 ára fæða börn árlega í heiminum.
Aðalorsök dauða ungra kvenna á aldrinum 16-19 ára í heiminum er fæðingar-
erfiðleikar.
Ein milljón stúlkna undir 15 ára eignast börn á ári hverju.
33 milljónir þungana eru vegna þess að getnaðarvarnir voru ekki notaðar rétt.
Kynfræðsla er skylda í einungis 50% af skólum í löndum EU og er kennslan í þeim efn-
um oft ekki fullnægjandi.
Getnaðarvarnir koma í veg fyrir 188 milljónir óvelkomnar þunganir árlega sem skilar
sér í 112 milljónum færri fóstureyðingum, 1,1 milljón færri ungbarnadauðsföllum og
150.000 færri dauðsföllum kvenna vegna barnsburðar.
Meir en helmingur allra kvenna á barneignaaldri í vanþróuðu ríkjum heims, eða 867
milljónir kvenna, vilja koma í veg fyrir þungun.
Áhrif af óvelkomnum þungunum er stórt vandamál á heimsvísu og mjög kostnaðar-
samt fyrir heilbrigðis- og félagskerfi landa.
Talið er að með aukinni menntun um getnaðarvarnir myndu þjóðir heimsins spara
peninga og bjarga mannslífum.
FRÆÐSLA BJARGAR MANNSLÍFUM OG SPARAR PENINGA
52 milljónir fóstureyðinga
M
jög brýnt þykir að fræða ung-
menni um heim allan um hvaða
kostir eru í boði því talið er að
41% af öllum þungunum í heim-
inum sé ekki planað. Af þeim endar helm-
ingur í fóstureyðingu. Oft eru það ungar
stúlkur sem ekki hafa aðgang að getnaðar-
vörnum eða hafa ekki fengið viðunandi
fræðlsu um kynlíf og getnaðarvarnir sem
verða óléttar og hefur það víðtæk áhrif á líf
þeirra.
Samfélagsmiðlar notaðir
Nýlega var haldinn blaðamannafundur í höf-
uðstöðvum fyrirtækisins Bayer í Turku í
Finnlandi þar sem kynntir voru fyrir blaða-
mönnum nýir kostir í getnaðarvörnum
kvenna. Einnig var sagt frá herferð sem
Bayer hefur farið af stað með fyrir unga
fólkið til að mennta það um þessi mál undir
slagorðinu „Þitt líf - þín framtíð“ (It’s your
life - your future). Til þess að nálgast
þennan aldurshóp hafa þau ákveðið að ná
til ungmenna með því að tengja saman ung-
mennin undir #AFriendofMine og geta þau
skipst á spurningum þar án þess að geta
nafns. Hægt er að nota þetta „hashtag“-
-merki til að búa til YouTube-myndbönd
eða nota á samfélagsmiðlum og eru ung-
menni hvött til að búa til sitt eigið efni.
Þannig er vonast til að umræða skapist á
netinu sem nær til krakka og ungmenna á
þeirra eigin forsendum. Upplýsingar um
kynlíf og getnaðarvarnir ættu því að ná til
fjölda ungmenna um allan heim ef vel tekst
til.
Ranghugmyndir um lykkjuna
Margar ranghugmyndir og mýtur eru á
sveimi í sambandi við þungun og getnaðar-
varnir. Bayer gerði könnun árið 2015 sem
náði til tæplega sex þúsund kvenna í Kan-
ada og Evrópu á aldrinum 20-29 ára. Þeir
komust að því að 10% kvenna trúa því að
þær verði ekki þungaðar meðan á blæð-
ingum stendur. 53% kvenna vita ekki hvar
G-blettinn er að finna og 31% taldi að kon-
ur sem ekki ættu börn gætu ekki verið á
lykkjunni, en það virðist vera útbreiddur
misskilningur.
Hjá þessum aldurshópi er algengasta
getnaðarvörnin P-pillan en hana nota 43%
kvenna en næst kemur smokkurinn hjá
31%. Þrátt fyrir að lykkjan sé ein áhrifa-
mesta og öruggasta getnaðarvörnin sem til
er höfðu 33% kvenna ekki heyrt talað um
lykkjuna og 43% töldu sig ekki geta notað
hana vegna mýtunnar um að þær henti
ekki barnlausum konum. Aðrar rang-
hugmyndir voru áberandi hjá þessum ald-
urshópi. 25% töldu að lykkjan myndi hafa
áhrif á getu þeirra síðar til að verða þung-
aðar og 17% töldu að sársauki fylgdi ísetn-
ingu. Einnig töldu 17% að þær myndu
breytast í vextinum við notkun lykkjunnar.
Þarf ekki að muna eftir pillu
Langtímagetnaðarvarnir eru þær sem not-
aðar eru til að koma í veg fyrir þungun í
eitt ár eða lengur. Gamla góða kopar-
lykkjan er enn notuð en vinsælli er í dag
hin svokallaða hormónalykkja en einnig er
hægt að láta setja hormónastaf undir húð á
handlegg og virkar hann svipað og
hormónalykkjan. Þessar vörur eru hannaðar
til að virka í 3, 5 eða 10 ár eftir afurð.
Alltaf er hægt að fjarlægja lykkju eða staf
og verður konan strax frjó. Helsti kosturinn
við þessar langtímagetnaðarvarnir er að
ekki þarf að muna eftir því að taka pillu
daglega. Einnig er þessi tegund getnaðar-
varna mun ódýrari en aðrar getnaðarvarnir
því aðeins þarf að greiða í upphafi og dug-
ar hún síðan í 5-10 ár. Þrátt fyrir að kostn-
aður sé meiri í upphafi eru langtímagetn-
aðarvarnir mun ódýrari þegar uppi er
staðið.
Hentar vel konum sem
ekki eiga börn
Hormónalykkjan er úr mjúku plasti en hún
er lítil og T-laga og passar fullkomlega inn
í legið. Hún gefur frá sér staðbundin horm-
ón í mjög smáum skömmtum og dugar í
3-5 ár eftir tegund. Minni tegundin dugar í
3 ár og er gjarnan notuð fyrir ungar konur
allt niður í 14 ára og hentar hún mjög vel
fyrir konur sem ekki hafa átt börn. Þær
eru 99,8% öruggar og teljast því það örugg-
asta á markaðnum. Lykkjan hefur engin
áhrif á kynlíf og flestar konur hætta á
blæðingum eða þær minnka til muna. Það
er öfugt við koparlykkjuna en hún eykur
oft blæðingar kvenna.
Fyrir ungar konur sem eru að íhuga sína
fyrstu getnaðarvörn eða vilja skipta yfir í
smálykkjuna svokölluðu þá hentar hún sér-
lega vel fyrir þær sem vilja minnsta mögu-
lega hormónaskammt, óska eftir öruggari
getnaðarvörn á milli barneigna og vilja
minni eða engar blæðingar. Þessi lykkja
inniheldur ekki estrógen og því ekki með
aukaverkanir sem því getur fylgt.
Ef bornar eru saman getnaðarvarnirnar
hormónalykkjan, smokkurinn og pillan má
sjá að aðeins 0,2% kvenna sem notuðu
lykkjuna urðu óléttar á móti 9% þeirra sem
notuðu pilluna og 18% þeirra sem reiddu
sig á smokkinn.
Fóstureyðingar ekki góður kostur
Á Íslandi hefur fjöldi fóstureyðinga haldist
nokkuð jafn síðan árið 1996 eða í kringum
tæplega þúsund á ári samkvæmt tölum frá
landlæknisembætti. 18% allra þungana hér
á landi enda í fóstureyðingu. Þessar tölur
mætti lækka með aukinni þekkingu og
meira öryggi í getnaðarvörnum. Færri
ótímabærar þunganir myndu spara þjóð-
félaginu mikla fjármuni auk þess sem
ótímabær þungun hefur gríðarleg áhrif á
framtíð ungra kvenna og barna þeirra.
SMÁLYKKJA GÓÐ GETNAÐARVÖRN
Lykkjan líka fyrir ungar konur
Læknar geta ráðlegt konum hvaða getnaðarvörn hentar best hverju sinni. Margar konur kjósa að nota lykkjuna á milli barneigna.
Getty Images/iStockphoto
* Þrátt fyrir að lykkjan sé ein áhrifamesta ogöruggasta getnaðarvörnin sem til er höfðu 33%kvenna ekki heyrt talað um lykkjuna og 43% töldu sig
ekki geta notað hana vegna mýtunnar um að þær
henti ekki barnlausum konum.
VANDA ÞARF VALIÐ ÞEGAR KEMUR
AÐ GETNAÐARVÖRNUM KVENNA.
MARGT ER Í BOÐI OG MISJAFNT
HVAÐ HENTAR HVERRI KONU.
LYKKJAN HEFUR VERIÐ TALIN
HENTA ELDRI KONUM SEM HAFA
EIGNAST BÖRN EN ÞYKIR GÓÐUR
KOSTUR FYRIR ÞÆR YNGRI LÍKA.
SMÁLYKKJAN ER 99,8 % ÖRUGG OG
HENTAR VEL UNGUM KONUM OG
ENDIST Í ÞRJÚ ÁR.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Lykkjan hentar öllum konum á öllum aldri.
Getty Images/iStockphoto
Að borða trefjar á morgnana hjálpar til við að sleppa við hungurtilfinninguna sem herjar oft á
seinni part dags þegar sykurþörfin segir til sín. Að borða snemma dags hjálpar líka brennsl-
unni yfir daginn. Gott er að byrja daginn á hafragraut með rúsínum og hnetum og hlaða þann-
ig batteríin fyrir daginn. Þeir sem borða morgunmat eru grennri en hinir sem sleppa honum.
Ekki sleppa morgunmat