Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 17
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Það er um að gera að reima á sig gönguskóna eða fara í stígvélin og skella sér í gönguferð til að virða fyrir sér haustlitina um helgina. Laufin á trjánum eru byrj- uð að gulna og roðna og því kjörið að heimsækja skógivaxið útivistarsvæði á borð við Heiðmörk eða Rauðavatn eða annað svæði í nágrenni þínu. Gönguferð í haustlitunum * Lestur er fyrir hugann það semhreyfing er fyrir líkamann. Richard Steele S ænsk rannsókn á fimm milljón manns virðist styðja þá kenningu að það séu tengsl milli hæðar og hættu á að fá krabbamein. Rannsókn vís- indamannanna frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi leiddi í ljós að hávaxnir ættu það frekar á hættu að fá meðal annars brjósta- krabbamein og húðkrabbamein. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fyrir hverja tíu sentimetra af hæð fullvaxta manneskju jókst áhættan á krabbameini um 18% hjá konum og 11% hjá karlmönnum. Sérfræð- ingar segja þó að ekki sé tekið til- lit til margra annarra áhættuþátta og því þurfi hávaxið fólk ekki að örvænta. Fylgst var með stórum hópi full- orðinna Svía í meira en 50 ár. Þátttakendur voru fæddir á ár- unum 1938-1991 og var hæð þeirra á milli 98 og 228 cm. Hávaxnar konur voru 20% lík- legri til að þróa með sér brjósta- krabbamein og hávaxnari karlar og konur 30% líklegri til að fá húð- krabbamein. „Ástæður krabbameins eru margþættar og því er erfitt að segja fyrir um hvaða áhrif niður- stöðurnar hafa á krabbameinslíkur hjá einstaklingum,“ sagði Emelie Benyi, sem stjórnaði rannsókninni. Meiri húð og fleiri frumur Eitt af því sem getur valdið þessu er að hávaxið fólk er hreinlega með fleiri frumur í líkamanum út af stærð sinni og þar af leiðandi auknar líkur á að ein þeirra breyti sér í krabbameinsfrumu. „Líkur á húðkrabbameini geta líka aukist með stærra svæði, meiri húð, sem tengist hæð,“ hefur BBC eftir prófessor Dorothy Bennett frá University of London. Sarah Williams, hjá krabba- meinssamtökum í Bretlandi, benti á að rannsóknin tæki ekki tillit til annarra þátta eins og reykinga eða hvort konur færu í brjóstaskoðun eða ekki. „Alveg sama hver hæð þín er þá geturðu gert ýmislegt til að minna líkurnar á krabbameini. Ekki reykja, minnkaðu áfengis- drykkju, borðaðu hollt, hreyfðu þig, vertu í kjörþyngd og njóttu sólar á öruggan hátt,“ bætti hún við. Hávaxnar konur voru 20% líklegri til að þróa með sér brjóstakrabbamein og hávaxnari karlar og konur 30% líklegri til að fá húðkrabbamein. Getty Images/iStockphoto NÝ RANNSÓKN KAROLINSKA SJÚKRAHÚSSINS Hávaxnir í meiri hættu á að fá krabbamein Sykurmagn í vinsælum gosdrykkjumgetur verið mjög mismunandi eftirlöndum. Tegundir á borð við Coca- Cola og Sprite voru á meðal þess sem kannaðar voru en munað gat allt að sjö teskeiðum af sykri í dós. Dós af Coca-Cola í Taílandi inni- hélt hálfri teskeið minna af sykri en í Bretlandi. Sprite í Austurríki og Pól- landi innihélt minni sykur en bresk útgáfa drykkjarins og má sama segja um 7Up í Bandaríkjunum og Dr. Pepper í Þýskalandi. Mesta magn sykurs var í Sprite í Taílandi, 12 teskeiðar í einni dós. Mesti munurinn á sama drykknum var í Schweppes-tóniki en magnið var 45 g í 330 ml dós í Bandaríkj- unum en 16 g í Argentínu. Góðgerðarsamtökin Action on Sugar í Bretlandi stóðu fyrir rann- sókninni sem tók til 274 sætra gos- drykkja sem framleiddir eru víðs vegar um heiminn. Samtökin vilja að framleiðendur setji sér alþjóðlegt takmark um að minnka sykur í gos- drykkjum. Sykurmagn mismun- andi eftir löndum Mesti sykurinn var í Sprite í Taílandi, 12 teskeiðar í einni dós. Sumir láta sér ekki nægja að vita af tengslum reykinga við krabba- mein og finnst það ekki næg hvatn- ing til að hætta, ekki síst ungu fólki. Þetta sama fólk tekur ef til vill nær sér að reykingar eru mjög slæmar fyrir húðina. Já, það þarf ekki mörg ár þangað til það sést utan á þér að þú reykir. Telegraph fékk Bresku húðsam- tökin til að telja upp nokkra ókosti þess að reykja fyrir húðina. „Húðin, rétt eins og önnur líffæri í líkamanum getur skemmst vegna reykinga. Ef þú vilt eldast vel og koma í veg fyrir að ýmis húðvanda- mál verði verri, er best að reykja ekki. Ef þú reykir, íhugaðu vand- lega að hætta ef þú vilt að húð þín líti út fyrir að vera heilbrigð og sé í góðu standi,“ sagði húðlæknirinn Anjali Mahto, talsmaður samtak- anna. Hún útskýrir að reykingar flýti fyrir öldrun húðarinnar með því að framleiða ensím og minnka súrefni sem hvorttveggja minnkar teygjan- leika húðarinnar. Margar hrukkur í kringum munn eru þekkt einkenni reykingafólks. Til viðbótar geta reykingar vald- ið því að sár séu lengur að gróa, svo eitthvað sé nefnt. Reykingar hafa áhrif á húðina eins og önnur líffæri. AFP Reykingar eru slæmar fyrir húðina Þann 22. október drögum við út heppinn áskrifanda sem hlýtur að gjöf sjálfskiptan Suzuki Vitara GLX sportjeppa að verðmæti 5.440.000 kr. í áskriftarleik Morgunblaðsins. mbl.is/askriftarleikur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.