Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 18
H jólreiðamenn athugið, sérstaklega hjólandi áhugamenn um mynd- list á leið til Eindho- ven í Hollandi! Nú er hægt að beita hjólstigna fáknum á einn kílómetra myndlistar; túlkun ungs hollensks listamanns á Stjörnu- nótt (The Starry Night), snilld- arverki meistara Vincents Van Goghs. Van Gogh dvaldi eitt ár, af fúsum og frjálsum vilja, á geð- veikrahæli í bænum Saint- -Rémy-de-Provence í Suður- Frakklandi og gerði útsýnið úr austurherbergi íbúðar sinnar ódauðlegt. Fullyrt er að hann hafi málað myndina 16. til 18. júní 1889. Tveimur mánuðum eftir útskrift af hælinu stytti málarinn sér reyndar aldur en það er auka- atriði í þessari umfjöllun. Daan Roosegaarde, listamað- urinn ungi, vill með þessum hætti heiðra minningu landa síns og starfsbróður. Þeir sem hjóla spölinn verða að sjálfsögðu að meta hvort það hafi tekist vel en upplýst leiðin virkar óneitanlega stórbrotin á ljósmyndum. Hleypt var inn á listaverkið á síðasta ári og eftir því sem fréttir herma er staðurinn vinsæll meðal hjólreiða- manna. Vígsla þessa magnaða hjólreiða- stígs markaði í raun upphaf sér- staks Van Goghs-árs, en í ár eru liðin 125 ár frá því skáldið hvarf úr heimi hér og hélt með pensil- inn og trönurnar til himna. Hald- ið er upp á tímamótin með margvíslegum hætti í Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Í hjólför meistarans: Stígurinn í Eindhoven þar sem hægt er að hjóla og hugleiða Van Gogh um leið. EINSTÖK HJÓLALEIÐ Hjólað í pensilför Van Goghs UNGUR HOLLENSKUR MYNDLISTARMAÐUR HEIÐRAR MINNINGU LANDA SÍNS, MEISTARA VAN GOGHS, MEÐ ÓVENJULEGUM EN SKEMMTILEGUM HÆTTI. Stjörnunótt (The Starry night) sem Van Gogh er sagður hafa málað í júní 1889. Ferðalög og flakk *Flugvöllurinn í Newcastle hefur verið valinnbestur þeirra stóru á Bretlandi, þriðja árið íröð af tímaritinu Which? Travel. Blaðið kann-aði hug farþega sem voru beðnir um að metaýmsa þætti. Alls voru rúmlega 11 þúsundspurðir. Fjórar milljónir fara um völlinn í New-castle og voru 77% ánægð. Flugstöð númer 5 á Heathrow varð í öðru sæti, Stanstead- og Lu- ton-völlur í London þóttu lakastir. Newcastle-flugvöllur sá besti Talsvert ónæði getur skapast af því þegar ferðatöskur eru dregnar um stræti, sérstaklega ef hópar fólks ganga um á öllum tímum sólar- hrings með háværar töskur. Í Feneyjum var um það rætt á síðasta ári að hreinlega banna töskur með hörðum dekkjum sem valda mestum hávaða og leyfa aðeins töskur með loftfylltum dekkjum eða dekkjum úr mjúku gúmmíi eða plasti. Ekki varð þó úr að þetta yrði bannað, en borgaryfirvöld þar hafa þó vakið máls á þessum vanda. Hljóðmengun vegna rúllandi farangurs er líklega óvíða meiri en í Feneyjum enda talið að 60 þúsund manns sæki borgina heim á hverj- um degi. Sífelldur niður sem fylgir ferðamönnum með töskur á leið til og frá hótelum veldur íbúum borgarinnar hugarangri og raskar jafnvel svefni. Borgaryfirvöld hafa einnig af því töluverðar áhyggjur að töskurnar eyðileggi marmaratröppur, gamla steinlagða stíga og göngubrýr í gamla borgarhlutanum. Borgarstjórinn í Berlín hefur einnig lýst áhyggjum sínum í þýskum fjölmiðlum af hljóðmengun vegna háværra ferðatöskuhjóla í borginni. Berlín er þó aðeins hálfdrættingur á við Feneyjar í ferðamannafjölda en um 11 milljónir ferðamanna koma til Berlínar ár hvert á móti 22 milljónum sem heimsækja Feneyjar. FENEYJAR OG BERLÍN Háværar ferðatöskur óvinsælar Ferðatöskur með mjúkum, loftfylltum gúmmídekkjum gætu orðið allsráðandi í framtíðinni enda finna fjölmennir ferða- mannastaðir æ meira fyrir hávaða. Morgunblaðið/Eggert GOLF Á KANARÍ 16.FEB. – 1 MARS. 2016 Skemmtileg golfferð með hinum vinsæla Sr. Hjálmari Jónssyni. Spilað er á Meloneras og Maspalomas golf- völlunum. Gist á IFA Buenaventura á ensku ströndinni. 336.500 KR. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ 14 NÆTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.