Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 Ferðalög og flakk M exíkóbúar segjast búa í miðju heimsins, og benda á að landið sé þannig staðsett að nokkurn veginn jafnlangt er til allra heimshluta. Þrátt fyrir þetta virðist Mexíkó vera ögn utan alfaraleiðar, í það minnsta fyrir íslenska ferða- menn, og er það miður því Mexíkó er mergjað land sem býr að heillandi menningu og hlýlegu fólki. Mexíkóborg ein og sér er vel þess virði að leggja á sig langt ferða- lagið. Þessi risastóra milljónaborg, sem situr í rösklega 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli, er sannkölluð menningarborg þar sem má gæla við öll skilningarvitin. Ekki bara kaktusar og bandítar Í kvikmyndunum og fréttum er oft dregin upp frekar drungaleg mynd af Mexíkó og mætti halda að þar sé lítið annað að finna en eymd og glæpi. En það er helst í suður- og norðurhluta landsins að glæponarnir eru að gera óskunda. Mexíkóborg, sem er í landinu miðju, er í dag jafn örugg og friðsöm og aðrar stórborgir og svo lengi sem ferðalangar sýna hæfilega aðgát þurfa þeir ekkert að óttast. Á nokkrum dögum má sjá það helsta, og þó að borgin sé mikið flæmi þá eru helstu viðkomustaðir ferðamanna á frekar litlu svæði. Upplagt er að byrja heimsóknina á Zócalo, miðbæjartorginu stóra í elsta og mest sjarmerandi hluta borgarinnar. Alltaf er eitthvað um að vera á torginu, og með heppni má þar finna særingamenn sem dansa í fullum skrúða og galdra burtu ógæfu og vesen fyrir nokkra pesósa. Við einn enda torgsins er dómkirkjan, heillandi mannvirki þar sem evrópski kirkjubyggingastíllinn blandast mexíkóskum áhrifum. Mexíkó- arnir eru bæði rammkaþólskir en líka miklir lífsnautnamenn svo alltaf er fólk í kirkjunni, tilbúið að fara með nokkrar Maríubænir fyrir uppátækin síðast þegar ástríðurnar náðu yfirhöndinni. Seint á 8. áratugnum gerðist það að menn sem voru að leggja raf- magnsleiðslur norðaustur af Zocalo grófu sig niður á rústir, sem reyndust vera leifar Tenochtitlan-píramídans. Í framhaldinu var allt svæðið grafið upp og er nú stórt opið safn sem vel er vert að skoða. Gott er að gefa sér tíma til að rölta um gamla miðbæinn í róleg- heitum, kaupa nokkra minjagripi og njóta götulífsins. Mörgum finnst það setja punktinn yfir i-ið að kíkja á Gran Hotel, við suð-vesturenda Zocalo, og tylla sér á verönd veitingastaðarins á efstu hæð hótelsins. Þaðan er óviðjafnanlegt útsýni yfir torgið og gott að slaka á í smá lúxus. Frá Zócalo, eftir að hafa skoðað dómkirkjuna og Tenochtitlan-safnið, er best að þræða göturnar í vesturátt, að óperuhúsi borgarinnar, Palacio de Bellas Artes. Er ógalið að kaupa miða á óperuuppfærslu og enda daginn á að sjá hvernig Mexíkóarnir túlka Puccini eða Moz- art. Söfn og hallir Vestar í borginni er þjóðminjasasfnið, Museo Nacional de Antropologia við breiðstrætið Reforma. Safnið skartar einstökum fornminjum um merkilega sögu þjóðarinnar og viðkomustaður sem ekki má sleppa. Þaðan er svo stutt að fara yfir til Castillo de Chapultepec, sem stendur á lítilli hæð umkringdur stórum og fallegum almenningsgarði. Þessi 230 ára gamli kastali hefur gegnt ýmsum hlutverkum, s.s. sem keisarahöll Maximillians I, sem stjörnuskoðunarstöð og hermannaskóli. Til norðvesturs er eitt nýjasta safn borgarinnar, Soumaya-safnið. Byggingin sjálf er fallegt dæmi um nútíma arkitektúr, en safnið var byggt af auðjöfrinum Carlos Slim, einum af ríkustu mönnum heims, til minningar um konu sína Soumaya Domit sem lést árið 1999. Safn- kosturinn þykir vera á heimsklassa með ógrynni af verkum eftir flesta merkustu listamenn sögunnar. Frida og Trotsky Síðan þarf að taka frá eins og einn dag til að skoða þrjú merkileg hús í suðurhluta borgarinnar. Fyrir það fyrsta er Caza Azul, Bláa húsið, þar sem Frida Kahlo bjó. Þar er í dag safn um líf og list listakonunnar og gaman að sjá hvernig hún bjó. Ekki langt þar frá er Anahuacalli-safnið, sem eiginmaður Frídu, Diego Rivera, lét byggja en var ekki klárað fyrr en að listamanninum látnum. Í safninu eru mexíkóskir menningargripir sem og sýning til- einkuð Rivera. Leon Trotsky-safnið er á svipuðum slóðum. Safnið er í húsi þar sem marxíski byltingarsinninn bjó í útlegð eftir að hafa lent í ónáð hjá Stalín. Eins og frægt er var Trotsky ráðinn bani á þessum stað af útsendara Stalíns sem beitti ísexi til verksins. LITRÍK SAGA Í FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Galdrar Mexíkóborgar HÖFUÐBORG MEXÍKÓ ER MIKIL MENNINGARBORG, FULL AF EINSTÖKUM SÖFNUM OG MEÐ GÖTUR SEM IÐA AF LÍFI OG GLEÐI. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ef þess er nokkur kostur ættu ferðalangar að tímasetja heimsókn- ina til Mexíkó þannig að þeir geti upplifað Día de los Muertos. Þessi merkilega hátíð blandar saman asteskum og kristnum hefð- um og lendir á sömu dögum og kaþólska kirkjan heldur allraheil- agramessu, í lok október eða byrjun nóvember. Íslendingum gæti þótt undarlegt, við fyrstu sýn, að sjá með hve mikilum galsa og gleði Mexíkóarnir minnast þess hvað lífið er hverfult. En við nánari skoðun kemur í ljós að hátíðin snýst ekki um að fagna dauðanum, heldur gleðjast fyrir lífinu – á meðan það endist. Verslanir fyllast af hauskúpusælgæti og heimili eru skreytt með styttum og skrauti sem minnir á dauðann. Börnin fara í grímubún- inga og unglingarnir hafa það fyrir sið að mála á sig hauskúpugrím- ur og skemmta sér á torgum og skemmtistöðum. Merkilegast af öllu er að fylgjast með mannlífinu i kirkjugörð- unum. Þar hópast stórfjölskyldurnar saman og halda veislu ofan á gröfum látinna ættingja. Heimalöguðum mat af bestu sort er raðað á legsteininn og tekílað teigað. Maríachi-bönd eru á ferðinni og syngja og spila líflega tónlist yfir matnum, gegn hóflegri þóknun. HÁTÍÐ TIL HEIÐURS ÞEIM LÁTNU Dia de los Muertos er hátíð sem gæti komið Íslendingum spánskt fyrir sjónir. Ljósmynd / Wikipedia - Tomascastelazo (CC) Flugleitarvélarnar mæla með því að fara með Icelandair til New York eða Toronto og áfram suður til Mexíkóborgar með Aeromexico eða Delta. Má þó reikna með góðum tengingum til Mexíkóborgar frá flestum áfangastöðum Icelandair og WOW Air á austurströnd Bandaríkjanna. Upplagt væri, og ætti ekki að bæta miklum kostnaði við ferða- lagið, að lengja ferðina í annan endann með því t.d. að taka nokkurra daga stopp í New York, Boston eða Orlando. HVERNIG KEMSTU TIL MEXÍKÓ?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.