Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 26
Morgunblaðið/Eggert „Margir gleyma því að hollustan hefst raun- verulega heima,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir. S igrún Þorsteinsdóttir, jafnan kennd við matar- blogg sitt Café Sigrún, segir chilipottréttinn sem hún hefur uppskrift að vera einkar bragðgóðan, mildan og drjúgan en sjálf gerir hún yfirleitt stóran skammt af honum og á í allavega tvo daga eða frystir til að eiga síðar. Réttinn eiga allir að geta borðað þar sem hann inniheldur ekkert sem veldur ofnæmi og er einnig vegan og mjólkurlaus. Uppskriftin er úr glænýrri bók Sigrúnar sem kallast einfaldlega Café Sigrún – hollustan hefst heima. „Í bókinni eru um 200 nýjar uppskriftir af öllum stærðum og gerð- um, allt frá plokkfiski og upp í hráfæðiskökur. Þær inni- halda skýrar leiðbeiningar og henta því þeim sem eru að byrja í eldhúsinu. Einnig er fróðleikur um óþol og ofnæmi, og hver uppskrift er merkt hvað ofnæmi/óþol varðar og eftir því hvort hún er vegan. Uppskriftirnar eru sumar frá Afríku, þeim löndum sem ég hef ferðast til, en annars eru þær samansafn af þróun síðustu ára,“ segir Sigrún. Af uppskriftum bókarinnar segist Sigrún halda mikið upp á chilipottréttinn sem hún gefur uppskrift að. „Og súpu sem fólk hefur ferðast allt frá Kenía í Afríku til að bragða á aftur! Svo er einnig að finna súkkulaðiköku sem ætti að koma með varúðarorðum því hljóðin sem koma úr fólki við að borða hana eru beinlínis dónaleg,“ segir Sigrún og hlær. Sigrún er einn elsti matarbloggari landsins og hefur ávallt verið með hollustuna í fyrirrúmi. Finnst henni fólk vera almennt orðið meðvitað um gildi þess að snæða hollan mat? „Mér finnst fólk almennt nokkuð meðvitað um mataræði en allt of margir gleyma því að hollustan hefst raunverulega heima. Of margir kaupa tilbúinn mat og hita hann upp í flýti og borða jafnvel yf- ir sjónvarpinu. Þó að ekki sé verið að elda þriggja rétta máltíð að kvöldi, eðlilega, þegar allir eru þreyttir, þá er betra að henda í einfalda eggjaköku, eða jafnvel útbúa grænmetispottrétt eða súpu um helgi til að hita upp síð- ar í vikunni. Mér finnst líka gott að sjá að meira er tal- að um að alls konar útlit sé bara jákvætt, við erum von- andi að færast úr því að aðeins ein líkamsgerð sé „hin eina rétta“. Við verðum að læra að tala jákvætt um holdafar fólks. Þó að sumir þurfi að létta sig heilsunnar vegna er aldrei í lagi að tala niður til þeirra sem líta út svona eða öðruvísi.“ Sigrún bætir við að það sem einna helst trufli sig við mataræði fólks séu öfgar sem og átak hvers konar sem fólk fer í. „Ég hef lagt mikla áherslu á það alveg frá upphafi að orðin megrun, átak, feitur og mjór eru ekki til á vefnum mínum. Enda eiga þau ekkert skylt við heilbrigt mataræði eða heilbrigða sál í hraustum lík- ama.“ VETRARMATUR Í STÓRUM SKAMMTI Réttur til að gera mikið af og frysta Matur og drykkir Stórar uppskriftir *Sigrún Þorsteinsdóttir bendir á hér fyrir neðanað oft er lítill tími til að elda á virkum dögumog sniðugt að gera stórar uppskriftir um helgarog frysta. Meðal þess sem þægilegt er að eldamikið af og skella í frystinn eru alls kyns súpur,grænmetis- sem kjötsúpur, stórar lasanjaupp-skriftir, nautagúllas og hvers kyns pottréttir; grænmeti og kjöt; kjötbollur líka og grænmet- isbollur sem tímafrekt er að gera. Fyrir 3-4 Reiknið þyngd niðursoðinna bauna áður en vökvinn er síaður frá. 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 1 hvítlauksrif 1 msk. kókosolía 1 dós (400 g) plómutómatar 1 dós (400 g) augnbaunir (blackeye beans) 1 dós (230 g) maískorn 1 dós (400 g) nýrnabaunir (ekki sía vökvann frá) 1 tsk. timían 1 tsk. broddkúmenfræ (cumin seeds) 1 tsk. kóríander ½ tsk. paprika ¼ tsk. chilipipar ½ gerlaus grænmetisteningur 2 dropar stevía, án bragðefna, eða 1 msk. agavesíróp 1 dós kókosmjólk salt (Himalaya- eða sjávarsalt) svartur pipar Skerið paprikurnar í helminga og fræhreinsið. Skerið þær svo í fremur litla bita. Afhýðið rauð- laukinn og hvítlauksrifið og saxið smátt. Hitið kókosolíuna í pottinum og léttsteikið hvítlaukinn, rauðlaukinn og paprikurnar í 5-7 mínútur eða þar til grænmetið fer að mýkjast. Síið vatnið frá augnbaununum og maískorninu og hellið í pott- inn ásamt plómutómötunum. Bætið einnig nýrnabaununum ásamt vökvanum úr dósinni í pottinn. Látið malla við vægan hita í um 30 mín- útur undir loki og bætið þá timíani, broddkú- menfræjum, kóríander, papriku og chilipipar út í ásamt grænmetisteningnum. Bætið einnig kókos- mjólk og stevíu út í og bragðbætið með salti og pipar. Látið malla áfram í um 30 mínútur í opnum potti. Smakkið og bragðbætið með salti og pipar eftir þörfum. Nota má svartar baunir (black beans/black turtle beans) í staðinn fyrir augnbaunir. Chilipottréttur MATARBLOGGARINN GÓÐKUNNI SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, HEILINN Á BAK VIÐ CAFÉ SIGRÚN, GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU MATREIÐSLUBÓK UM ÞESSAR MUNDIR. HÚN SEGIR ALLAR ÖFGAR ÓÞARFAR Í MATARÆÐI ÞÓTT HOLLT SÉ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.