Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 31
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Álfrún Helga Örnólfsdóttir kennir á jóganámskeiðum fyrir 8-11 ára börn í Jógasetrinu sem nú er flutt í Skipholt. Nýtt námskeið í þeim aldurshópi hófst á föstudag kl. 16.20. Á þriðjudaginn kl. 16.10 byrjar síðan námskeið fyrir 12-14 ára. Kennari er Estrid Þorvaldsdóttir. Jóganámskeið fyrir börn*Að geta hugsað öðruvísi í dag en ígær skilur á milli þess vitra ogþess einþykka. John Steinbeck Hanna Kristín og Hjalti Kr.Melsted eiga saman tvodrengi og er yngri son- urinn, Mikael Björn, með sértæka málhömlun. Um tveggja ára aldur var hann greindur með talsverða sértæka málhömlun og hófst þá talþjálfun. Foreldrarnir lærðu að nota tákn með tali en fannst lítið til af kennsluefni sem væri bæði auðvelt í notkun og skemmtilegt. Þau brugðu á það ráð að fara af stað með útgáfu bóka og eftir mikla vinnu varð til sjö bóka sería um fígúruna MiMi, en Hjalti hann- aði og teiknaði bækurnar en Hanna Kristín skrifaði textann og eru þær einnig fáanlegar sem raf- bækur. Fór með MiMi til USA Hanna Kristín er nýkomin heim frá Stanford-háskóla í Kaliforníu þar sem hún lagði stund á nám sem tengdist heildrænni sam- skiptafærni og hagfræði en hún hefur stundað nám í heilsu- hagfræði. Í Bandaríkjunum kynnti hún MiMi fyrir bandarískum fag- aðilum og fékk frábærar und- irtektir. Hún fékk til liðs við teymi sitt prófessora við Stanford-háskóla og bandarískan fagfjárfesti sem ætla að vinna með þeim í áfram- haldandi þróun og kynningu á verkefninu. MiMi hefur því og mun áfram koma að gagni fleiri börnum en íslenskum í framtíðinni. Lærum af börnunum Hanna Kristín segir mikilvægt að læra af börnunum. „Við sköpum sögur í kringum táknin, en áður en þetta kom til var notast við efni frá Greiningarstöð ríkisins sem miðaði að mestu að því að kenna for- eldrum. Það sem ég lærði síðan úti og fékk staðfestingu á í náminu er að við eigum ekki endilega bara að kenna börnunum samskiptaferlið, heldur eigum við að læra af þeim. Við þurfum að lesa í hvað þau eru að segja okkur, frekar en að við segjum þeim hvernig þau eiga að tjá sig. Börnin læra með því að kanna umhverfið og upplifa og skynja þannig að ég kenni for- eldrum meira að lesa í börnin, skynja hvernig börnin eru að tjá sig án orða,“ segir Hanna Kristín. Mikilvægt að byrja snemma Málhömlun spannar stóran hóp barna og hvert barn er auðvitað sérstakt og oftar en ekki er mál- hömlun hluti af eða fylgifiskur ann- arra vandamála útskýrir Hanna Kristín. „Við sjáum málhömlun hjá börnum sem eru á einhverfurófinu, börnum með Downs-heilkenni, fjöl- fötluðum börnum, tvítyngdum börnum og ívið fleiri hópar barna þurfa virkilega á sértækri mál- örvun að halda. En mik- ilvægt er þó að muna að tæknin nýtist öll- um börnum sem gagnlegt og skemmtilegt tól til málörvunar. Til- gangurinn með að kenna tákn með tali er að talið muni með tímanum taka við og þá verði hægt að sleppa táknunum,“ segir hún. Hanna Krist- ín segir mikilvægt að byrja sem fyrst að kenna tákn með tal- i.„Snemmtæk íhlutun er mikilvæg, því fyrr sem gripið er inn í til að aðstoða börn, því betra,“ segir hún. Í tilfelli sonar þeirra var lítil sem engin hljóðmyndun við þriggja ára aldur. Foreldrarnir hafa unnið markvisst með honum og kenndu honum tákn með tali. Hann er nú fimm ára og altalandi og kominn með mikinn orðaforða þó svo að hann rugli saman sumum hljóðum. Hanna Kristín er ekki í nokkrum vafa um að þessi aðferðafræði hafi hjálpað syni hennar. Námskeið úti um allt land Hanna Kristín fer nú um allt land og heldur námskeið fyrir leikskóla- kennara, leiðbeinendur og foreldra þar sem hún kennir þessa nýju leið til að kenna tákn með tali sem byggð er á aðferðafræðinni sem hún hefur þróað. Á námskeiðunum eru samskipti æfð með því að not- ast við náttúruleg tákn, bendingar, látbragð og svipbrigði til að bæta máltjáningu og samskipti við börn. MiMi vaknar til lífsins Næsta skref hjá MiMi Creations er samstarf við Skema þar sem unnið er að gagnvirkum tölvuleikjum fyr- ir börn. Hjá Skema eru börn á aldrinum 6-16 að læra að forrita og Hanna Kristín og Rakel Sölvadótt- ir hjá Skema telja að börn viti bet- ur hvernig sé best að byggja upp tölvuleiki fyrir 2 til 5 ára, en við sem eldri erum. Því verði samstarf milli Skema og MiMi Creations í raun börn að kenna fullorðnum hvernig eigi að kenna börnum. „Næsta skref er að vekja MiMi til lífsins og jafnvel að persónugera hann þannig að hvert barn hefur sinn MiMi,“ segir Hanna Kristín. MIMI VAKNAR TIL LÍFSINS Í GAGNVIRKUM TÖLVULEIK MiMi gerir tákn með tali skemmtilegt Hanna Kristín bendir á að snemmtæk íhlutun sé mikilvæg, því fyrr sem gripið sé inn í til að aðstoða börn, því betra. FYRIRTÆKIÐ MIMI CREATIONS HEFUR GEFIÐ ÚT SJÖ BÆKUR SEM KENNA TÁKN MEÐ TALI. BÆKURNAR ERU HUGAR- FÓSTUR FORELDRA BARNS MEÐ SÉRTÆKA MÁLHÖMLUN. ÞÆR AUÐVELDA FORELDRUM OG FAGAÐILUM AÐ KENNA BÖRNUM TÁKN MEÐ TALI Á SKEMMTILEGAN OG AUÐ- VELDAN MÁTA. FYRIRHUGAÐ ER AÐ BÚA TIL GAGN- VIRKAN TÖLVULEIK Í SAMSTARFI VIÐ SKEMA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * Tilgangurinnmeð að kennatákn með tali er að talið muni með tím- anum taka við og þá verði hægt að sleppa táknunum. gefur út sérblaðið Vertu viðbúinn vetrinum fimmtudaginn 16. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16, mánudaginn 12 okt. Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna Skórfatnaður fyrir veturinn • Snyrtivörur Flensuvarnir. • Ferðalög erlendis Íþróttaiðkun og útivist • Vetrarferðir innanlands • Bækur, spil og fl. Námskeið og tómstundir • Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying. Skíðasvæðin hérlendis. • Mataruppskriftir Ásamt fullt af öðru spennandi efni! NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.