Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
Græjur og tækni
Hugsanleg finnst einhverjum að meira en nóg sé aðgerast á farsímamarkaði og má til sanns vegarfæra því sífellt bætist við í símaflóruna, maður er
varla kominn með nýja símann í hendurnar þegar hann
er orðinn úreltur hvað varðar tækni eða útlit. Í eina tíð
var þó miklu meira um að vera á símamarkaði, í raun er
málum svo háttað í dag að tveir stærstu framleiðendur á
símamarkaði eru svo miklu stærri en þeir sem næst
koma að samkeppnin er oft meiri í orði en á borði.
Forðum daga, áður en snjallsíminn kom til sögunnar,
var öllu líflegra á símamarkaði,
fleiri sem kepptu og jafnræðið
meira, þó að Nokia hafi síðan
lagt undir sig markaðinn –
tímabundið. Í símaauglýsingum
frá miðjum tíunda áratug síð-
ustu aldar má þannig sjá sím-
tæki frá Alcatel Ascom, AT&T,
Beocom, Bosch, Ericsson, Hag-
enuk, Mobira, Orbitel, Philips,
Pioneer og Simonsen, svo dæmi
séu tekin. Mörg þessi fyrirtæki eru ekki til lengur og
ekki nema eitt enn að framleiða farsíma svo ég viti:
Alcatel.
Alcatel One Touch, sem sjá má hér fyrir neðan, naut
mikillar hylli á sínum tíma, en svo hvarf hann af markaði
hér þó að fyrirtækið hafi haldið áfram að framleiða síma
og sé enn að, sem sannast á nýjum snjallsíma, Alcatel
OneTouch Idol, sem birtist hér á landi um daginn.
Þó að það sé nánast strípað Android á símanum hafa
Alcatel-bændur gert ýmsar breytingar á stýrikerfinu til
að síminn skeri sig aðeins úr og sumt er mjög snjallt, til
að mynda það að ekki skiptir máli hvernig síminn snýr,
þ.e. hægt er að hafa endaskipti á honum og skjárinn
mun samt snúa rétt. Þetta kemur til að mynda í góðar
þarfir þegar maður tekur símann upp úr vasanum til að
svara símtali, því hann snýr þá alltaf rétt til að tala í
hann, enda er einn hátalari á hvorum enda og sömuleiðis
eru hljóðnemarnir tveir. Þetta hljómar ekki eins og
merkileg viðbót, en er eitt af því sem gerir símann eins
skemmtilegan og raun ver vitni. Annað í þá áttina er að
til þess að læsa símanum, þ.e. slökkva á skjánum, er nóg
að drepa tvívegis snöggt á skjáinn og þá slokknar á
skjánum og síðan er hægt að kveikja á skjánum á sama
hátt.
Alcatel er líka með eigin hugbúnaðarsafn, OneTouch
Play, sem dregur dám af Google Play, ekki ósvipað og
forritasafn Samsung, Samsung Apps. Þar er ýmsan hug-
búnað að finna sem er ýmist sniðinn fyrir OneTouch-
símana eða ókeypis fyrir þá gerð síma, Reyndar geta all-
ir eigendur Android-síma sett OneTouch Play upp hjá
sér, því hægt er að sækja forritið á bak við það á vef-
setur símans, http://www.alcatelonetouch.com/, eða með því
að leita að OneTouch Play á Google.
Þess má geta að Alcatel framleiðir ekki bara margar
gerðir af OneTouch-símum, heldur líka snjallúr, tvær
gerðir af spjaldtölvum, nokkrar gerðir af hefðbundnum
farsímum og heimasímum og ferðabeina af ýmsum stærð-
um og gerðum. Svo má líka nefna að Alcatel hefur fram-
leitt síma fyrir símafyrirtæki eins og Vodafone víða um
heim.
Síminn er annars 152,7 x 75,1 x 7,4 mm að stærð og
141 g að þyngd, nettur og léttur. Hljómur í símanum er
óvenjugóður enda eru tveir JBL-hátalarar á framhlið
hans, en einnig fylgja JBL-heyrnartól.
Miðað við útfærslu er síminn á mjög góðu verði, svo
ekki sé meira sagt. Hann kostar 62.990 kr. hjá Opnum
kerfum, en verður örugglega ódýrari hjá símafyrirtækj-
unum.
ALCATEL SNÝR AFTUR
ÞÓ AÐ MIKIÐ SÉ UM AÐ VERA Á SÍMAMARKAÐI
HÉR Á LANDI ERU FRAMLEIÐENDUR MUN FLEIRI
EN OKKUR GRUNAR SEM SANNAST Á NÝJUM
ANDROID-SÍMA FRÁ ALCATEL, ALCATEL ONE-
TOUCH 3 IDOL, EN SÍMAR ÞAÐAN HAFA EKKI
SÉST HÉR ÁRUM SAMAN.
* Myndavélin á baki er 13 MP með Sonylinsu, en 8 MP myndavél er framan á sím-
anum. Báðar eru þær góðar og því er hag-
anlega fyrir komið að taka sjálfsmynd, eftir
að kveikt er á skjánum er flýtihnappur fyrir
þá sjálfsmyndaóðu, en á skjánum er líka
flýtihnappur fyrir hefðbundna myndatöku.
* SIM-kortið er Micro-SIM og í sleðanum fyrir SIM-kortið er líka gertráð fyrir MicroSD-minniskorti og því hægt að auka minni símans umtals-
vert eða allt upp 128 GB. Gagnaminni í símanum er annars 16 GB og
vinnsluminni 2 GB. Til er útgáfa af símanum sem gerð er fyrir tvö SIM-
kort, en þá er ekki pláss fyrir minniskort. Ekki veit ég hvort sú útgáfa
verður til sölu hér.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
Þennan kannast
væntanlega margir
við, enda var hann
vinsæll fyrir tveimur
áratugum. Nýi sím-
inn er heldur tækni-
legri.
* Síminn fer einkar vel í hendi, hann er þunnur og létt-ur og bakið á honum þægilega stamt viðkomu þó að það
sé úr plasti. Ekki er hægt að losa það af. Skjárinn er 5,5",
bjartur og góður, með upplausnina 1080 x 1920 dílar sem
gefur 401 ppi. Á símanum er Android Lollipop 5.0, reynd-
ar 5.0.2 Örgjörvinn er átta kjarnar samanlagt.
Með Nike Training Club er hægt
að gera sitt eigið líkamsræktar-
plan eða hlaða niður tilbúnum
æfingakerfum og stilla eftir getu
hvers og eins. Smáforritið er til
fyrir Apple og Android.
Einkaþjálfun í símann
Morgunblaðið
gefur út sérblað um
Tísku &
förðun
föstudaginn 9. október
Fjallað verður um tískuna
haust/vetur 2015 í
förðun, snyrtingu,
fatnaði og fylgihlutum
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 16 mánudaginn
5. október.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is