Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 33
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Tækni er bara tæki. Til að hvetja börnáfram og fá þau til að vinna saman erkennarinn mikilvægastur. Bill Gates B andaríska geim- og tækni- fyrirtækið SpaceX komst í sögubækurnar árið 2012 þegar fyrirtækið var fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta á loft birgðum til Alþjóðlegu geim- stöðvarinnar, ISS. SpaceX ætlar ekki að láta þar við sitja og stefnir enn og aftur á spjöld sögunnar. Eigandi fyrir- tækisins, Elon Musk, hefur gefið það út að mannaðri geimflaug verði skotið á loft árið 2017. Geim- flaugin sem ber heitið Crew Dra- gon er hönnuð til að ferja geimfara til og frá Alþjóðlegu geimstöðinni og yrði þá sú fyrsta sem alfarið er hönnuð af einkafyrirtæki til að gera það. Frá því að Musk tilkynnti áætl- anir SpaceX um mannaðar geim- ferðir hafa geimáhugamenn beðið spenntir eftir því að sjá hvað fyr- irtækið ætlar að bjóða upp á en Musk er þekktur fyrir allt annað en klunnalegan og gamaldags stíl. Núna þurfa áhugasamir ekki að bíða lengur, en SpaceX hefur sent frá sér tvö myndbönd og nokkrar myndir af því hvernig geimfar fyr- irtækisins mun líta út að innan og verður að segja að geimfarar fram- tíðarinnar eiga eftir að ferðast um í þónokkrum stíl. Crew Dragon er ekki bara draumur um að einhvern tímann muni geimfarar ferðast um í geim- flaug sem er hönnuð, smíðuð og skotið á loft af einkafyrirtæki. NASA, geimferðastofnun Banda- ríkjanna, hefur nú þegar gert samning við SpaceX um að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðv- arinnar. Prófanir á flauginni standa enn yfir og er áætlað að hún fari í ómannað tilraunaflug á næsta ári. Gangi allt eftir má búast við mönn- uðum geimferðum í Crew Dragon árið 2017. GEIMFERÐIR MEÐ EINKAFYRIRTÆKI Ferðast með stæl í geimnum Geimflaugin Crew Dragon minnir helst á eitthvað sem við erum vön að sjá úr vísindaskáldsögum enda hönnunin framúrskarandi. Áætlað er að Crew Dragon fari í ómannað tilraunaflug strax á næsta ári og fljótlega eftir það má vænta þess að mannaðar ferðir hefjist. SPACEX HEFUR GEFIÐ FORSMEKKINN AF ÞVÍ HVERNIG MÖNNUÐ GEIMFLAUG FYRIRTÆKISINS MUN LÍTA ÚT AÐ INNAN OG SATT BEST AÐ SEGJA ER LJÓST AÐ HÚN VERÐ- UR ALLT ANNAÐ EN GAMALDAGS OG KLUNNALEG. Gífurlegar framfarir hafa orðið í þróun gervilima á undanförnum ár- um. Þannig hefur vélbúnaður tekið við af föstu móti, sem gerir ein- staklingum kleift að taka utan um hluti, heilsa með handabandi og al- mennt hreyfa fingur eins og um raunverulega hönd sé að ræða. DARPA, rannsóknarstofnun bandaríska hersins, hefur nú stigið skrefinu lengra en stofnunin hefur upplýst um jákvæðar niðurstöður rannsóknar á því hvort hægt sé að láta notanda gervilims finna tilfinn- ingu í gegnum gerviliminn. „Með því að tengja skynjara frá vélarmi/gervilim í heilann er hægt að kalla fram tilfinningu eins og um raunverulega hönd sé að ræða,“ segir Justin Sanchez, verkefnastjóri verkefnisins hjá DARPA, í frétta- tilkynningu sem stofnunin hefur sent frá sér. Tæknin er enn á þróunarstigi en gefur vísbendingu um hvað koma skal á næstu árum og áratugum. NÆSTA SKREFIÐ Tilfinning í gervilim Hvað ætli sé langt í gervilim sem líkist alvöru handlegg eða fæti? Rafmagnsbílar hafa verið að sækja í sig veðrið en hækkandi olíuverð og aukin umhverfisvitund neytenda hafa komið af stað kapphlaupi meðal bílaframleiðenda sem vilja hlutdeild í stækkandi rafbílamarkaði. Fæstir komast þó með tærnar þar sem Tesla hefur hælana en bilið er að minnka og sumir bílaframleið- endur telja sig nú geta gert jafn vel eða betur. Porsche hefur kynnt neytendum Mission E en bíllinn er hreinn raf- magnsbíll með 600 hestafla mótor og kemst tæpa 500 km á einni hleðslu. Þá segja forsvarsmenn Porsche að það taki eingöngu 15 mínútur að ná 80 prósent hleðslu á bílinn. Hafa verður þó í huga að hér er um svo- kallaðan konsept-bíl að ræða og óvíst að hann fari nokkurn tímann í framleiðslu. RAFMAGNSBÍLL Porsche kynnir glæsilegan sport-rafmagnsbíl sem gæti slegið út hinn vinsæla Tesla, sem um þessar mundir leiðir rafmagnsbílamarkaðinn. Rafmögnuð framtíð Varast skyldi að sitja eða liggja lengi með fartölvu í fanginu. Ekki er talin hætta á geislun heldur geta fartölvur valdið varanlegum húðroða ef þær liggja of lengi við lítt varða húð, samkvæmt Vísindavefnum. Fartölvur geta valdið húðroða Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst 25ÁRA 1988-2013 PIPER Piper er ný gerð eftirlitsmyndavéla og öryggiskerfa fyrir heimili, sumarhús og smærri fyrirtæki •Vaktar heimilið • Kveikir ljósin • Fylgist með hita- birtu- og rakastigi • Fylgist með allri hreyfingu og hljóði Allt þetta er hægt að skoða hvaðan sem er úr heiminum í snjallsímanum þínum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.