Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Page 42
Úttekt
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
L
okaeinkunnir 10. bekkinga
næsta vor verða í bók-
stöfum og hæfniviðmið
verða höfð að leiðarljósi við
einkunnagjöf. Fyrir-
komulagið hefur staðið til í aðal-
námskrá grunnskóla frá 2011 þar sem
grunnurinn að þeim var lagður en
breytingarnar verða innleiddar nú í
vetur og þróaðar að fullu. Breytingar-
ferlið og hvernig staðið hefur verið að
því hefur verið gagnrýnt og sumir telja
að skólakerfið hefði í heild þurft lengri
tíma til að aðlagast algerlega nýrri
hugsun að baki því að gefa einkunnir í
grunnskólum.
Þá hafa hæfniviðmiðin og framsetn-
ing þeirra, sem liggja að baki ein-
kunnagjöfinni, verið gagnrýnd og kenn-
urum og skólastjórnendum þótt óljóst
hvernig hæfni nemenda skuli metin.
Menntamálastofnun hefur frá því í
sumar haft umsjón með innleiðingu
námskrár.
Skýrt hefur verið frá því að ein-
kunnakvarðinn eigi að vera sambæri-
legur einkunnagjöf PISA, þar sem eru
sex hæfniþrep og á þetta að vera skref
til aukinnar samræmingar.
Hins vegar hafa nokkrir framhalds-
skólar óskað eftir því að fá að halda
sérstök inntökupróf. Þeir telja nýtt ein-
kunnakerfi í 10. bekk ekki gefa full-
nægjandi upplýsingar um stöðu ein-
stakra nemenda. Ekki hefur verið
ákveðið hvort orðið verði við þeim ósk-
um en þá þyrfti að breyta reglugerð
um innritun í framhaldsskóla.
Þeir sem gagnrýna nýtt námsmat
hafa meðal annars áhyggjur af því að
það boði verðbólgu í einkunnum og að
það sé of loðið og huglægt. Aðrir segja
að þrátt fyrir þessar áhyggjur hafi það
alla burði til að vera áreiðanlegt, óhlut-
drægt, heiðarlegt og sanngjarnt. Það sé
kominn tími til að hætta að einblína á
það sem er auðvelt að mæla og temja
sér nútímalegan hugsunarhátt með því
að fara að leggja rækt við og meta
nemendur á sanngjarnan hátt út frá
hæfni þeirra en ekki bara því sem þeir
læra utanbókar. Eða sem sagt; hvernig
þeir nýta sér þekkingu sína.
Í lok síðasta árs var 30 milljón króna
styrk úthlutað til sveitarfélaga á grund-
velli nemendafjölda hvers skóla. Hon-
um var ætlað að styrkja sveitarfélög til
að taka upp upplýsingakerfi sem styddi
við innleiðingu námskrárinnar og nýtt
námsmat. Þróun á rafrænu skírteini
sem samræmir framsetningu einkunna
úr skólum landsins og nýtist við inn-
ritun verður notað í vor en það er enn í
þróun. Því er ætlað að veita fyllri upp-
lýsingar um námsstöðu nemenda.
Fyrirkomulag hæfniprófanna sem öll
umræðan beinist að er enn í þróun og
ekki hefur endanlega verið ákveðið
hvernig það verður en því er stýrt af
Menntamálastofnun.
STÓR HLUTI ÞJÓÐARINNAR Á EÐA MUN EINN DAGINN EIGNAST BÖRN SEM ERU Í GRUNN-
SKÓLA. ÞÆR BREYTINGAR SEM FYRIRHUGAÐAR ERU Á NÁMSMATI Í 10. BEKK SNERTA ÞVÍ
MARGA OG HAFA VAKIÐ MARGAR SPURNINGAR.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Kennarafélag Reykjavíkur,Skólastjórafélag Reykjavík-ur og Félag grunnskólakenn-
ara hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu
innleiðingar á nýju námsmati í skól-
um landsins.
Í bókun á fundi skóla- og frí-
stundaráðs Reykjavíkur 23. sept-
ember síðastliðinn sem kennara- og
skólastjórafélagið lögðu fram kom
fram að hvorki lægi fyrir með hvaða
hætti nemendur útskrifast úr 10.
bekk næsta vor né hvernig meta ætti
nemendur inn í framhaldsskóla
næsta haust. Það ylli áhyggjum að á
sama tíma væri verið að innleiða nýja
aðalnámskrá í skólum landsins, nýtt
vinnumat grunnskólakennara og
einnig breyta einkunnagjöf nemenda.
Stjórn Félags grunnskólakennara
skoraði á nýja Menntamálastofnun að
taka málið föstum tökum og setja það
í forgang og hefja formlegt samstarf
við félög kennara og stjórnenda og fá
þannig fagleg sjónarmið þeirra sem
vinna í grunnskólum landsins. Þeir
segja að með slíku samstarfi hefði
verið hægt að koma í veg fyrir þá
óvissu sem ríkir um innleiðingu við
lokamat úr grunnskóla.
„Það eru fjögur ár síðan ný aðal-
námskrá grunnskóla var sett og það
er búið að taka tíma
að innleiða hana,“
segir Svanhildur
María Ólafsdóttir,
formaður Skóla-
stjórafélags Ís-
lands. Upphaflega
átti að taka nýja
námsmatskerfið upp í skólum á síð-
asta ári en menntamálaráðherra
ákvað á þar síðasta ári að fresta inn-
leiðingu fram á þetta ár.
„Við fengum frest fyrir rúmu ári,
um eitt ár og sumir skólar eru komnir
langt með að vinna þetta en að okkar
áliti átti menntamálaráðuneytið að
nota þennan tíma til að innleiða þess-
ar hugmyndir frekar en það var ekki
gert. Nú hefur nýrri Menntamála-
stofnun verið falið að vinna það inn-
leiðingarferli áfram og farið verður í
að kynna frekar fyrir skólastjórn-
endum og kennurum nýtt námsmat
og vinna með það.“
Svanhildur María segir að með
þessari glænýju hugsun á námsmati
sem kemur fram í nýrri aðalnámskrá
þurfi mikla og góða forystu í innleið-
ingarferli.
„Það eru til dæmis bara fyrst núna
að koma fram hugmyndir um rafrænt
skírteini og vefur um námsmatið; um
þessi hæfniviðmið og hæfnieinkunn.
Þannig að það er ekki seinna vænna en
að fara í að kynna það frekar. Við ósk-
uðum eftir því að þessar upplýsingar
kæmu fyrr en þær gerðu það ekki og
þá verðum við bara að bretta upp erm-
arnar og vinna í þessu það sem eftir er
af þessum vetri. Ég veit að Mennta-
málastofnun ætlar að kalla til hóp af
kennurum, stjórnendum og hags-
munaaðilum til að skoða málið betur
og fara í það og skoða hvað er hægt að
gera á þessu ári. En auðvitað hefðum
við þurft meiri tíma, það er ekki spurn-
ing. Það þarf að fara í markvissa kynn-
ingu og fræðslu til skólastjóra og
kennara. Þetta er ekki bara spurning
um að verið sé að breyta tölum í bók-
stafi; þetta er ný hugsun í námsmati.“
Svanhildur María segir að unnið
verði með þetta eins vel og hægt sé,
en eins og gefur að skilja séu skólar
komnir mislangt með þá vinnu.
SVANHILDUR M. ÓLAFSDÓTTIR, FORMAÐUR SKÓLASTJÓRAFÉLAGS REYKJAVÍKUR
Hefðum þurft meiri tíma
* Þetta er ekki baraspurning um aðverið sé að breyta töl-
um í bókstafi; þetta er
ný hugsun í námsmati.
Það eru í gangi átök um hvernigskal túlka námsmatið oghvaða tilgangi það þjónar. Ég
byrjaði að kenna aftur í haust eftir
hlé og fór í að rifja þetta upp og lesa
yfir og margt virkar sem mjög al-
mennar lýsingar. Það eina sem er til
dæmis haldbært í námskránni sjálfri
til að greina á milli bókstafanna er
einhver röð innan hóps,“ segir Ragn-
ar Þór Pétursson kennari.
„En þessi hæfninálgun í staðinn
fyrir bara prófeinkunn er nauðsyn-
legt og samevrópskt viðbragð við því
að það þurfi að stokka skólakerfið
upp frá grunni. En því fylgir að það
þarf að stórauka frelsi skóla til að út-
færa nám. Markmiðið er að nemand-
inn búi yfir ákveðinni hæfni í stað
þekkingarforða sem menn líta á að sé
úreltur.“
Ragnar Þór segir að stór hluti
vandamálsins sé að gert hafi verið
ráð fyrir að skólarnir byggju yfir
nógu mikilli hæfni til að útfæra þetta
og þróa sig úr einu kerfi í annað. „Því
að þessar breytingar sáu menn ekki
fram á að geta leitt ofan frá og niður.
Skólarnir sjálfir
þyrftu að þróa sig
inn í 21. aldar skóla
og opna miðlunar-
leiðir þannig að það
besta frá hverjum
og einum myndi
smitast í gegnum
kerfið og kerfið myndi taka þessa
uppfærslu.“
Ragnar Þór telur að slíkt hafi ekki
gerst af ýmsum ástæðum.
„Fimm ára kennaranám klúðrast
út af lélegri aðsókn og þar blönd-
uðust kjaramálin inn í. Kennarar
segja að í raun og veru hafi sveit-
arfélögin í stórum stíl afþakkað þró-
unarvinnu því að það þurfti að borga
fyrir hana sérstaklega og sveit-
arfélögin hafa ekki haft efni á því og
ótal margt fleira mætti telja sem hef-
ur gert þetta flókið.“
Ragnar Þór segir það vonda stöðu
að þeir skólar sem hleypa aðeins
nemendum með hæstu einkunnirnar
inn séu á þessari stundu að koma
fram og andæfa einu af grundvall-
aratriðum námskrárinnar sem sé það
RAGNAR ÞÓR PÉTURSSON KENNARI
Skólakerfið of tætt
fyrir verkefnið
Hæfniviðmið:
Hæfniviðmiðin eru sá grundvöllur sem
kennsluhættir og námsmat byggjast á.
Hæfniviðmið tengjast grunnþáttum en eru
skrifuð fyrir hverja og eina námsgrein og
mætti líkja þeim við markmið hvers náms-
sviðs.
Hæfnieinkunn:
Með námskrá sem byggist á hæfni-
viðmiðum færist áhersla á námsmati yfir á
hæfnina sem nemandi býr yfir og eru ein-
kunnir í nýjum námsmatskvarða nefndar
hæfnieinkunnir. Þá þýðir einkunnin A að
nemandi hafi náð þeirri hæfni sem lýst er í
matsviðmiði viðkomandi námsgreinar undir
hæfnieinkunninni A. B þýðir að nemandi
hafi náð færni sem lýst er sem B, og svo
framvegis.
Matsviðmið:
Matsviðmið eru lýsing á, hversu vel nem-
andi hefur skilgreinda hæfni, á valdi sínu.
Í aðalnámskrá grunnskóla með greina-
sviðum sem kom út 2013 eru sett fram
matsviðmið fyrir 10. bekk. Matsviðmið lýsa
hæfni á kvarða, notaður er kvarðinn A, B+,
B, C+, C og D. Þessi kvarði kallast hæfniein-
kunn
Matsviðmið í B er þannig byggð á hæfni-
viðmiðum í aðalnámskrá og má segja að
matsviðmið sé lýsing á því hvað B stendur
fyrir.
Heimild: vefir.nams.is
ÚTSKÝRINGAR Á HUGTÖKUM:
Ný og umdeild
viðmið í námsmati