Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ráðningarferlinu er lokið hjá sex einstaklingum og þeir hafa fengið bréf þess efnis að þeir verði ekki end- urráðnir,“ segir Katrín Sigurðardótt- ir, formaður Félags geislafræðinga, um þá stöðu sem upp er komin hjá til- teknum einstaklingum sem sögðu upp stöðu sinni sem geislafræðingar á Landspítalanum í verkfallinu og hefur verið synjað um endurráðn- ingu. Óskað verði eftir rökstuðningi frá Landspítalanum. Fjórtán einstaklingar sóttu um störf geislafræðinga á Landspítalan- um sem auglýst voru en frestur til að sækja um rann út 1. september. Sautján geislafræðingar hættu störf- um á sjúkrahúsinu, sem störfuðu í fjórtán stöðugildum. Í samtali við mbl.is í lok september sagði Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs, að umsóknirnar hefðu bæði komið frá íslenskum og erlendum geislafræðingum. Erlendir geislafræðingar? „Sagan segir að það eigi að ráða átta útlendinga en ég hef ekki fengið það staðfest,“ segir Katrín sem furð- ar sig á því að spítalinn leiti út fyrir landsteinana að geislafræðingum þegar til staðar eru hæfir einstakling- ar með áratuga reynslu sem áður gegndu störfunum sem um ræðir. „Til hvers er þá verið að senda fólk í dýrt nám, því nám geislafræðing- anna er dýrt, til þess eins að senda það á atvinnuleysisbætur eða úr landi,“ segir Katrín furðu lostin. Dregur hún einnig í efa að þeir geislafræðingar sem komi frá útlönd- um séu nægilega menntaðir til að sinna starfinu. „Miðað við löndin sem ég hef heyrt talað um er ekki víst að menntunarstigið sé í lagi.“ Segir Katrín mikillar óánægju gæta á meðal félagsmanna með þetta. „Við eigum ekki orð yfir það hvernig er verið að henda verðmætum.“ Katrín hefur áður sagt að stjórnin þyrfti lítið að gera til þess að fá fólkið sitt til baka og nefnir stofnanasamn- inga og einn ákveðinn launaflokk í því samhengi. laufey@mbl.is Sex geislafræðingar ekki endurráðnir á LSH  Erlendir geislafræðingar komi í staðinn  Megn óánægja Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Það má segja að andi Winstons Churchills hafi sveimað yfir heim- sókn Davids Camerons hingað í vik- unni, en Cameron varð fyrsti breski forsætisráðherrann til þess að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur frá árinu 1941. Sjálfur sagði Cameron í léttum dúr á fimmtudaginn að hann væri feginn að ástandið í heimsmálunum væri ólíkt afslappaðra nú en þegar Churchill hefði heimsótt landið 1941. Það var til marks um þennan anda að Cameron hafði hingað í far- teskinu með sér tvö skjöl, í svörtum ramma, úr skjalasafni Churchills, sem fjalla um Íslandsheimsókn Churchills. Skjölin bera bæði stimp- il frá Chartwell Trust, sem eitt sinn varðveitti skjalasafn forsætisráð- herrans. Þá virðist sem Churchill hafi sjálfur skrifað inn á annað skjalið viðbót við ræðu sem hann flutti í breska þinginu um ferð sína vestur um haf. Það skjal er blaðsíða úr handriti, þar sem ræða Churchills í breska þinginu hinn 9. september 1941 hef- ur verið vélrituð. Í textanum fer Churchill meðal annars yfir viðdvöl sína hér á landi og greinir frá her- sýningunni sem haldin var fyrir hann á Suðurlandsbraut, og hlut- verk breska og bandaríska herliðs- ins við að vernda þessa mikilvægu eyju (e. „all-important island“) gegn innrás eða truflunum nasista. Þýtt úr Morgunblaðinu Í hinu skjalinu, sem Howard Smith, sendiherra Breta á Íslandi, sendi til Bretlands hinn 21. ágúst 1941, var greint ítarlega frá því hvernig Morgunblaðið hefði fjallað um ræðu Churchills af svölum Al- þingishússins í frétt sinni hinn 17. ágúst. Er sagt frá því að ræðan hafi fengið „a most full report“, eða mikla umfjöllun í blaðinu. Skeytið virðist hluti af almennri upplýs- ingasöfnun breska sendiráðsins um umfjöllun íslenskra fjölmiðla. Liðskönnun Churchills Í ræðu sinni fyrir breska þinginu ræddi Churchill hersýninguna á Suðurlandsbraut. Andi Churchills sveif yfir heimsókninni  Frásögn Morgunblaðsins þýdd og send til Bretlands Vegleg gjöf Skjölin eru innrömmuð, með skýringum og stimpluð af Chart- well Trust sem geymdi lengi vel skjalasafn Churchills frá stríðsárunum. Lukkulíf á Kanarí 14. nóvember í 2 vikur Verð frá79.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í gistingu án fæðis. *Verð án Vildarpunkta 89.900 kr. Þú færð að vita daginn fyrir brottför á hvaða hóteli þú gistir. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Guðrún Björk Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), segir samtökin ætla að kæra lögregl- una á höfuðborgarsvæðinu fyrir að- gerðaleysi gegn deiliskrársíðum á borð við Deildu.net. Kom þetta fram hjá henni á málfundi um hugverka- rétt sem haldinn var í Háskóla Ís- lands í gær. „Við höfum ákveðið að kæra að- gerðaleysi lögreglunnar. Ástæða þess er sú að árið 2012 kærðum við forsvarsmenn Deildu.net fyrir brot á höfundarrétti en síðan þá hefur ekk- ert gerst,“ segir Guðrún Björk í sam- tali við mbl.is en að kærunni standa, auk STEF, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH), Samband íslenskra kvikmyndafram- leiðenda (SÍK) og Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) sem áður voru Samtök myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Ekkert gerst „Við lögðum á sínum tíma fram umtalsverðar sannanir og gögn á borð lögreglu en síðan þá hefur í raun ekkert gerst,“ segir hún og bendir á að áðurnefnd rétthafasam- tök séu nú með sameiginlegan lög- mann og vinnur hann nú að kærunni. Spurð hvenær hún eigi von á því að kæran verði lögð fram á hendur lögreglu svarar Guðrún Björk: „Mér skilst að þetta sé á lokametrunum og á ég því von á að kæran verði lögð fram á allra næstu dögum, jafnvel í næstu viku.“ Rétthafasamtökin hafa að undan- förnu náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um framkvæmd lögbanns á veitingu að- gangs að vefsíðunum Deildu.net og the PirateBay, en síðurnar deildu af- þreyingarefni til notenda sinna. Systursíður spruttu upp í kjölfarið en var lokað jafnharðan. Engin ís- lensk niðurhalssíða er nú uppi og mun erfiðara er að hlaða niður höf- undarvörðu efni. Guðrún Björk sagði í september í Morgunblaðinu að aðgerðirnar hefðu verið dýrar, tekið of langan tíma og kallaði eftir lagabreytingu. Hún segir að horfa megi til Nor- egs í þessum efnum, en þar hafi verið sett löggjöf um lokun á aðgengi að vefsíðum sem settar eru upp til að dreifa höfundarréttarvörðu efnis án leyfis. khj@mbl.is Kærir lögreglu fyrir seinagang  Ekkert gerst í máli STEF gegn Deildu Niðurhal Biggest Loser-þáttunum var hlaðið niður 66 þúsund sinnum. Flóttamannanefnd hefur lagt til að hingað til lands verði boðið 55 flóttamönnum sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Stefán Þór Björnsson, formaður flóttamannanefndar, segir að ekki sé sjálfgefið að fólkið þiggi boðið en þá verði öðrum boðið í staðinn. „Þessi hópur samanstendur af 21 fullorðnum og 34 börnum. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur, þarna er til dæmis pípulagningamaður, raf- virki, verkfræðingur, verkamenn, húsmæður, málari, maður með há- skólapróf í enskum bókmenntum, túlkur og þýðandi. Við bindum miklar vonir við það að það muni ganga vel að koma fólki inn í ís- lenskt samfélag,“ segir Stefán Þór í samtali við mbl.is. Akureyringar munu taka á móti um helmingi hópsins. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, segir að ekki sé vitað um ná- kvæma tölu þeirra flóttamanna sem komi til bæjarins en að undirbún- ingur þess að taka á móti fólkinu sé á fullu, þar á meðal að útvega húsnæði fyrir það. Þá munu Kópa- vogsbúar taka á móti fjórðungi flóttamanna og Hafnarfjörður fjórðungi. isak@mbl.is 55 boðið til Íslands  Ráðgert að flóttamennirnir setjist að í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.