Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vandræða-gangurinní fjár-
málum Ríkis-
útvarpsins heldur
áfram. Í skýrslu
sem nefnd um
starfsemi og rekstur RÚV frá
2007 skilaði í fyrradag kemur
fram að í lok ágúst voru heild-
arskuldir stofnunarinnar
rúmir 6,6 milljarðar. Það er
meira en árstekjur hennar.
Í skýrslunni segir eins og
fram kom í Morgunblaðinu í
gær að stjórnendur stofn-
unarinnar hafi lagt fram kröf-
ur um skilyrt viðbótarfram-
lag sem nemur 5,9 milljörðum
króna næstu fimm árin. Þeir
vilji að 2,5 milljarðar króna
verði tryggðir með því að
hætta við að lækka útvarps-
gjaldið í þrepum. Illugi Gunn-
arsson menntamálaráðherra
segir í viðtali í Morgun-
blaðinu í dag að við þessu
verði orðið á næsta ári.
Framhaldið verði ákveðið síð-
ar.
Þá segir í skýrslunni að
stjórnendur leggi til að ríkið
yfirtaki skuldabréf við Líf-
eyrissjóð starfsmanna rík-
isins að upphæð 3,2 milljarða
króna.
Magnús Geir Þórðarson út-
varpsstjóri segir í viðtali í
Morgunblaðinu í dag að það
sé ekki rétt, sem fram komi í
skýrslunni, að stjórnendur
stofnunarinnar vilji að ríkið
yfirtaki skuldabréfið. Hins
vegar hafi verið lögð fram
hugmynd um að höfuðstöðvar
RÚV í Efstaleiti verði seldar
og áætla stjórnendur stofn-
unarinnar að sú ráðstöfun
gæti skilað 4,2 milljörðum
króna. Til greina kæmi að
stofnunin leigði síðan hús-
næðið af nýjum eiganda.
Rekstrarvandi Ríkis-
útvarpsins er ekki nýr af nál-
inni. Hann nær aftur til lið-
innar aldar. Undanfarin ár
hefur rekstur stofnunarinnar
að því er virðist lotið öðrum
lögmálum en annarra ríkis-
stofnana. Á meðan aðrar rík-
isstofnanir hafa sætt niður-
skurði hefur annað orðið uppi
á teningnum hjá Ríkisútvarp-
inu. Þar hefur reyndar verið
ráðist í niðurskurð og upp-
sagnir, en þrátt fyrir uppnám
og írafár hafa aðgerðirnar
ekki skilað sparnaði þegar
upp var staðið.
Í skýrslunni er sérstaklega
gagnrýndur samningur frá
2013 um nýtt dreifikerfi, sem
segir að sé „verulega íþyngj-
andi fyrir RÚV“. Segir að
hvorki hafi besta né ódýrasta
lausnin verið val-
in.
Ríkisútvarpið
hefur tilhneigingu
til að hegða sér
eins og ríki í rík-
inu. Reksturinn
undanfarin ár ber vitni lítilli
virðingu fyrir skattfé al-
mennings. Ýmislegt í starf-
semi stofnunarinnar orkar
tvímælis. Er til dæmis eðli-
legt að ríkisfjölmiðill, sem
stofnaður er til að reka út-
varp og síðan sjónvarp, hasli
sér völl sem fréttamiðill á
netinu? Þar fer stofnunin
fram í krafti peninga úr vös-
um almennings gegn miðlum í
einkarekstri, sem ekki geta
seilst í vasa skattborgaranna.
Almenningur hefur ugg-
laust á tilfinningunni að út-
varpsgjaldið renni beint í þá
dagskrá, sem kemur úr út-
varps- og sjónvarpsvið-
tækjum þeirra. Það er öðru
nær. Eins og kemur fram í
Morgunblaðinu í dag nemur
greiðsla vaxtaberandi skuld-
ar við Vodafone vegna dreif-
ingar útvarpsgjaldi 32.022
einstaklinga. Frestun á af-
borgunum og vöxtum af LSR-
skuldabréfinu jafngildir út-
varpsgjaldi jafnmargra ein-
staklinga. Frestun afborgan-
anna þýðir að við bætast
vextir og vaxtabætur, sem
jafngilda lántöku. Þar fer út-
varpsgjald 12.079 einstak-
linga til viðbótar. Í ár var út-
varpsgjald lagt á 189.237
manns. Því má segja að hátt í
helmingurinn sé búinn að
borga útvarpsgjaldið áður en
kemur að hinni eiginlegu dag-
skrá.
Einkareknir fjölmiðlar
byggja tilveru sína á því að
einhver lesi, hlusti eða horfi.
Ríkisútvarpið þarf ekki að
glíma við svo hversdagsleg
vandamál. Engu að síður er
það staðreynd að áhorf og
hlustun á dagskrá Ríkis-
útvarpsins í útvarpi og sjón-
varpi hafa dregist verulega
saman, sérstaklega hjá yngri
kynslóðum.
Hlutverk Ríkisútvarpsins
er mun veigaminna en áður
var. Engu að síður halda
stjórnendur og stjórn uppi
„kröfum“ um fjárútlát líkt og
óþarfi sé að bregðast við
breyttum aðstæðum. Með
skýrslunni, sem birt var í
fyrradag, var enn einu sinni
dreginn fram áratugagamall
rekstrarvandi Ríkisútvarps-
ins. Hingað til hafa slíkar
upplýsingar engu breytt.
Óþægilegur grunur vaknar
um að svo verði áfram.
Enn er sýnt fram á
rekstrarvanda og
sem fyrr mun líklega
ekkert breytast}
Eilífðarvandi
Ríkisútvarpsins
V
á, þessar norrænu týpur … For-
sætisráðherra Íslands fer yfir sex
lykillexíur NFF ráðstefnunnar.
Sú síðasta: „Sköpunargáfa er
sexý“. (Nei í alvöru.)“
Þannig hljóðaði Twitter-færsla Lucy Fish-
er, blaðamanns The Times, sem hún tísti frá
lokaviðburði og blaðamannafundi Northern
Future Forum, sem haldin var í vikunni. Þar
fór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mikinn og
uppskar hlátur viðstaddra þegar hann lýsti því
hvernig hann og kollegar hans hefðu lært að
búa til önd úr Lego-kubbum en tekist misvel.
Hann sagði einnig sannarlega að ein af lexíum
vinnustofa ráðherra og sérfræðinga væri
„creativity is sexy“, en einhverjum af hinum
fjölmörgu bresku blaðamönnum sem sóttu
viðburðinn þótti andrúmsloftið augljóslega
helst til afslappað.
„Finnski forsætisráðherrann er nú að tala um að þeir
myndi hljómsveit … Hvað svo sem þeir ræddu virðast
þeir hafa notið félagsskapar hver annars,“ tísti Laura
Kuenssberg, ristjóri stjórnmálaumfjöllunar BBC, um
hinn bindislausa ráðherrahóp.
Öllum spurningum blaðamanna var beint til David
Cameron, sem sagði sjálfur hið augljósa; hann væri
greinilega vinsælasti maðurinn á svæðinu. Hann svaraði
m.a. spurningum um Chilcot-skýrsluna um þátt Breta í
Íraksstríðinu og um hin umdeildu góðgerðarsamtök
Kids Company en aðalfókusinn var þó á stöðu Bretlands
innan Evrópusambandsins og fýsileika hinn-
ar svokölluðu „norsku leiðar“, sem mætti allt
eins kalla íslenska.
Þannig sat Cameron á sviði við hlið Sig-
mundar Davíðs og svaraði spurningum um
framtíð Breta innan ESB. Hann sagði m.a. að
nú þyrfti sambandið að sýna bæði aðildar-
ríkjum og öðrum að það væri „sveigjanlegt“,
en sá möguleiki er fyrir hendi að ráðamenn í
Brussel teygi sig ekki nógu langt fyrir
breska kjósendur og þá er ómögulegt að
segja hvernig fer. Cameron fetar háskalegan
veg sem liggur að já eða nei um þjóðar-
atkvæðagreiðslu og það lá beint við, þegar
leiðtogarnir sátu þarna á sviði, að leiða hug-
ann að því hvaða leið hinn valdi á sinni veg-
ferð. Sá vegur lá sömuleiðis að já eða nei um
þjóðaratkvæðagreiðslu en ökumaðurinn
snéri við á miðri leið og farþegarnir í aftursætinu voru
sviknir um útsýnistúrinn. Það reyndi aldrei á sveigjan-
leikann.
BBC hafði eftir Sigmundi að breskir stjórnmálamenn
gætu skoðað íslensku leiðina, en að standa utan Evrópu-
sambandsins hefði verið eitt af skilyrðum velmegunar ís-
lensku þjóðarinnar. Þá sagði hann að e.t.v. væri „einhver
þriðji valkostur“ betri fyrir Bretland. Það er sumsé
ýmislegt í stöðunni og einkar siðprútt og huggulegt að
vinsæli gaurinn ætlar að leyfa samlöndum sínum að gera
upp hug sinn í kjörklefanum.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Vinsælasti maðurinn á svæðinu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Félag eldri borgara í Reykja-vík og nágrenni (Feb) ísamvinnu við Samgöngu-stofu heldur námskeið á
næstunni um hvað beri að varast í
akstri á efri árum. „Þetta hefur ekki
verið gert áður hérlendis en svona
námskeið hafa skilað góðum árangri í
nágrannalöndum,“ segir Þórunn
Sveinbjörnsdóttir, formaður Feb.
Samgöngustofa vann að átaki
um öryggi eldri ökumanna fyrir
nokkrum árum, en það var sett til
hliðar í kjölfar bankahrunsins. Rykið
var dustað af hugmyndunum á nýleg-
um fundum með talsmönnum Feb og
haldið hefur verið undirbúnings-
námskeið til þess að aðlaga norskt
efni að íslenskum aðstæðum.
Áhættuhópur
Í samantekt Samgöngustofu frá
2010 kemur fram að öldruðum öku-
mönnum fjölgi verulega á næstu ár-
um og bent er á ökumenn 65 ára og
eldri valdi 66% umferðarslysa. Konur
lendi í þessum áhættuhóp 10 árum
fyrr en karlar.
Þórunn segir að hugsanlega
megi koma í veg fyrir hluta þessara
slysa séu eldri ökumenn meðvitaðir
um það hvað beri helst að varast í
umferðinni. Í því sambandi nefnir
hún umferðarmerki, akstur í hring-
torgum og vinstri beygjur á stórum
gatnamótum. „Við þurfum líka að
vera meðvituð um það hvenær við
eigum að hætta að keyra.“
Þórunn leggur áherslu á að það
sé einstaklingsbundið hvað fólk geti
keyrt lengi, en það sé ekki endilega
spurningin heldur hvenær borgi sig
fjárhagslega að hætta. „Það má taka
ansi marga leigubíla áður en kostnaði
við það að eiga bíl er náð,“ segir hún.
Leggur samt áherslu á að frelsi ein-
staklingsins skipti miklu máli og það
geti haft mikið að segja að eiga bíl
samfara því að búa lengur í heima-
húsi. Hinu megi ekki gleyma að
akstri fylgi mikið álag og eldri öku-
menn varist gjarnan að vera á ferð-
inni þegar umferð sé mest.
Fyrir nokkrum árum voru
skipulögð námskeið fyrir eldri öku-
menn í Noregi og kemur fram hjá
Samgöngustofu að árangur hafi verið
góður, því slysum á eldri ökumönnum
hafa fækkað mikið í kjölfarið. „Það er
líka markmiðið hjá okkur,“ segir Þór-
unn.
Ökuskírteinið gildi lengur
Við 70 ára aldur þarf að endur-
nýja ökuskírteini. Þegar sótt er um
endurýjun þarf að framvísa lækn-
isvottorði frá heimilislækni og augn-
lækni og mynd. Endurnýjun á stór
Reykjavíkursvæðinu er hjá Sýslu-
manninum á höfuðborgarsvæðinu á
Dalvegi í Kópavogi en á skrifstofu
viðkomandi sýslumanns annars-
staðar á landinu. Hafi umsækjandi
náð 70 ára aldri en sé ekki orðinn 71
árs er skírteinið endurnýjað til
þriggja ára. Síðan styttist gildistím-
inn eftir því sem fólk eldist og eftir 80
ára aldurinn er hann eitt ár.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir
að mörgum þyki það töluvert áfall að
þurfa að endurnýja ökuréttindin með
svona stuttu millibili auk þess sem því
fylgi mikill kostnaður. Hún bendir á
að láti fólk endurnýja skírteinið áður
en það verður 70 ára gildi réttindin í
fimm ár. Hinsvegar miði Danir við 75
ára aldur og sjálfsagt sé að taka mið
af því, bæði vegna þess að lífaldurinn
sé hærri hérna og svo sé kostnaður-
inn við endurnýjun óhóflegur.
Draga úr hættu eldri
borgara í umferðinni
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Eldri ökumenn varast gjarnan að vera á ferðinni í mikilli umferð.
Fyrsta nám-
skeiðið fyrir
eldri öku-
menn verður
10., 12. og
16. nóv-
ember kl.
14-16 í fé-
lagsheimili
Feb í Stang-
arhyl 4. Far-
ið verður yfir
helstu áhættuþætti auk þess
sem boðið verður upp á stuttan
aksturstíma. „Það er auðveld-
ara að draga úr hættunni ef við
erum meðvituð um það hvað
beri að varast,“ segir Þórunn.
Hún leggur áherslu á að engar
kvaðir fylgja þátttökunni og
frítt sé á þetta fyrsta námskeið.
Meðvituð um
hætturnar
NÁMSKEIÐ Í NÓVEMBER
Þórunn Svein-
björnsdóttir