Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Systurnar Gunnhildur (t.h) og Þórdís Georgsdætur fara alltaf með þrjár dætur Gunnhildar saman á stelpu- skeitkvöld. Aðalheiður Dís 10 ára rennir sér fimlega og mamma fylgist með. Þórdís hjálpar Elísabetu Rós 7 ára. sagt að hluta til af því að það kom svokölluð „longboard-tíska“ en longboard henta vel í að renna sér milli staða en ekki endilega til þess að gera hinar ýmsu kúnstir eins og flestir tengja hjólabrettin við. Núna sé ég miklu oftar stelpur sem nota hjólabretti sem ferðamáta til að komast á milli staða, og það finnst mér frábært. Hér áður voru bretta- fögin einstaklingsíþróttir, hvort sem það var snjóbretti, brimbretti eða hjólabretti, en það hefur breyst og það sem hefur verið gaman við þetta hér á Íslandi er að allir eru saman í brettunum og allir eru vinir. Þetta er samfélag þar sem ekki er grimm samkeppni þó svo að fólk sé stund- um að keppa.“ Aldrei of seint að byrja Linda Björk segir að ekki séu sérstök námskeið fyrir stelpur hjá Bretta- félaginu, en boðið sé upp á blönduð nám- skeið fyrir krakka af báðum kynjum. „Við erum að þreifa fyrir okkur með að setja á fót sérstakar stelpu- æfingar, við þurfum að kanna hvort næg þátttaka náist. Vonandi verður niðurstaðan sú að hægt verði að bjóða upp á slíkt nám- skeið eftir áramót. Undanfarin tíu ár höfum við haldið sérstök stelpu- skeit-kvöld og nú eru þau orðin reglulega í hverjum mánuði. Frá því við byrjuðum fyrir þremur mán- uðum að hafa slík kvöld í húsnæði hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar, þá hafa mætt um tuttugu stelpur á kvöldi, en flestar hafa þær verið um fjörutíu. Allar stelpur eru velkomn- ar, á hvaða aldri sem þær eru, byrj- endur eða lengra komnar. Eina skil- yrðið er að vera með hjálm. En það er hægt að fá lánaðan hjálm og það er líka hægt að fá lánað bretti ef þarf. Yngsta stelpan sem ég man eftir á slíku kvöldi var fjögurra ára en sú elsta var 45 ára. Ég stelst líka oft til að taka son minn sem er tveggja ára með mér á þessi kvöld, en þó ekki nema í stutta stund. Skeitkvöldin eru ekki æfing heldur opin kvöld, en þó er yfirleitt ein- hver að leið- beina aðeins. Annars eru bara allir að skeita fyrir sig og prófa. Að vera á hjólabretti er ótrúlega skemmti- legt, frelsistilfinningin sem fylgir því að vera á bretti er mjög góð,“ segir Linda Björk og bætir við að henni finnist hjólabrettin líkamlega erf- iðari en snjóbrettin, en erfiðið fari vissulega eftir því hvað fólk sé að gera á brettunum. „Þetta er alger- lega frábært sport og ég mæli með því fyrir alla. Það er aldrei of seint að byrja, þetta snýst bara um að hafa gaman.“ Gaman Samveran með öllum hinum er stór þáttur í að njóta brettakvölda. Svalur Arnar Freyr Jóhannsson er ekki nema 4 ára en var öruggur og flinkur. sem er menntaður flautuleikari með lokapróf frá Conservatorio di Musica L. Perosi á Ítalíu og mast- erspróf í kammertónlist frá tónlist- arháskólanum S. Cecilia í Róm. Pa- mela hefur unnið mikið með börnum. Hún hefur kennt flautuleik í Reykjavík, Kópavogi og á Selfossi. Þá stofnaði hún tónleikaröðina Töfrahurð fyrir börn sem síðan þá hefur staðið fyrir um áttatíu tón- leikum. Einnig hefur hún komið að útgáfu nokkra barnabóka; Karnival dýranna, Englajól, Strengir á tíma- flakki, Töfraflautan og Björt í Sum- arhúsi. – Menningarhúsi Spönginni Töfrahljóðfæri Hægt er að búa til hljóðfæri úr ýmsu ódýru hráefni sem til fellur á heimilinu. Morgunblaðið/Ómar Flautuleikari Pamela de Sensi kennir börnunum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Nathalía Druzin Halldórsdóttir messósópran og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda ljóða- tónleikana Á leið til Moskvu í Hljóð- bergi í Hannesarholti kl. 15 í dag, laugardag. Tónlistarkonurnar halda í tónleika- ferð til Rússlands í byrjun nóvember þar sem þær flytja sömu dagskrá á ýmsum viðburðum í Moskvu. Á efnisskránni eru íslensk og rúss- nesk verk eftir Glinka, Rachmaninov, Tchaikovskí, Pál Ísólfsson, Sigfús Ein- arsson, Sigvalda Kaldalóns og Snorra Sigfús Birgisson. Ljóðatónleikar Tónleikar Nathalía og Anna Guðný flytja íslensk og rússnesk verk. Tvær á leið til Moskvu Yngst Lauf- ey Ósk 3 ára var galvösk með brettið. Facebook: Stelpubrettafélag Facebook: Brettafélag Hafn- arfjarðar Á morgun, sunnudag 1. nóvember kl. 14-16, gefst fólki kostur á að koma með eigin gripi til greiningar hjá sér- fræðingum Þjóðminjasafnsins. Margt merkilegt hefur komið í ljós á fyrri greiningardögum. Greiningin er ókeypis en fólk beðið að stilla fjölda gripa í hóf og taka númer í afgreiðslu safnsins. Greiningar á gripum í einkaeign eru ekki aðeins fróðlegar fyrir eig- endur gripanna heldur gefst Þjóð- minjasafninu einnig einstakt tæki- færi til að fá yfirsýn yfir þá mörgu áhugaverðu og dýrmætu gripi sem til eru á heimilum landsmanna. Þjóðminjasafnið Greiningar á gripum Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is • Almennur handhreinsir sem byggir á náttúru- legum efnum. • Virkar jafnt með vatni og án. • Engin jarðolíuefni eru notuð. • Inniheldur aloa vera, jojoba olíu og lanolin til að mýkja húðina. • Virkar vel á olíu, feiti, blek, jarðveg, epoxy og lím. • Inniheldur fín malaðan sand til að hreinsa betur. Gengur illa að þrífa smurolíuna af höndunum? Eru lófarnir þurrir og rispaðir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.