Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
Það er í nógu að snúast hjá Páli Valssyni en í næstu viku koma úttvær bækur frá hans hendi auk haustheftis Skírnis, en Páll erritstjóri þess ágæta tímarits.
Fyrst ber að nefna bók hans og Egils Ólafssonar; Egils sögur – á
meðan ég man. „Þetta er öðruvísi ævisaga og svolítið óhefðbundin
nálgun á því formi, mósaíkmyndir af ævi og listamannsferli.“
Svo kemur út skáldsagan Víga-Anders og vinir hans, sem er þýðing
Páls á glænýrri skáldsögu eftir Jonas Jonasson, þann sem skrifaði
Gamlingjann en Páll þýddi einnig þá bók.
Síðast en ekki síst kemur Skírnir út í næstu viku en þetta sögu-
fræga tímarit kemur út tvisvar á ári og hefur Páll verið ritstjóri þess
síðan 2012. „Skírnir er elsta menningartímarit á Norðurlöndum og
þótt víðar væri leitað. Ég held að leitun sé að tímariti af þessu tagi
sem hefur komið út samfellt í næstum 200 ár.“
Páll starfar líka sem bókmenntaráðunautur hjá Forlaginu. „Þar
vinn ég aðallega með tilteknum höfundum sem ég hef unnið með í
gegnum tíðina, les yfir verk þeirra og er þeim til ráðuneytis.“
Páll hefur áhuga á ýmsu öðru en ritstörfum. „Ég fylgist með listum
og menningu í víðum skilningi, sem og þjóðfélagsmálum, hef yndi af
náttúrunni og tónlist sérstaklega og syng í kór sem heitir Ljótikór.
Svo fer ég á skíði og fylgist með fótbolta, er Framari.“
Páll er í sambúð með Nönnu Hlíf Ingvadóttur tónlistarkennara.
Dætur hans eru Álfrún, ritstjóri tímaritsins Glamour, Védís, nemi í
vöruhönnun í Listaháskólanum, og Steinunn Vala, sem er í framhalds-
námi í flautuleik í Stokkhólmi. Barnabörnin eru tvö: Halla Elísabet
Viktorsdóttir 7 ára og Arnar Páll Viktorsson 2 ára.
Rithöfundurinn, ritstjórinn og þýðandinn Þrjár bækur koma út í
næstu viku þar sem Páll bregður sér í mismunandi hlutverk.
Þrjár bækur koma
út í næstu viku
Páll Valsson er 55 ára í dag
G
unnar og Hjörleifur
fæddust á Hallormsstað
31.10. 1935 og ólust þar
upp í hópi níu systkina.
Barnaskólagangan var
aðeins röskir fimm mánuðir í farskóla
og fullnaðarprófi luku þeir 11 ára. Við
tók heimanám með bústörfum, utan-
skólapróf upp úr 1. bekk MA vorið
1950 og landspróf þaðan vorið 1951.
Þá skildi leiðir þeirra bræðra á náms-
brautinni, en allar götur síðan hafa
þeir verið samrýndir og samferða um
áherslur í landsmálum.
Nám og störf Gunnars
Gunnar fór í iðnnám syðra, lauk
sveinsprófi 1957, stundaði nám í Vél-
skóla Íslands og lauk þaðan prófi
1961. Eftir störf í Landsmiðjunni og
víðar fór hann til Óslóar í hagræðing-
arnám og var síðan ráðunautur fyrir
Málm- og skipasmiðasambandið og
við blaðamennsku. Hann hóf störf í
iðnaðarráðuneytinu 1973, varð þar
fulltrúi 1974 og sinnti fjölmörgum
verkefnum, m.a. um iðnþróun og
endurmenntun, orkusparnað og
einkaleyfi. Hann var síðan forstjóri
Einkaleyfastofunnar 1992-2002.
Gunnar var forseti Iðnnema-
sambands Íslands og ritstjóri Iðn-
nemans 1956-57, forseti Æskulýðs-
fylkingarinnar 1962-64 og gegndi
síðan ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Alþýðubandalagið til 1998 og eftir
það í VG til 2013.
Gunnar hefur gefið sig að morgun-
skokki, hjólreiðum, grænmetis-
ræktun og tónlist í gegnum tíðina.
Hann hefur sungið með ýmsum kór-
um frá 1956, m.a. Eddukórnum,
Karlakór Reykjavíkur og Kór ís-
lensku óperunnar. Jafnframt hefur
hann átt þátt í útgáfu nokkurra
hljómdiska og er, ásamt eiginkonu
sinni, Sigrúnu Jóhannesdóttur frá
Heiðarbæ í Þingvallasveit, þekktur
fyrir vísnasöng.
Þau eiga tvær dætur, Margréti
verkefnisstjóra, f. 1960, og Gerði,
fiðluleikara, f. 1964. Barnabörnin eru
fjögur talsins.
Nám og störf Hjörleifs
Hjörleifur hélt áfram námi í MA og
lauk þaðan stúdentsprófi úr stærð-
fræðideild vorið 1955 og vann á sumr-
um fyrir sér við skógræktarstörf á
Hallormsstað. Haustið 1956 hélt hann
til náms í líffræði við háskólann í
Leipzig í Austur-Þýskalandi og út-
skrifaðist þaðan með diplóm-gráðu í
ársbyrjun 1963.
Í Leipzig kvæntist hann eiginkonu
sinni, læknanemanum Kristínu,
Hjörleifur og Gunnar Guttormssynir frá Hallormsstað – 80 ára
Ljósmynd/GG
Á toppnum Gunnar, Hjörleifur og Loftur í júlí 2013 á tindi Hattar (1.106 m) við Hjálpleysu. Austfjarðafjöll í baksýn.
Áhugi á þjóðmálum og
náttúru er ættarfylgja
Tvíburarnir Gunnar og Hjörleifur.
Grindavík Gylfi Þór Harðarson fædd-
ist 31. október 2014 kl. 17.37. Hann vó
4.222 g og var 54 cm langur. Foreldrar
hans eru Anný María Lárusdóttir og
Hörður Þór Guðjónsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Inga Sól fæddist 31. októ-
ber 2014 kl. 2.48. Hún vó 3.140 g og
var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru
Ólafur Byron Kristjánsson og Kristín
Brynja Gunnarsdóttir.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
www.gilbert.is
ISLANDUS CLASSIC
VIÐ KYNNUM
TÍMALAUS HÖNNUN
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is