Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég byrjaði að leika mér áhjólabretti frekar seint,eða upp úr tvítugu, en þáhafði ég áður verið þó nokkuð á snjóbretti og síðar bættust brimbrettin við. Ég hef líka tekið þátt í mótorkrossi og öðru sem mér finnst skemmtilegt og spennandi og margir tengja frekar við karla en konur. En allar íþróttir eru fyrir alla, stelpur, stráka, konur og karla. Foreldrar mínir héldu að snjóbretta- áhugi minn væri bara bóla hjá mér þegar ég var yngri, en núna, fimm- tán árum seinna, sjá þau að þetta var ekki tímabundið heldur hefur þessi brennandi áhugi fylgt mér al- veg frá því ég byrjaði á brettum,“ segir Linda Björk Sumarliðadóttir, formaður Brettafélags Íslands og einn af stofnendum Stelpubretta- félagsins. „Þegar ég byrjaði á hjólabretti voru mjög fáar stelpur í þessu, ég vissi ekki um nema fjórar stelpur aðrar en mig sem stunduðu þetta eitthvað að ráði. Þó að það séu vissu- lega miklu fleiri stelpur núna á hjólabrettum þá eru ennþá frekar fáar sem eru virkilega góðar. Ég er til dæmis ekki virkilega góð,“ segir Linda Björk og hlær og bætir við að hún sé orðin 35 ára og komin með börn og fyrir vikið hafi hún minni tíma til að stunda hjólabretti en áð- ur. „Þessar stelpur sem stunda hjólabrettin mikið núna eru virki- lega góðar. Mér finnst þær alveg æðislegar og það er gaman að fylgj- ast með þeim. Þetta eru mjög efni- legar og klárar stelpur. Ylfa Rúnars- dóttir lauk til dæmis nýverið stúdentsprófi frá snjóbrettaskóla í Svíþjóð og hún á framtíðina fyrir sér í hjólabrettum jafnt sem snjóbrett- um.“ Hjólabretti sem ferðamáti Linda Björk segir að sér finnist hún sjá meira af fólki núna á hjóla- brettum en áður, bæði stráka og stelpur. „Þessi aukning skýrist sjálf- Stelpur fara á kost- um á hjólabrettum Stelpum hefur fjölgað undanfarið í hjólabrettaiðkun og einu sinni í mánuði er „Stelpuskate“ hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar. Þá koma stelpur á öllum aldri, frá 4 ára til 45 ára, til að renna sér á hjólabrettum. Linda Björk er í forsvari fyrir stelpubrettafélagið en hún hefur verið brettaiðkandi frá 18 ára aldri. Morgunblaðið/Eggert Brettastelpa Linda Björk hefur verið á brettum í áraraðir og kann því vel. Einbeiting Það þarf að vanda sig og æfa sig til að ná réttu töktunum. Menningarhátíðin Vökudagar, sem stendur sem hæst á Akranesi þessa dagana og lýkur 8. nóvember, hefur unnið sér fastan sess í menningarlífi Skagamanna. Dagskráin er fjölbreytt að vanda, t.d. eftirtaldir viðburðir auk fjölda annarra: Laugardagur 31. október Kl. 16 býður Kalman listafélag upp á kamm- ertónleika í Vina- minni með tónlist sem samin var í byrjun 19. aldar. Tónleikagestum býðst jafnframt að bragða á sér- bökuðu bakkelsi frá þessu tímabili. Kl. 13-16 Listamenn með vinnu- stofur í Samsteypunni sem áður var Sementsverksmiðjan eru með opið hús og geta gestir fylgst með þeim við vinnu sína. Sunnudagur 1. nóvember Kl. 14 Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Haraldur Sturlaugsson opna heimili sitt á Vesturgötu 32 fyrir stofutónleika. Hanna Þóra Guð- brandsdóttir sópransöngkona og Birgir Þórisson píanóleikari flytja tónlist eftir Edvard Grieg og Kurt Weill í bland við íslensk dægurlög. Mánudagur 2. nóvember Kl. 20 Skagakonan og rithöfund- urinn Sigurbjörg Þrastardóttir stýrir dagskrá rithöfundakvölds í Bóka- safni Akraness. Valinkunn skáld stíga á stokk og lesa úr verkum sín- um. Miðvikudagur 4. nóvember Kl. 15 Í tilefni af 60 ára starfs- afmæli Tónlistarskóla Akraness halda núverandi og fyrrverandi nem- endur tónleika og bjóða bæjarbúum upp á afmælistertu. Föstudagur 6. nóvember Kl. 20.30 Karlakórinn Svanir held- ur tónleika í sal Grundaskóla. Hljóm- sveitin Dúmbó og Steini tekur nokk- ur lög með kórnum. Kl. 20.30-22 verða styrkt- artónleikar Fjöliðjunnar í gamla ÞÞÞ- húsinu. Efnilegt tónlistarfólk og reynsluboltar koma fram. Laugardagur 7. nóvember Kl. 14 heldur Una Margrét Jóns- dóttir fyrirlestur um framlag þriggja kvenna, sem allar bjuggu í Kirkju- hvoli, til tónlistararfs Íslendinga. Fyr- irlesturinn er í tengslum við sýn- inguna Lengi býr að fyrstu gerð, tónlistararfur frá Kirkjuhvoli í Bóka- safni Akranesi. Nemendur Tónlistar- skólans flytja tónlist eftir konurnar í útsetningum Páls Ragnars Pálssonar. Listsýning í Tónlistarskólanum Bæjarlistarmaðurinn Gyða Jóns- dóttir er með sýninguna Samspil ásamt Drífu Gústafsdóttur og Elsu Maríu Guðlaugsdóttur. Dagskráin í heild er á vefsíðu Akraneskaupstaðar. Menningarhátíðin Vökudagar á Akranesi stendur sem hæst Svanir Karlakórinn Svanir á Akranesi var endurvakinn fyrir þremur árum. Tónleikar, myndlist og kræs- ingar í boði Skagamanna Bæjarlist Verk eftir Gyðu Jónsdóttur, bæjarlistamann Akraness 2015. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir Sagt er að hljómurinn úr töfrakistu álfanna fái fólk í mannheimum til að sofna svo ekki sé unnt að vekja það aftur nema með því að blása í álfahornið. Álfadrottningin á líka töfrahljóðfæri, sérstaka frostkast- aníettu sem hún spilar á til að kalla fram snjó og frost. Slíkt hljóðfæri sem og önnur töfra- hljóðfæri álfanna verða kynnt fyrir börnum og fylgdarmönnum þeirra í hljóðfærasmiðjunni í Borgar- bókasafni – Menningarhúsi Spöng- inni kl. 14 til 16 í dag. Í hljóðfærasmiðjunni er börn- unum einnig kennt að búa til sín eigin töfrahljóðfæri eins og flautur, horn, trompett, slagverk og einföld strengjahljóðfæri úr ódýru hráefni, plasti, tré eða ýmsu efni sem fellur til heima hjá þeim. Umsjón hefur Pamela de Sensi, Hljóðfærasmiðja í Borgarbókasafni Börnin búa til sín eigin töfrahljóðfæri Fristad Kansas Vinnufataverslunin Fákafeni 11 www. .is ÞÆGINDI OG GÆÐI Í FYRIRRÚMI VINNUSKYRTUR FRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.