Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. 12 sagt upp hjá 365 miðlum 2. Fékk nóg og strunsaði af sviðinu 3. Sýndi líkamann eftir brjóstnám 4. Tvítugur milljarðamæringur …  Plötuútgáfufyrirtækið Oration og hljóðverið Studio Emissary standa að tveggja daga svartmálmstónlistar- hátíð 19. og 20. febrúar á næsta ári á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík. Hátíðin nefnist Oration MMXVI og verður á henni boðið upp á það besta og ferskasta sem er að finna í svart- málmsþungarokki í heiminum í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum. Á hátíðinni leika íslensku sveitirnar Svartidauði, Sin- mara, Misþyrming og Abominor, írska hljómsveitin Malthusian og írsk- íslenska sveitin Slidhr, hin banda- ríska Ævangelist og ísraelska hljóm- sveitin Mortuus Umbra. Einnig munu írsk-íslenska sveitin Rebirth of Ne- fast og hin íslenska Wormlust koma fram á sviði í fyrsta sinn eftir margra ára bið. Fleiri hljómsveitir munu að öllum líkindum bætast á listann. Svartmálmshátíð haldin á Húrra  Skáldsaga Jóns Kalmans Stefáns- sonar Fiskarnir hafa enga fætur fær sex stjörnur af jafnmörgum mögu- legum í danska dagblaðinu Jyllands- Posten, en bókin kom út á dönsku í gær í þýðingu Kims Lembek. Gagnrýn- andi blaðsins á vart orð til að lýsa hrifningu sinni og lýsir henni sem meistaraverki. Segir hann frásögn Jóns Kalmans rismikla og birtu yfir tungumáli hans. Rýnir Berlingske gef- ur bókinni fimm stjörnur og segir hana mesta stórvirki Jóns Kalmans, sem tilnefndur var til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs fyrir hana. Rýnir hrós- ar höfundi fyrir að lýsa margbrotnum manneskjum í stað þess að skapa aðeins persónur í skáldskap. Stjörnum hlaðið meistaraverk FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt 3-8 og stöku skúrir, en þurrt á N- og V-landi. Hiti 2 til 8 stig að deginum. Hægviðri í kvöld, léttskýjað að mestu og frystir víða inn til landsins. Á sunnudag Suðlæg átt 10-15 m/s og rigning eða slydda, einkum sunnan- og vest- anlands. Hiti 1 til 8 stig. Skúrir um kvöldið, en léttir til á N- og A-landi. Á mánudag Sunnan 8-13 m/s og rigning eða slydda, en þurrt og bjart veður norðaust- antil á landinu. Hiti 1 til 6 stig. Forráðamenn úrvalsdeildarliðsins Tindastóls í körfuknattleik karla voru ekkert að tvínóna í gærmorgun, hálf- um sólarhring eftir tap fyrir Haukum á heimavelli. Þeir leystu Pieti Poikola þjálfara og aðstoðarmann hans, Harri Mannonen, undan samningi. Aðeins fjórar umferðir eru búnar af deildar- keppninni. Tindastóll hefur unnið tvo af leikjunum fjórum. »1 Finnarnir farnir frá Sauðárkróki Keflvíkingar eru á toppi Dominos-deildar karla með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Liðið vann örugg- an sigur á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í gærkvöldi. Á sama tíma unnu Íslands- meistarar KR einnig örugg- an sigur á Njarðvík. Hafa KR-ingar unnið þrjá leiki af fjórum en Njarðvíkingar eru með tvo sigra og tvö töp. »2-3 Fullt hús stiga hjá Keflvíkingum „Það er mikil spenna í loftinu. Við eigum ennþá möguleika á titlinum en því miður er þetta ekki í okkar hönd- um. Við þurfum að treysta á að Norr- köping misstígi sig og vinna okkar leik,“ segir Hjálmar Jónsson, knatt- spyrnumaður hjá Gauta- borg. Hann er annar tveggja íslenskra knatt- spyrnumanna sem geta orðið sænskir meist- arar í dag þegar lokaumferðin verður leikin. »1 Íslendingar í titilbar- áttu í Svíþjóð Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Galdurinn við að halda fyrirtæki gangandi í 80 ár er sá að fjárfesta ekki um of á uppgangstímum. Þann- ig má betur mæta efnahagslegum lægðum sem koma á sjö ára fresti líkt og um biblíulegt lögmál sé að ræða á Íslandi.“ Svo segir Eyjólfur Eyjólfsson sem á trésmíðaverk- stæðið Axis ásamt Gunnari, bróður sínum. Í tilefni 80 ára afmælis fyrir- tækisins mætti Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, í gær og gangsetti nýja, tölvustýrða plötuvél. EFTA-samnningur heillaspor Axis-húsgögn var stofnað á Akra- nesi árið 1935 af Axel Eyjólfssyni, afa Eyjólfs. Starfsemin var flutt til Reykjavíkur árið 1946 og var fyrst í Árbæ en lengi í Skipholti áður en fyrirtækið flutti í Kópavog árið 1974. „Hvatinn að því að við tókum skref í átt að fjöldaframleiðslu var EFTA- samningurinn sem var innleiddur árið 1972,“ segir Eyjólfur. Í samn- ingnum fólst m.a. fríverslun með iðnaðarvörur og nutu húsgögn því ekki tollverndar eins og var fram að þeim tíma. „Svar okkar við þessum breyt- ingum var að keppa við stóra aðila og framleiða í meira magni. Það var heillaspor og við stöndumst sam- keppni við erlenda framleiðendur hvað verð og gæði varðar,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækið hefur lengst- um lagt áherslu á innréttingar og skrifstofuhúsgögn. „Allra síðustu ár höfum við einnig verið að framleiða húsgögn og höfum m.a. tekið þátt í Hönnunarmars,“ segir Eyjólfur. Hann segir að reglulegar sveiflur í efnahag þjóðarinnar hafi mikil áhrif á reksturinn. „Að sjálfsögðu hafa komið erfiðleikar í rekstrinum. Það er nánast biblíulegt harðæri sem við glímum við á sjö ára fresti í þessum geira,“ segir Eyjólfur. Hjá fyrirtæk- inu starfa um 30 manns. „Við erum gamalt fyrirtæki og njótum þess að hafa ekki þanið okkur út í upp- sveiflum. Við höfum notið góðs af því og aldrei sagt upp fólki í niður- sveiflum. Til að mynda fórum við í heilmiklar framkvæmdir í síð- ustu kreppu. Þá vor- um við búnir að leggja til hliðar fé sem hefði farið í fjár- festingar á vélum eða eitthvað slíkt. Þess í stað ákváðum við að endurgera húsið að framan og notuðum mannskapinn í það til að halda honum í vinnu,“ segir Eyjólf- ur að endingu, Standa af sér sveiflurnar  Trésmíðaverk- stæðið Axis fagn- ar 80 ára afmæli Morgunblaðið/Eggert Stór stund Á afmælinu gangsetti Ragnheiður Elín Árnadóttir nýja tölvustýrða plötuvél. Með henni á myndinni eru frá vinstri Richard Guðmundur Jónasson og eigendurnir Gunnar Eyjólfsson og Eyjólfur Eyjólfsson. „Við höfum sennilega selt um 70 stykki af þessum sófa. Hann er úr hljóðdempandi efni þannig að þú færð frið í honum þegar þú ert í opnu rými,“ segir Eyj- ólfur um hljóðsófann Einrúm sem vakið hefur athygli og má m.a. finna í Hörpu og Háskólanum í Reykjavík. Sófinn var kynntur á Hönnunarmars árið 2013 og seg- ir Eyjólfur að fyrirtækið hafi fengið fyrirspurn frá út- löndum. Sturla Már Jónsson, húsgagnasmiður og arkitekt, á heiður af hönnuninni. „Hann var með verk- fræðing með sér í þessu og ég held að hljóðdempunin í þessu sé sú allra besta sem völ er á,“ segir Eyjólfur en hægt er að fá sófann í ýmsum litasamsetningum. Einrúm hefur selst vel ÞEGAR ÞÚ VILT FRIÐ Í OPNU RÝMI Einrúm-sófi frá Axis. Hönnun: Sturla Már Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.