Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
✝ Sigrún Hró-bjartsdóttir,
Hamri í Skaga-
firði, fæddist á
Sauðárkróki 23.
maí 1927. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á
Akureyri 16. októ-
ber 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Vil-
helmína Helga-
dóttir húsfreyja, f.
1894, d. 1986, og Hróbjartur
Jónasson, f. 1893, d. 1979,
múrarameistari og bóndi á
Hamri í Hegranesi. Sigrún var
fjórða af sex systkinum sem öll
eru nú látin. Hin eru Sigmar, f.
1919, d.2015, Jónas, f. 1923, d.
1983, Haraldur, f. 1925, d.
1985, Erla Ragna, f. 1928, d.
2014, og yngstur var Þór, f.
1931, d. 1940.
Er Sigrún vann sem ráðs-
kona við Bændaskólann á Hól-
um kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum Einari Krist-
inssyni frá Eyvindarstöðum í
Vopnafirði, f. 17. mars 1932.
Foreldrar hans voru hjónin
Björg Sigríður Einarsdóttir, f.
1901, d. 1981, og Kristinn
Daníelsson, f.
1889, d. 1969. Sig-
rún og Einar
gengu í hjónaband
26. desember
1954.
Börn þeirra eru:
1) Björg Kristín, f.
30. júní 1957, gift
Óskari F. Hall-
dórssyni. Börn
þeirra eru Sigrún
Svanhvít, Einar
Haukur og Ingvi Þór. 2) Ásdís,
f. 27. febrúar 1959, gift Svan-
laugi H. Halldórssyni. Börn
þeirra eru Einar, Halldór,
Svandís Ósk og Heiðrún
Helga. 3) Sævar, f. 11. júlí
1962, kvæntur Unni Sævars-
dóttur. Börn þeirra eru Gunn-
ar Helgi, Ragnar Smári, Krist-
inn og Eyrún. 4) Ragnar Þór,
f. 25. ágúst 1969, kvæntur
Margréti B. Arnardóttur. Dæt-
ur þeirra eru Rebekka Dröfn
og Tanja Kristín. Synir Ragn-
ars Þórs og Erlu Einarsdóttur
eru Kristþór og Gísli Felix.
Barnabarnabörnin eru sautján.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 31.
október 2015, kl. 14.
Elskulega Sigrún amma er
farin frá okkur en þakklæti fyrir
allar stundirnar og yndislegar
minningar ylja um hjartarætur.
Ég var 11 ára snáði þegar ég
kom í Hamar en frá fyrstu
stundu fannst mér ég vera kom-
in heim, móttökurnar hlýjar og
engu líkar og frá þessum degi
hef ég kallað þig ömmu. Yfirveg-
uð og með einstaklega hreint
hjartalag, ekki var sagt styggð-
aryrði um nokkurn mann en allt-
af stutt í góðlátlegt grín þegar
sá gállinn var á okkur. Manni
leið alltaf betur eftir að hafa tal-
að við þig, ró í hjartanu og ein-
hver notaleg tilfinning fylgdi
lengi á eftir. Þú hafðir mikinn og
smitandi áhuga á gróðurræktun
og allt blómstraði í kringum þig,
natnin einstök við plönturnar og
allt líf fram á seinasta dag. Guð
varðveiti góða ömmu og styrki
afa og alla ástvini í sorginni.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili.)
Með þökk fyrir öll árin okkar
saman
Gunnar Helgi, Lína og börn.
Elsku amma.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa um samband
okkar tveggja. Það eru forrétt-
indi að hafa fengið að alast upp í
skjóli ykkar afa, enda eru fáar
manneskjur sem standa hjarta
mínu nær en þið tvö.
Við höfum í gegnum tíðina
bardúsað mikið saman og á ég
ótal minningar af því þegar þú
sagðir okkur systkinunum sögur
frá gamla tímanum, last með
mér ljóð og kenndir mér að
prjóna og spila lönguvitleysu.
Það voru líka svo yndislegar
stundir þegar við sátum saman
og sungum lög úr vínrauðu söng-
bókinni þinni, stundum sungum
við saman og stundum söng ég
ein fyrir þig á meðan þú útbjóst
kvöldmatinn fyrir afa.
Betri fyrirmynd en hana
ömmu er erfitt að finna. Hún bar
mikla virðingu fyrir bæði mönn-
um og dýrum, hafði ríka réttlæt-
iskennd og var afskaplega skiln-
ingsrík. Amma var óþrjótandi
viskubrunnur þegar kom að
blómum og garðyrkju, enda
hafði hún einstakt lag á allri
ræktun, sennilega vegna þess að
hún talaði við blómin.
Elsku amma, nú höfum við
kvaðst í síðasta sinn. Ég veit að
nú ertu komin í sumarlandið
sem þú talaðir stundum um, um-
vafin sólskini og blómum í haga.
Það er sárt að kveðja en minn-
ing þín lifir sem ljós í hjarta
mínu.
Hvíldu í friði.
Þín,
Eyrún.
Það er stundum talað um
hvernig nærveru fólk hefur. Ég
hef alltaf talið að þá sé átt við
hvernig öðrum líður í návist
þessa einstaklings. Þegar ég
kynntist manninum mínum, Ein-
ari, fyrir rúmlega 12 árum, fann
ég strax hvað hann hafði góða
nærveru. Hann er hlýr og
traustur og lætur fólki líða eins
og það sé velkomið heim til okk-
ar þegar það kemur. Þetta eru
mikilvægir eiginleikar. Við höfð-
um ekki verið lengi saman þegar
við skruppum norður á Sauðár-
krók til að hitta foreldra hans og
stórfjölskyldu. Einar langaði
mikið til að kynna mig fyrir
ömmu sinni og afa, Einari og
Sigrúnu á Hamri í Hegranesi. Í
fyrsta sinn sem ég kom til þeirra
var mér sérstaklega vel tekið og
ég fann strax hvaðan Einar hafði
þessa góðu eiginleika. Mér leið
eins og ég væri velkomin og var
umvafin hlýju. Síðan þá hef ég
oft setið við fallega dúkað borð í
stofunni hjá Sigrúnu, borðað
rjómapönnukökur og drukkið
kaffi og liðið vel. Nú finn ég hvað
þetta voru dýrmætar stundir.
Síðastliðið sumar fórum við
mæðgur með Sigrúnu í bíltúr og
kaffi. Við skoðuðum gamlar
myndir af mannlífinu á Sauðár-
króki og Sigrún fræddi okkur
um gömul hús og þekktar konur
úr Skagafirði. Þetta var sérstak-
lega skemmtilegur dagur og
minning sem lifir með mér
áfram. Sigrún var mjög fróð og
oft fékk Þjóðminjasafn Íslands
að leita til hennar í upplýsinga-
söfnun. Það er mikilvægt að
hennar fróðleikur lifi áfram þar.
Þegar talað er um hvernig
nærveru fólk hefur er sjaldan
talað um annað en góða eða
vonda nærveru en Sigrún
tengdaamma mín hafði græðandi
nærveru. Það óx allt og dafnaði
betur hjá henni. Afkomendur
hennar eru sérstaklega ljúfir,
hæfileikaríkir og vel gerðir ein-
staklingar. Þeir hafa alist upp
við hennar hlýju, faðmlög og
leiðsögn og hafa hennar góðu
eiginleika. Í hraða samfélagsins í
dag skipta þessir eiginleikar
máli. Við skulum staldra við og
hlúa að okkar afkomendum eins
og Sigrún hlúði að blómunum
sínum.
Hjá manninum mínum, dætr-
um okkar og hinum börnum,
barnabörnum og barnabörnum
Sigrúnar lifir hennar góða nær-
vera og innilegu faðmlögin
áfram.
Elsku Sigrún, takk fyrir mig.
Guðrún Þuríður
Höskuldsdóttir.
Með fyrstu minningum ungs
drengs er Sigrún föðursystir
mín að handmjólka í gamla torf-
fjósinu á Hamri. Rúna í fjósa-
gallanum með rauðan skýluklút
bundinn um höfuðið og mjólkaði
af krafti svo mjólkin freyddi í
fötunni. Kýrin stóð á trébás við
flór sem var lagður með stein-
hellum og steypt á milli. Halinn
á kúnni bundinn við band svo
mjaltakonan fengi hann ekki for-
ugan í andlitið. Eflaust hefur
hún spjallað við mig milli þess
sem hún talaði til kýrinnar, róaði
hana og klappaði.
Rúna frænka bjó með honum
Einari og börnum þeirra á
Hamri í sama húsi og fjölskylda
mín í rúmlega þrjátíu ár. Meðan
börnin voru öll heima voru þetta
tólf manns sem bjuggu þarna
saman. Þótt húsið þætti stórt á
þess tíma mælikvarða hefur ef-
laust ekki alltaf verið auðvelt að
láta þessa sambúð ganga
snurðulaust fyrir sig en Rúna
hafði á sinn hægláta og yfirveg-
aða hátt lag á að gera gott úr
hlutunum og koma því spaugi-
lega að. Ég man ekki til þess að
hafa séð hana skipta skapi og
skammir fékk maður ekki nema
hafa unnið rækilega til þeirra.
Til hennar var gott að sækja og
má segja að hún hafi verið mér
og systkinum mínum eins og
önnur móðir.
Sem bóndakona gekk hún í
flest verk utanhúss og fyrir nú-
tíma vélvæðingu við heyskap
urðu vinnudagarnir oft langir og
lítið um hvíld meðan heyskapur
stóð yfir. Auk inniverka á stóru
heimili þurfti alltaf að sinna
mjöltum og minnisstæð eru
haustverk í sláturtíð þegar allt
sem til féll af skepnunni var
nýtt.
Um það bil sem ég komst al-
mennilega til vits var byggt nýtt
fjós úr steinsteypu og fljótlega
farið að mjólka með mjaltavélum
sem létti fjósstörfin en gamla
torffjósið, norðan við íbúðarhús-
ið, jafnað við jörðu. Þegar árin
færðust yfir hjá þeim Einari tók
Sævar sonur þeirra við búinu en
þau bjuggu áfram á Hamri. Þeg-
ar breytingar urðu á búskapar-
háttum og hætt var með mjólk-
urkýr var greinilegt að frænka
mín var ekki sátt við þá þróun
mála. En þegar þriðja kynslóðin
kom inn í búreksturinn með
Kristni, syni Sævars, og byggt
var nýtt fjós með mjaltaþjóni og
nýjustu tækni fann maður hve
glöð hún var og fagnaði þessum
framförum.
Rúna náði að lifa það að sjá
fjórðu kynslóðina bætast við á
Hamri og viðbyggingu rísa við
íbúðarhúsið á grunni gamla torf-
fjóssins norðan við íbúðarhúsið.
Segja má að lífshlaup hennar
sem húsfreyju í sveit endur-
spegli þær miklu breytingar sem
hafa orðið á öllum sviðum í að-
búnaði og verktækni í sveitum
landsins frá þriðja áratug síð-
ustu aldar til dagsins í dag.
Fyrir hönd mömmu og systk-
ina minna vil ég þakka fyrir
samfylgdina í gegnum árin og
alla þá ástúð og hlýju sem Sig-
rún sýndi ávallt okkur og fjöl-
skyldum okkar. Einari, börnum
þeirra og öllum afkomendum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Bragi Þór.
Nú er komið að kveðjustund
þegar félagssystir okkar Sigrún
Hróbjartsdóttir á Hamri er horf-
in á braut. Svona er lífið, að
heilsast og kveðjast, það er lífs-
ins saga. Hún hefur verið starf-
andi í Kvenfélagi Rípurhrepps
frá því að það var endurvakið í
mars 1951 og er sú síðasta sem
fer af þeim 14 konum sem voru
stofnfélagar. Hún sat lengi í
stjórn, bæði ritari og formaður
félagsins í mörg ár, og var gerð
að heiðursfélaga árið 2008. Hún
var dugleg og áhugasöm fé-
lagskona, samviskusöm og heið-
arleg og gott að starfa við henn-
ar hlið. Við áttum margar góðar
stundir saman. Við söknum
hennar úr hópnum okkar og
þökkum fyrir öll hennar störf í
þágu félagsins. Minningar um
góða konu lifa. Öllum ástvinum
hennar sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að blessa þau.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim;
á undra vængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún.)
Fyrir hönd kvenfélagskvenna
í Kvenfélagi Rípurhrepps,
Ingibjörg J. Jóhannesdóttir,
fyrrverandi formaður,
Ásbjörg Valgarðs-
dóttir formaður.
Sigrún
Hróbjartsdóttir
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
MEÐ VIRÐINGU
OG KÆRLEIK Í 66 ÁR
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
www.útför.is
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
E. GUNNAR SIGURÐSSON
frá Seljatungu,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
fimmtudaginn 22. október.
Útför hans fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju
þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 11.
Rútuferð verður frá BSÍ klukkan 9.30 sama dag.
.
Guðný V. Gunnarsdóttir,
Sigrún S. Gunnarsdóttir, Jón Ásmundsson,
Margrét Kr. Gunnarsd., Gunnar Þ. Andersen,
Laufey S. Gunnarsdóttir,
Einar Gunnar Sigurðss., Ingunn Svala Leifsdóttir,
Richard V. Andersen,
Andri Einarsson, Rannveig Eriksen,
Ísak Logi Einarsson, Dagur Orri Einarsson,
Lovísa Eriksen Andrad., Magnea Eriksen Andrad.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN KRISTJÁNSSON
kennari,
Blásölum 22,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
21. október sl., verður jarðsunginn frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á styrktarsjóð Krabbameinsfélagsins.
.
Aðalheiður Edilonsdóttir,
Kristján G. Sveinsson, Sigríður Hjörleifsdóttir,
Edda Lilja Sveinsdóttir, Páll Árnason,
Ingibjörg A. Sveinsdóttir, Þröstur Magnússon,
Stefán Jökull Sveinsson, Sjöfn Sigurgísladóttir,
Kolbrún Sveinsdóttir,
afa- og langafabörn.
Elsku mamma okkar, tengdamamma og
amma,
AÐALHEIÐUR BÓASDÓTTIR,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Kvenfélagið Hringinn.
.
Anna Jakobína Hilmarsd., Guðjón Þór Guðjónsson,
Ásdís Hrönn Hilmarsd., Gunnfríður Ingimundard.,
Hjörleifur Heimir Hilmarsson,
Diðrik Hilmar og Trygve Heimir,
Davíð Örn Guðjónsson, Marija Guðjónsson.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
BJÖRN JÓNASSON,
Stóragerði 29,
108 Reykjavík,
jarðfræðingur og framkvæmdastjóri
hjá Varahlutaversluninni Kistufelli,
lést á Landspítalanum 24. október síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
4. nóvember klukkan 15.
.
Jóhanna Kristín Björnsdóttir, Þórir Ingþórsson,
Þórunn Jóhanna Þórisdóttir,
Elísabet Hildur Þórisdóttir.