Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 1. nóvember kl. 14-16: Áttu forngrip? Sérfræðingar greina gripi almennings. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni I Ein/Einn - Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Blaðamaður með myndavél á Veggnum Lítil á Torginu Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Listasafn Reykjanesbæjar Andlit bæjarins, 300 ljósmyndir 3. september – 8. nóvember Byggðasafn Reykjanesbæjar Þyrping verður að þorpi Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn LISTASAFN ÍSLANDS NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP 18.9. 2015 - 3.1. 2016 VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS – FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA 21.7. - 1.11. 2015 ATH. síðasti sýningardagur er sunnudagur 1. nóvember. PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 17. 10. 2015 - 29.11. 2015 Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR SPEGILMYND 11.10. - 29.11 2015 SPEGILMYND - Leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar sun. 1. nóv. kl. 15 Eyrún Óskarsdóttir, listfræðingur leiðir gesti um sýninguna. Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Laugardagur 31. október kl. 15: Gjörningur í tengslum við sýninguna Lítil Sunnudagur 1. nóvember: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsið Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17. SAFNAHÚSIÐ Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Heimurinn án okkar Síðasta sýningarhelgi Björg Þorsteinsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Finnur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Marta María Jónsdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Steina, Vilhjálmur Þorberg Bergsson Fjölskylduleiðsögn og Hrekkjavöku-listasmiðja laugardag 31. október kl. 14 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hinn margsigldi dömukór Graduale Nobili fagnar fimmtán ára afmæli með tónleikum í Langholtskirkju klukkan 17 á morgun sunnudag, á allraheilagramessu. Jón Stefánsson stofnaði kórinn á haustdögum árið 2000 og hefur stjórnað honum frá upphafi. Á tónleikunum á morgun munu margir fyrrverandi kórfélagar slást í hópinn, svo kórinn, sem 24 stúlkur syngja alla jafna í, mun þá telja milli 40 og 50 raddir. Kór- félagar hyggjast flytja „verk af ýms- um stærðum og gerðum, uppáhalds- verk kórfélaganna“. Ævintýri fyrir lífstíð með Björk Að sögn Jóns Stefánssonar hefur Graduale Nobili tekið á sig ýmsar myndir á þeim fimmtán árum sem kórinn hefur starfað. Frá upphafi hafa 92 dömur verið kórfélagar en kórinn hefur unnið til verðlauna fyr- ir söng sinn, haldið fjölda tónleika hér á landi og víða erlendis og ber þar hvað hæst farsælt samstarf við Björk Guðmundsdóttur í Biophilia- verkefninu sem vakti heimsathygli. „Þá ferðuðust stúlkurnar um allan heim með Björk á þriggja ára tíma- bili,“ segir Jón. „Síðasta árið voru þær á ferðalagi í sex mánuði. Það var ævintýri fyrir lífstíð.“ Um tónleikana á morgun segir hann alla fyrrverandi kórfélaga, sem tiltækir eru, hafa æft undanfarið með kórnum eins og hann er skip- aður nú. „Það er mikið gegnumstreymi í kórunum,“ segir hann. „Til að mynda eru margar þeirra nú í söng- námi erlendis. Það er lúxusvandamál hvað þær staldra stutt við!“ segir hann og hlær. Þegar spurt er hvernig hafi geng- ið að taka eldri söngkonurnar inn á æfingar að nýju, segir Jón að þau hafi æft upp verk sem þau hafi tekist við á mismunandi tímum en alltaf kunni einhver kjarni hópsins þau. „Um það bil helmingur stofnfélag- anna syngur með okkur á þessum tónleikum, af þeim 24 sem ég byrjaði með árið 2000,“ segir hann. Og um aðdraganda stofnunar kórsins segir hann að á þessum tíma hafi Gra- dualekórinn við Langholtskirkju verið orðin níu ára gamall og í hon- um hætta kórfélagar um 18 til 19 ára aldurinn. „Ég var búinn að horfa á eftir fantafínum söngvurum sem urðu að hætta sökum aldurs, og hurfu þá á braut. Við höfðum farið í tónleika- ferð til Kanada sumarið 1999 og eftir það buðu foreldar einar stúlkunnar fararstjórunum og nokkrum kór- félögunum í þorrablót. Þá fóru nokkrar af stelpunum, sem voru að hætta, að ræða við mig hvort ekki mætti halda áfram. Þá kviknaði hug- myndin sem ég hrinti í gang haustið eftir.“ Og síðan hefur Jón haldið Graduale Nobili kórnum einnig úti, fyrir utan eitt ár sem starfsemin lá niðri. „Þá fóru svo margar stúlkn- anna til útlanda að læra. Ein þeirra er nú heldur betur að gera það gott,“ segir hann og á við Kristínu Sveins- dóttur sem er að læra og syngja við Scala-óperuhúsið í Mílanó. „Við erum auðvitað að rifna af monti yfir henni,“ segir Jón. Alltaf erfið verk Um verkefnin á tónleikunum á morgun segir Jón að hann að hann hafi beðið söngkonurnar að stinga upp á verkum og síðan hafi verið val- ið úr. „Þetta eru alltaf erfið verk, upp á fimm plús, þeim finnst ekkert gaman að syngja neitt léttara en það. Þetta er ögrandi.“ Kórverkin sem hljóma eru bæði íslensk og erlend. „Til dæmis verk sem hafa verið samin fyrir kórinn, eitt samdi Þorkell Sigurbjörnsson beinlínis fyrir keppni sem við tókum þátt í erlendis. En ferill þess kórs hefur verið magnaður – þetta hefur verið frábær tími hjá okkur öllum,“ segir Jón. Ferill kórsins hefur verið magnaður  Fyrrverandi félagar Graduale Nobili syngja með á afmælistónleikum  Milli 40 og 50 söngkonur taka þátt og syngja eftirlætislög frá fimmtán árum  Margar stúlknanna hafa farið í söngnám „Fantafínar söngkonur“ Jón Stefánsson með kjarna Graduale Nobili-kórsins, eins og hann er um þessar mundir. Dagur myndlistar verður haldinn hátíðlegur í dag og er hann hugsaður sem vitundarátak með það að markmiði að auka þekkingu landsmanna á starfi íslenskra mynd- listarmanna, eins og segir á vefsíðu hans, dagurmynd- listar.is. Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hef- ur staðið fyrir þessum degi í nokkur ár og er fólki m.a. boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra. Meðal þeirra sem opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi eru Hulda Hlín Magnúsdóttir sem er með vinnustofu að Tjarnargötu 40 í Reykjavík og Björg Ei- ríksdóttir að Engimýri 12 á Akureyri. Lista yfir opnar vinnustofur og frekari upplýsingar um daginn má finna á dagurmyndlistar.is. Opnar vinnustofur á Degi myndlistar Hulda Hlín Magnúsdóttir Andakt verður í Breiðholtskirkju í Mjódd annað kvöld kl. 20, á allraheilagra- messu. Andaktin er fléttuð saman úr tónlist og ljóða- lestri, kór kirkj- unnar flytur huggunarríka tónlist og sálma og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson rithöfundur les úr ljóðum sínum. Flutt verður tónlist eftir J.S. Bach, Þorkel Sigurbjörns- son, Jón Nordal og Johannes Brahms m.a. Stjórnandi kórsins er Örn Magnússon. Tónlist og ljóð í Breiðholtskirkju Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Kórinn Schola cantorum heldur tónleika við kertaljós í Hallgrímskirkju kl. 17 á morgun, 1. nóvember, á allraheilagramessu. Tónleikarnir bera yfirskriftina Hvíld. „Hefð er orðin fyrir slíkum tónleikum Schola can- torum á þessum forna helgidegi þegar látinna er minnst og verða að þessu sinni flutt sérlega falleg og áhrifamikil verk frá 20. og 21. öldinni er hæfa hvíld- inni eilífu,“ segir í tilkynningu. Til dæmis verði flutt hið tregafulla og ljúfa „Requiem“ eftir Jón Leifs, hið ójarðneska „Lux aurumque“ eftir Eric Whitacre, „The Lamb“ eftir Tavener sem sé alltaf jafn áhrifamikið í einfaldleika sínum og „Heyr himna smiður“ eftir Þorkel Sigurbjörns- son, sálmurinn sem margir telji þann fegursta sem saminn hafi verið hér á landi. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson. Schola cantorum syngur við kertaljós Hörður Áskelsson Kvennakórinn Heklurnar held- ur hausttónleika í Guðríðarkirkju á morgun kl. 15. Á efnisskránni verða síðróm- antísk, frönsk verk eftir ýmis tónskáld, þ. á m. Berlioz, R. Hahn, Reinecke, G. Fauré og Poulenc og meðal verka „La mort d’Ophélie“ eða „Dauði Ofelíu“ eftir Berlioz. Fimm manna strengjasveit leikur með kórnum og stjórnandi á tón- leikunum verður Lilja Eggerts- dóttir. Heklurnar syngja síðrómantísk verk Lilja Eggertsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.