Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
✝ SólborgSveinsdóttir
fæddist á Hrygg-
stekk, Skriðdal, S-
Múlasýslu, 19. júlí
1919. Hún lést á
Borgarspítalanum
21. október 2015.
Foreldrar Sól-
borgar voru
Sveinn Pálsson, f.
11.10. 1885, d.
28.7. 1970, og
Anna Guðmundsdóttir Kjerúlf,
f. 26.2. 1894, d. 6.5. 1983.
Sólborg var næstelst fjög-
urra systkina. Hin systkinin
eru Þuríður, f. 1915, d. 2010,
Guðríður, f. 1922, d. 2009, og
Nikulás, f. 1928.
Halldóra, f. 14.9. 1948, Stein-
unn, f. 15.3. 1950, Sveinn, f.
28.12. 1951, Jón Þór, f. 14.7.
1955, Viðar, f. 24.6. 1958, d.
5.10. 1981, og Hilmar, f. 28.5.
1961. Fósturdóttir þeirra er
Anna Sigrún Paul, f. 22.6.
1965.
Sólborg starfaði um skeið
sem talsímakona í Hábæ í
Vogum ásamt húsmóður- og
verslunarstörfum. Sólborg og
Viðar hófu búskap sinn í
Hvoli, Vogum, en fluttu þaðan
til Ytri-Njarðvíkur og síðar
Keflavíkur þar sem þau
bjuggu fram til 1970 en þá
fluttu þau til Reykjavíkur. Síð-
ast héldu þau heimili á Sléttu-
vegi 17 en hafa verið vistmenn
á hjúkrunarheimilinu Hamrar
í Mosfellsbæ hin síðari ár.
Útför Sólborgar fór fram í
kyrrþey en minningarathöfn
verður haldin í dag, 31. októ-
ber 2015, í Ríkissal votta Je-
hóva, kl. 14.30.
Með Karli Þ.
Guðmundssyni, f.
1922, eignaðist
Sólborg Þóru
Önnu Karlsdóttur,
f. 18.2. 1942, d.
22.2. 1997. Karl
fórst með M/S
Heklu 1941.
Hinn 31. desem-
ber 1947 giftist
Sólborg Viðari
Þorlákssyni, f. 8.7.
1926. Foreldrar Viðars voru
Þorlákur Stefánsson og Jónína
Ólafsdóttir, Gautlandi, Fljót-
um.
Börn Viðars og Sólborgar
eru Jóhanna Sigríður, f. 17.12.
1946, d. 18.9. 2014, Bjarney
„Ég hef verið mjög ánægð
með að vera 1. stýrimaður!“ Hlý-
leg rödd Sólborgar leið um öldur
ljósvakans. Hún var viðmælandi
Auðar Haralds og umræðuefnið
var trúin.
Sólborg miðlaði af áratug-
areynslu sinni og notaði mynd-
líkingu um hjónabandið. Hún út-
skýrði hve illa getur gengið
þegar báðir aðilar hjónabandsins
vilja vera skipstjórinn, jafnvel
hvort með sinn áfangastað í
huga. Skipið sigldi í eina átt
þennan daginn og í aðra átt hinn
daginn. Henni fannst það engin
furða þó mörg hjónabönd liðu
skipbrot. Jafnframt benti hún á
að höfundur hjónabandsins hlyti
að vita best hvernig það virkar
svo að vel fari og þá var það sem
þetta kom: „Ég hef verið mjög
ánægð með að vera 1. stýri-
maður!“
Þó liðnir séu meira en tveir
áratugir þá eru þessi orð hennar
mér í fersku minni. Við Sólborg
ræddum stundum um þetta út-
varpsviðtal vegna þess að það
var tekið upp heima hjá mér á
Rauðarárstígnum.
Ég er þakklát fyrir þessa
mjög svo góðu minningu.
Guðríður Loftsdóttir.
Fornar dyggðir voru henni
Sollu móðursystur minni hug-
leiknar. Náungakærleikur, heið-
arleiki, nægjusemi, trygglyndi,
allt var þetta henni í blóð borið.
„Manni var kennt þetta,“ sagði
hún einhverju sinni við mig þeg-
ar lífsviðhorfin voru til umræðu.
Lögmál foreldranna voru henni
sem lög, hún iðkaði þau sjálf og
miðlaði þeim áfram til þeirra
sem hún bar ábyrgð á. Ekki það
að hún væri siðavönd eða slægi
hendinni á móti lífsins gæðum,
en hóf vildi hún á öllu hafa.
Það veganesti sem Solla hafði
með sér úr foreldrahúsum var
ekki einungis það góða sem þar
var fyrir henni haft og hún vildi í
hávegum hafa. Hún hafði einnig
hlotið vöggugjafir sem reyndust
henni dýrmætar í lífinu. Einstak-
lega létt lund, vökull hugur og
skarpt minni eru þeir meðfæddu
eiginleikar frænku minnar sem
fjölskyldunni, frændfólki og vin-
um verða hvað minnisstæðastir.
Hin létta lund – og guðstrú
hennar – fleytti henni ótrúlega
vel yfir þungar bárur sem langt
líf bar með sér. Jafnvel á rauna-
stundum var stutt í ljósið og
kímnina, þakklætið fyrir allt sem
henni hafði verið gefið, þá stóð
það upp úr.
Í minningunni var aldrei nema
létt yfir heimili þeirra Sollu og
Viðars og stóra barnahópsins
þeirra, þó að ekki væri ætíð rík-
mannlega búið. Ekki man ég eft-
ir nokkru heimili sem ég hefi
komið á þar sem tónlist var iðkuð
af jafnmikilli innlifun og gleði og
í bragganum sem um skeið var
heimili þeirra í Ytri-Njarðvík.
Viðar spilaði á píanó og harm-
onikku og á stundum bættust í
hópinn bræður Viðars, Guð-
mundur og Trausti, alkunnir tón-
listarmenn og söngmenn úr
Fljótunum. Allt þetta fólk var
sannkallaðir gleðigjafar. Þau
stóðu saman í gleði og söng, þau
Solla og Viðar, þau voru eitt í
blíðu og stríðu. Með mikilli
vinnu, samstöðu og ráðdeild
auðnaðist þeim fljótt að búa sér,
börnum sínum og vinum fallegt
og gott heimili. Húsmóðirin var
alla tíð „bara húsmóðir“, eins og
hún sjálf sagði, og hún sagði það
með stolti í röddinni, þótt í
gamansömum tón væri. Hún
vissi hvað kom barnaskaranum
þeirra Viðars bezt, og hún sinnti
því verkefni af trúmennsku eins
og öðru sem hún tók sér fyrir
hendur.
Nú, við vistaskipti Sollu, send-
um við Þuríðarbörn og við Stein-
unn og fjölskyldur okkar allra
vini okkar Viðari, afkomendum
þeirra Sollu og öllu þeirra fólki
hlýjar kveðjur með þakklæti fyr-
ir allt sem var.
Hörður Einarsson.
Sólborg
Sveinsdóttir
✝ Pétur Þorláks-son (Pétur í
Vísi) fæddist í litla
húsinu í Sandinum
á Blönduósi 25.
apríl 1924. Hann
andaðist á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 22.
október 2015.
Foreldrar hans
voru Þorlákur Jak-
obsson verslunar-
maður á Blönduósi, f. 10.6.
1888, d. 25.7. 1975, og Þuríður
Einarsdóttir húsfreyja á
Blönduósi, f. 1.6. 1896, d. 24.1.
1979.
Bræður Péturs voru Þor-
valdur Þorláksson, f. 21.9.
1919, d. 17.12. 1992, var kvænt-
ur Jónínu Andrós Jónsdóttur, f.
21.9. 1925, d. 7.9. 1960, eftirlif-
andi eiginkona Þorvaldar er
Jenný Marta Kjartansdóttir, f.
3.4. 1936, Sigurbjörn Gísli Þor-
láksson, f. 8.12. 1920, d. 14.2.
1923, Einar Ingvi Þorláksson, f.
26.3. 1922, d. 3.12. 1926, Einar
Ingvi Þorláksson, f. 3.1. 1927,
syni, Jakob Pétur og Bjarna
Magnús, og einn sonarson. 3)
Þorlákur, f. 18.12. 1952, kvænt-
ur Ingu Þórðardóttur og eiga
þau tvö börn, Þuríði og Björn
Birgi, og fjögur barnabörn. 4)
Pétur Már, f. 25.9. 1956, í sam-
búð með Klöru Guðjónsdóttur,
áður kvæntur Hafdísi Ævars-
dóttir og á með henni tvo syni
og tvö barnabörn. 5) Matthildur
Margrét Pétursdóttir, f. 4.8.
1961, í sambúð með Daníel H.
Marteinssyni, áður gift Úlfari
Þór Marinóssyni og átti með
honum Unu Kristínu.
Pétur bjó alla tíð á Blönduósi
ef frá eru talin tæp tvö ár sem
hann bjó á hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Grund. Hann vann
við bifvélaviðgerðir og á tíma-
bili var hann með sauðfjár-
búskap.
Hann stofnaði með bræðrum
sínum og föður Vísi sf. sem var
eins konar fjölskyldufyrirtæki
með vélsmiðju, bifreiðaverk-
stæði og verslun. Pétur hafði
gaman af kveðskap og orti ým-
iss konarvísur og stökur.
Útför Péturs fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, laugar-
daginn 31. október 2015, klukk-
an 14.
kvæntur Arndísi
Þorvaldsdóttur, f.
27.1. 1928, Sigur-
björn Þorláksson,
f. 15.3. 1932, d.
16.10. 1984, eftir-
lifandi eiginkona
Sigurbjarnar er
Margrét S. Jóhann-
esdóttir, f. 1.12.
1927.
Pétur kvæntist
þann 18. nóvember
1948 Kristínu Ásthildi Jóhann-
esdóttur frá Gauksstöðum í
Garði, f. 10.4. 1928, d. 3.4.
2013. Foreldrar hennar voru
Jóhannes Jónsson útgerðar-
maður í Garðinum og Helga
Þorsteinsdóttir húsfreyja. Börn
Péturs og Dídíar, eins og Krist-
ín var ávallt kölluð, eru 1) Þor-
steinn, f. 13.5. 1949, kvæntur
Svanfríði Blöndal og eiga þau
eina dóttur, Láru, en fyrir átti
Svanfríður börnin Sigríði, Egil
og Ingibjörgu Örlygsbörn. 2)
Jóhannes Gaukur, f. 26.4. 1950,
kvæntur Stefaníu Karlsdóttur,
f. 25.2. 1953, og eiga þau tvo
Elsku hjartans pabbi minn,
nú ertu loksins búinn að fá
hvíldina sem þú varst búinn að
bíða svo lengi eftir. Ég var svo
heppin að geta verið hjá þér síð-
ustu sólarhringana í lífi þínu og
það var eins og þú værir bara að
bíða eftir okkur Unu þinni til að
kveðja okkur í síðasta skiptið.
Það er margs að minnast og ég
man þegar þú fórst í þina fyrstu
og einu utanlandsför árið 1978.
Þá fórum við til Júgóslavíu og
flugið byrjaði nú ekki vel því
þegar við vorum búin að fljúga í
tvo og hálfan tíma þurftum við
að snúa við til Íslands vegna
vélarbilunar og þar þurftum við
bíða í fjóra tíma áður en við gát-
um farið af stað aftur til Júgó-
slavíu. Þar vorum við í tvær vik-
ur í góðu veðri og skoðuðum allt
mögulegt en mikið afskaplega
varstu feginn þegar við komum
heim aftur því þú sagðist aldrei
ætla að fara til útlanda aftur því
það væri alveg gjörsamlega til-
gangslaust að eyða peningum í
svoleiðis vitleysu. En nú er tími
til að kveðja. Þú eyddir síðustu
tveimur árum þínum á dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Grund í
góðu atlæti og kynntist mörgu
góðu fólki, jafn starfsfólki sem
vistmönnum, og er þá skemmst
að minnast hennar Vilnýjar vin-
konu þinnar sem þú hugsaðir
svo vel um. Já, pabbi minn, þú
varst mjög umhyggjusamur
bæði við menn og dýr. Ég vil
líka þakka þér fyrir alla um-
hyggjuna sem hún Una okkar
fann hjá þér þegar hún var í
lengri eða skemmri tíma hjá
ykkur mömmu á Blönduósi, það
voru ómetanlegir tímar fyrir
okkur báðar. Að lokum, elsku
pabbi minn, vil ég þakka þér
fyrir allt og enda kveðju mína
með vísu sem þú ortir til mín
þegar lífið var að byrja hjá mér
sem ungri dömu og varst pínu
kvíðinn fyrir mína hönd.
Þú er yndi allra meyja
elsku hjartans Gréta mín.
Sextán ára sástu eyja
sólina en gættu þín.
Mín hinsta kveðja til þín,
pabbi minn. Megi Guð og al-
mættið vaka yfir þér.
Þín
Matthildur Margrét
(Dunda).
Elsku besti afi minn, nú hef-
ur þú kvatt okkur. Vinátta
okkar hefur verið mér stoð og
stytta í þessi rúm 29 ár sem ég
fékk að þekkja þig. Engin orð
fá lýst því þakklæti sem ég ber
í þinn garð en best tókst mér
það kannski með ljóðinu sem
ég samdi til þín á áttræðisaf-
mælinu þínu fyrir um ellefu ár-
um og læt ég það því fylgja
hér.
Þó það hafi margir reynt
þér með orðum að lýsa
þá kemur vonandi ekki of seint
þessi litla vísa.
Áttatíu ár eru mínum átján langt frá
en mikil er sú gleði
að þekkja þig og að þér dást
upp að þessum degi.
Margt höfum við saman reynt
selur, krabbi, kría
og allt það fáum við endurheimt
við endurfundi nýja.
Í gegnum alla tíð og tíma
við sjáum það sem enginn sér
leyndarmál okkar og lífið sýna
að þú ert ávallt í hjarta mér.
Þú gefur af þér góða gjöf
og dreymir drauma stóra
hún kær mér orðin er svo mjög
öll þín viskuflóra.
Allt þitt hefur þú kennt við mig
við geymum allt eins og tíminn
mér þykir svo ósköp vænt um þig
hjartans besti afi minn.
(Una Kristín Úlfarsdóttir.)
Hvíldu í friði, elsku afi. Ég
mun aldrei gleyma þér.
Una Kristín
Úlfarsdóttir.
Pétur Þorláksson
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖRN H. STEINGRÍMSSON
vélstjóri,
Rjúpnasölum 12,
sem lést á líknardeild Landspítalans
Kópavogi 22. október síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Hjallakirkju miðvikudaginn
4. nóvember klukkan 15.
.
Örn Hans Arnarson,
Gústaf Arnarson, Johanna Friberg Arnarson,
Arnar Hans og Eydís Alice Christina.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐÞJÓFUR MAX KARLSSON,
Suðurlandsbraut 58,
sem lést 26. október, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á FAAS (Félags
aðstandenda Alzheimersjúklinga). Minningarreikningur FAAS er:
0515-26-24303. Kennitala FAAS: 580690-2389.
.
Ásdís Jónasdóttir,
Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir,
Jónas G. Friðþjófsson, Ragnhildur Georgsdóttir,
Kristin Helene Kjartansdóttir Bergtun,
Kjetil Andreas Kjartansson Bergtun,
Birta Marlen Lamm,
Maximilian Klimko.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA ÁRNADÓTTIR
frá Bolungarvík,
lést 20. október. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 6. nóvember
klukkan 13.
.
Árný Kristjánsdóttir, Helgi Sigurðsson,
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Helgi Ingólfsson,
Margrét Jóna Kristjánsdóttir, Gísli Hermannsson,
Sigurgeir Kristjánsson, Katarína Bengtsson
og ömmubörnin.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓHANN SIGURÐSSON
húsasmíðameistari,
Engihlíð 16e,
Ólafsvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudaginn
28. október. Útför hans fer fram frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 7. nóvember klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ólafsvíkurkirkju og
Krabbameinsfélag Snæfellsness.
.
Guðrún Alexandersdóttir,
Kristjana Halldórsdóttir, Svanur Aðalsteinsson,
Magnús Stefánsson, Sigrún Drífa Óttarsdóttir,
Vilborg Lilja Stefánsdóttir, Eiríkur L. Gautsson,
Sigríður Stefánsdóttir, Halldór G. Ólafsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og tvíburasystir,
ÁSA KAREN ÁSGEIRSDÓTTIR,
Vatnsstíg 21,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
.
Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður R. Sveinmarsson,
Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg S. Pálmadóttir,
Ása Karen, Gunnhildur, Anton Felix,
Berglind og Stefán Franz.
Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir.