Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 29
á borð við Katar og Kúveit hafa stutt
uppreisnarmenn úr röðum súnní-
múslíma í Sýrlandi en stjórn landsins
hefur notið stuðnings Írans þar sem
sjía-múslímar eru í meirihluta. Sádi-
Arabar líta á aðstoðina við upp-
reisnarmennina í Sýrlandi sem þátt í
baráttunni gegn auknum áhrifum ír-
anska klerkaveldisins í Miðaustur-
löndum, m.a. í Írak, Jemen og Barein.
Íranar hafa ásamt Rússum veitt ein-
ræðisstjórn Bashars al-Assads hern-
aðaraðstoð í því skyni að halda henni
við völd í Sýrlandi og Sádi-Arabar
hafa svarað því með því að senda upp-
reisnarhreyfingum súnní-múslíma
öflugri vopn, m.a. flugskeyti sem
hægt er að nota til að granda skrið-
drekum sem sýrlenski stjórnarherinn
hefur fengið frá Rússlandi. Á meðal
þeirra sem Sádi-Arabar styðja eru
hreyfingar íslamista.
Stjórn Sádi-Arabíu hefur einnig
beitt sér fyrir því að komið verði á
flugbanni yfir Sýrlandi til að hindra
loftárásir stjórnarhersins á óbreytta
borgara. Bandaríkjamenn styðja
Þjóðarbandalagið, helstu samtök sýr-
lenskra stjórnarandstæðinga, og hafa
vopnað og þjálfað hópa „hófsamra“
uppreisnarmanna með litlum árangri.
Deilt um afsagnarkröfu
Á fundinum var m.a. deilt um hvort
Assad ætti að segja af sér áður en
friðarviðræður hæfust. Uppreisnar-
hreyfingarnar krefjast tafarlausrar
afsagnar Assads og vilja ekki friðar-
viðræður við stjórn hans. Bandaríkja-
stjórn vill líka að Assad segi af sér en
segir að það þurfi ekki að gerast áður
en friðarviðræður hefjast. Rússar og
Íranar eru andvígir því að Assad
verði neyddur til afsagnar og segja að
Sýrlendingar eigi að efna til kosninga
til að ákveða það sjálfir hverjir eigi að
stjórna landinu. Uppreisnarmennirn-
ir benda aftur á móti á að ógerningur
er að halda kosningar á meðan blóð-
ugt stríð geisar í landinu.
AFP
Átakafundur Embættismenn frá sautján löndum, Sameinuðu þjóðunum og
ESB við fundarborðið í Vín í gær þegar þeir ræddu stríðið í Sýrlandi.
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
Að minnsta kosti sautján börn og níu
fullorðnir flóttamenn drukknuðu
þegar þrír bátar sukku í Eyjahafi á
leið frá Tyrklandi til Grikklands í
gær. Nær 160 manns var bjargað.
Grísk yfirvöld sögðu að 22 flótta-
menn, þeirra á meðal þrettán börn,
hefðu drukknað þegar tveir bátar
sukku nálægt eyjunum Kalymnos og
Rhodos. Fréttamaður AFP varð
vitni að því þegar þriðji báturinn
sökk í hvassviðri nálægt eyjunni
Lesbos. Fjögur ung börn, öll frá Sýr-
landi, drukknuðu en tyrkneskt varð-
skip bjargaði nítján manns, að sögn
fréttastofunnar Dogan.
Skammast sín fyrir Evrópu
Mannskæð sjóslys hafa orðið í
Eyjahafi nær daglega síðustu vik-
urnar. Í fyrradag drukknuðu sautján
manns, þeirra á meðal ellefu börn,
nálægt Lesbos og Samos-eyju. Talið
er að alls hafi meira en 3.200 far-
andmenn drukknað á leið yfir Mið-
jarðarhafið það sem af er árinu,
flestir þeirra á milli Líbíu og Ítalíu.
„Sem evrópskur leiðtogi skamm-
ast ég mín fyrir það að Evrópa skuli
ekki geta varið siðferðisgildi sín,“
sagði Alexis Tsipras, forsætisráð-
herra Grikklands. „Frumskylda
okkar er að bjarga mannslífum og
koma í veg fyrir að Eyjahaf verði
grafreitur fólks sem flýr stríð og
hörmungar.“ bogi@mbl.is
AFP
Hættuleg sigling Piltur hrópar á hjálp í sökkvandi báti flóttafólks nálægt grísku eyjunni Lesbos í gær.
Sautján flóttabörn drukknuðu
Líkurnar á því að tillaga um stórt verndarsvæði í Rosshafi við Suðurskauts-
landið nái fram að ganga jukust í gær þegar Kínverjar lýstu í fyrsta skipti yf-
ir stuðningi við hana á fundi aðildarríkja Náttúruverndarsamtaka suður-
skautsins (CCAMLR). Evan Bloom, fulltrúi Bandaríkjastjórnar, fagnaði
þessu og sagði að aðeins eitt aðildarríki samtakanna, Rússland, hefði ekki
fallist á verndarsvæðið. Öll 24 aðildarríki samtakanna og Evrópusambandið
þurfa að samþykkja tillöguna til að hægt verði að stofna verndarsvæðið. Á
fundinum var einnig fjallað um nýja tillögu Ástralíu, Frakklands og Evrópu-
sambandsins um önnur verndarsvæði vestan við Suðurskautslandið.
Skv. tillögu
frá 2011
átti svæðið
að vera 1,9
millj. ferkm
Ástralía
styður tillöguna
Tillögur um sjávarverndarsvæði
SUÐURSKAUTSLANDIÐ
Suðurskautið
ROSSHAF
SUÐUR-
ÍSHAF
ROSS-
ÍSÞILJAN
1.000 km
Tillaga
Bandaríkjanna
og Nýja-
Sjálands:
um 1,1 milljón
ferkm
Ný tillaga Ástralíu,
Frakklands
og Evrópu-
sambandsins:
1,0 milljón
ferkm
Markmiðið er að vernda þúsundir tegunda,
m.a. hvali, höfrunga, skjaldbökur
og sjávarfugla, m.a. mörgæsir
Lagt hefur verið til að stór hafsvæði við Suðurskautslandið verði
friðuð til að vernda dýrategundir sem eru í útrýmingarhættu
Heimild: Antarcticocean.org
Kína styður verndarsvæði
ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ferdamalastefna.is#samferda
OPNIR FUNDIR UM
NÝJAN VEGVÍSI Í
FERÐAÞJÓNUSTU
Samferða
Á næstu vikum verða haldnir opnir kynningarfundir
um Vegvísi í ferðaþjónustu með iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra og forystu Samtaka ferðaþjónustunnar. Fundirnir
eru öllum opnir og þeir sem starfa við eða hafa áhuga á
ferðaþjónustu eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Þriðjudaginn 3. nóvember
HVOLSVÖLLUR / Hótel Hvolsvöllur kl. 17
Miðvikudaginn 4. nóvember
HÚSAVÍK / Veitingahúsið Salka kl. 12
AKUREYRI / Menningarhúsið Hof kl. 17
Mánudaginn 9. nóvember
GRUNDARFJÖRÐUR / Samkomuhúsið kl. 12
BORGARNES / Hótel Borgarnes kl. 16.30
Mánudaginn 16. nóvember
BLÖNDUÓS / Eyvindarstofa kl. 12
Þriðjudaginn 17. nóvember
REYKJANESBÆR / Hljómahöllin kl. 20
Miðvikudaginn 25. nóvember
REYÐARFJÖRÐUR / Hótel Austur kl. 12
EGILSSTAÐIR / Valaskjálf kl. 17
Mánudaginn 30. nóvember
ÍSAFJÖRÐUR / Edinborgarhúsið kl. 12
Þriðjudaginn 1. desember
REYKJAVÍK / Fosshótel Reykjavík kl. 17
Miðvikudaginn 2. desember
HÖFN Í HORNAFIRÐI / Hótel Höfn kl. 12
Sjá nánar á ferdamalastefna.is
#samferda