Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 ✝ Ragnar IngiJakobsson fæddist 27. júlí 1931 í Reykjarfirði á Hornströndum. Hann lést 15. októ- ber 2015 á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði. Foreldrar Ragn- ars voru Finnbogi Jakob Kristjáns- son, f. 7.11. 1890 í Reykjarfirði, d. 4.10. 1974, og Matthildur Herborg Benediktsdóttir, fædd 11.9. 1896 á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, d. 7.1.1989. Systkini Ragnars voru 13 tals- ins; Jóhanna, f. 16.10. 1913 d. 9.12. 1999, Guðfinnur, f. 13.6. 1915, d. 6.11. 2005, Jóhannes, f. 29.8. 1917, d. 24.6. 1991, Kristín Sigríður, 3.8. 1919, d. 15.6. 1998, Ketilríður, f. 22.12. 1921, d. 24.11. 1982, Guðrún, f. 2.1. 1924, d. 8.6. 2010, Benedikt Valgeir, f. 23.9. 1925, d. 21.1. 1990, Kjartan, f. 14.8. 1929, d. 16.9. 1960, Jens Magnús, f. 1.11. 1932, Jóna Valgerður, f. 1.9. 1934, d. 7.8. 1935, Valgerður, f. 27.6. 1936, Hermann, 26.9. 1938, d. 21.9. 1977, Guðmundur Jakob, f. 2.2. 1941. björg, f. 24.11. 1972, maki Jón- as Leifur Sigursteinsson, f. 5.8. 1971. Börn þeirra eru Ragnar Ingi, f. 1998, Guðmundur Krist- inn, f. 2003, og Kjartan Steinn, f. 2008. 6) Elín Elísabet, f. 5.11. 1978, maki Ásgrímur Smári Þorsteinsson, f. 15.8. 1974. Börn þeirra eru Bríet María, f. 2007, Valgerður Karen, f. 2011, og Steinar Gauti f. 2015. Börn Ásgríms Smára eru Berglind Ósk, f. 1997, og Ágúst Orri, f. 1999. Ragnar og Lilla hófu búskap í Reykjarfirði á Hornströndum 1957-59 og var hann þar öll sumur eftir það. Þar vann hann við að saga rekavið í girðing- arstaura og vegastikur ásamt bræðrum sínum þeim Guðfinni og Jóhannesi. Síðar ráku þau Ragnar og Lilla ferðaþjónustu ásamt þeim bræðrum og fjöl- skyldum þeirra. Ragnar bjó lengst af í Bolungarvík og gerði út báta þaðan. Ragnar var mik- ill hagleikssmiður; fyrsta bátinn smíðaði hann aðeins 12 ára gamall og síðustu árin gerði hann upp gamla trébáta, m.a. fyrir Þjóðminjasafn Íslands. Ragnar var mikill áhugamaður um vélar og liggur eftir hann stórt og mikið Lister-vélasafn. 12. júní 1953 kleif Ragnar Hornbjarg einn síns liðs, þá 22ja ára gamall. Útför Ragnars fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, laugardaginn 31. október, og hefst athöfnin kl. 14. Eiginkona Ragn- ars var Sjöfn Guð- mundsdóttir (Lilla), fædd 16. sept- ember 1937 í Ófeigsfirði í Árnes- hreppi, dáin 20. janúar 2012. Lilla og Ragnar eign- uðust sex börn. 1) Reynir, f. 21.3. 1957, maki Auður Hanna Ragn- arsdóttir, f. 4.11. 1962. Börn þeirra eru Ragnheiður Sjöfn, f. 1990 og Hanna Björg f. 1992. Fóstursonur Reynis er Böðvar Ingi Aðalsteinsson, f. 1982. Þau eiga fjögur barnabörn. 2) Kjart- an, f. 25.12. 1960, maki Ann Rigmor Nora, f. 29.9. 1962. Börn þeirra eru Tom Rikard, f. 1987, Frank Arne, f. 1988, og Lísa Mari, f. 1992. Þau eiga eitt barnabarn. 3) Guðmundur, f. 16.12. 1965, d. 25.1. 1970. 4) Steinunn, f. 9.6. 1967, maki Sig- urður Þorsteinn Stefánsson, f. 28.1. 1964. Börn þeirra eru Þorsteinn Elías, f. 1991, Þórunn Emma, f. 1995, og Stefanía Silfá, f. 2002. Börn Sigurðar eru Dagmar, f. 1984, og Viðar Logi, f. 1987. Þau eiga fimm barnabörn. 5) Ragnheiður Ingi- Ég held að pabbi hafi alltaf tekið ígrundaðar ákvarðanir, hann gerði ekkert óhugsað. Þannig var það einnig með síð- ustu ákvörðunina. Hann ákvað að nú væri komið gott, hann sá engan bata upp úr veikindunum. Hann tilkynnti okkur það að nú væri komið nóg, að hann ætlaði að deyja, hann væri sáttur og væri búinn að eiga gott líf. Hann hefur margoft sagt við mig að það borgi sig að hugsa málin vel og sjá fyrir sér endalokin, ekki bara í dauðanum heldur heldur almennt í lífinu. Ef maður svar- aði honum „Þetta reddast“ þá svaraði hann yfirleitt á móti „Þið þetta unga fólk segið alltaf þetta reddast en hafið ekki hugmynd um hvernig“. Pabbi var alltaf að vinna. Eftir að hann komst á aldur fór hann að gera upp gamla báta fyrir Þjóðminjasafn Íslands og fékk þannig notið þess að vinna með þeim gömlu aðferðum sem tíðk- uðust við bátasmíði. Pabbi hefur alltaf haft dálæti á Lister-ljósa- vélum og eftir hann liggur nú dá- gott safn af vélum í allskonar ástandi. Það sem er svo skemmtilegt við vélarnar hans pabba er að flestar þeirra hafa nöfn. Hefur fólk oft gaman af því þegar við í Reykjarfirði erum að spá í hvaða vél eigi að setja í gang eða hvaða vél sé í gangi því oft heyrist „er þetta Brynhildur, Guðný, Vigur eða Valdi?“. Pabbi hefur alltaf lagt upp úr því að maður sé duglegur í vinnu. Ég man þegar ég var búin að skrá mig í unglingavinnuna að þá tók pabbi mig á tal og gerði mér grein fyrir því að nú væri ég að fara í vinnu. Þegar maður er í vinnu þá vinnur maður og stend- ur sig í þeirri vinnu sem maður er í hvort sem manni líkar hún betur eða verr og lætur það ekki spyrjast um mann að maður sé latur til verks. Þetta hefur verið mér gott veganesti ásamt öðrum góðum ráðum um lífið og til- veruna sem ég ætla svo sannar- lega að reyna að koma áfram til minna barna. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og öll þau góðu ráð sem þú hefur veitt. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þær stundir sem við höfum átt saman í Reykjarfirði, ekki síst nú í sumar. Það verður tóm- legt að koma norður næsta vor. Ekkert mun fylla það tóm. Það eru óteljandi margar minningar sem við eigum og gaman að hlusta á stelpurnar mínar segja hvor annarri sögur af afa. Megi Guð og góðar vættir styrkja okk- ur öll í sorginni. Hvíl í friði. Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé þín brá og bleikt og fölt sé ennið, er kossi’ þrýsti ég á. Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef misst, en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég hefi kysst. Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig þá lengst af finn ég huggun við minninguna’ um þig. Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit og hreinni’ bæði og ástríkari’ en nokkur maður veit. Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um þig, en lengst af þessi hugsun mun fróa og gleðja mig. Og lengi mun þín röddin lifa’ í minni sál til leiðbeiningar för minni’ um veraldarál. – Og tár af mínum hrjóta hvörmum og heit þau falla niður kinn, því vafinn dauðans er nú örmum hann elsku – hjartans pabbi minn. (Kristján Albertsson) Elín Elísabet Ragnarsdóttir (Ella). Elsku afi, takk fyrir allar ferð- irnar á sexhjólinu í Reykjarfirði og allt sem þú hefur kennt okk- ur. Við söknum þín. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Bríet María, Valgerður Karen og Steinar Gauti Ásgrímsbörn. Það eru mikil tímamót þegar Ragnar er nú fallinn frá, síðastur þeirra þriggja Reykjarfjarðar- bræðra sem eignuðust Reykjar- fjörð eftir að afi og amma hættu þar búskap 1958. Þeir bræður, sem og afkomendur þeirra, hafa æ síðan dvalið þar langdvölum á ári hverju og hugsað vel um. Alltaf var umhyggja og íslensk gestrisni í fyrirrúmi hjá Reykj- arfjarðarfólkinu. Því er alltaf jafn notalegt að koma í Reykj- arfjörð, þar sem ævinlega er tek- ið á móti manni af velvild og hlýju. Ragnar var gæddur helstu mannkostum, sem prýða mega góðan dreng. Hann var góðvilj- aður og jafnlyndur, laginn smið- ur, tæknisinnaður og kunni lag á vélum og tækjum, hann var ákaf- ur veiðimaður, en jafnframt var- kár og hugsaði vel út alla mögu- leika áður en lagt var af stað í framkvæmdir. Margar sögur má segja af Ragnari en landsfrægur varð hann, ungur að árum, þegar hann kleif Hornbjarg frá fjöru og upp á brún, fyrstur manna að því er best er vitað. Þegar hann sagði frá þessu ævintýri var eft- irtektarvert hvað hann í raun var búinn að hugsa vel um þetta og kanna þær leiðir sem vænleg- astar væru til uppgöngu. Hann kom því í verk sem hann ætlaði sér, varfærinn æv- intýramaður, sem óragur fram- kvæmdi marga af sínum stóru draumum, en samt alltaf eftir íhugun og undirbúning. Þannig nálgaðist hann önnur verkefni, eins og að koma stórvirkum vinnuvélum í Reykjarfjörð eftir ýmsum leiðum, sumum siglt, öðrum flogið með bandarískum herþyrlum, nú eða ekið yfir Drangajökul, til að byggja þar báta, hús eða flugvöll. Í einni af ferðum mínum í Reykjarfjörð sagði ég Ragnari að mig langaði að komast yfir ormétinn rekavið til að smíða úr sitthvað skemmtilegt. Hann leit á mig undrandi á svip og sagði svo sem eitthvað til af slíku en hefði nú sjaldnast verið hirt því það væri talið ónýtt til smíða. Við ræddum málið og hann sagði þetta mætti þá ekki vera fúið og þyrfti að hafa a.m.k. heilan kjarna svo það hefði einhvern styrk, annars væri ekkert hægt að gera úr þessu. Hann taldi að ekkert slíkt væri til á staðnum en sagðist myndu kíkja eftir heppilegri spýtu fyrir mig. Svo liðu nokkur ár og ég kom aftur í Reykjarfjörð. Þá segir Ragnar mér að nú telji hann sig hafa fundið fyrir mig réttu spýtuna. Þetta var um fimm metra langur drumbur af rauðljósri furu, sem greinilega hafði ekki legið mjög lengi á jörð eða grafinn í sand. Það varð úr að spýtan var söguð á staðnum og flett niður í um tommu þykk borð. Og það stóðst alveg, spýtan var öll fallega orm- étin, nokkuð jafndreift en samt ófúin og með heilum sterkum kjarna. Borðin voru síðan sel- flutt með bát í Norðurfjörð og þaðan á bíl suður, með viðkomu í Dölunum. Ég smíðaði síðan eitt og annað úr þessu, en enn á ég eftir nokkur borð úr spýtunni góðu. Þau verða seinna nýtt í vandlega valda gripi. Við minnumst Ragnars með söknuði og hlýju og vottum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum hans okkar inni- legustu samúð. Blessuð sé minn- ing hans. Jakob K. Kristjánsson og fjölskylda. Fallinn er frá mikill héraðs- höfðingi af Hornströndum. Ragnar móðurbróðir minn var einstakur maður að allri gerð. Hann var höfðingi heim að sækja í Reykjarfirði, þar sem hann og kona hans, Sjöfn Guð- mundsdóttir, ráku annað heimili sitt um áratuga skeið, eftir að þau hættu þar hefðbundnum bú- skap. Þau voru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Hornströndum. Með framsýni og atorku byggðu þau upp móttöku ferðamanna í þeim unaðsreit sem Reykjar- fjörður á Norður-Ströndum er með sínu heita vatni, sundlaug og fjölbreyttu náttúru. Sjöfn, eða Lilla eins og hún var alltaf kölluð, var eins og klettur við hlið Ragnars í öllum verkum. Það er ekki hægt að minnast Ragnars nema hafa Lillu með. Þau byggðu sér stórt hús í Reykjarfirði þar sem hún stóð í eldhúsinu, bakaði, eldaði, þreif og þvoði, auk þess að vera alltaf með hóp af barnabörnum með sér hin síðari ár. Þar var tekið á móti tugum gesta og framreidd- ar veitingar fyrir gesti og gang- andi. Það var því mikill missir fyrir hann þegar hún féll frá fyr- ir nokkrum árum. Ragnar var mikill hagleiksmaður eins og þau systkini hans öll. Á síðari ár- um fór hann að endurgera og smíða upp gamla trébáta, sem lágu undir skemmdum. Þar naut hann sín vel og varð eftirsóttur bátasmiður, komst varla yfir að ljúka öllu því sem beðið var um. Ég fékk hann til að gera við einn bát úr Breiðafjarðareyjum fyrir síðustu aldamót, þegar við hér fórum að huga að stofnun Hlunnindasýningar á Reykhól- um. Það gerði hann af mikilli natni og vandvirkni eins og hon- um var lagið. Ragnar var sem ungur maður fyglingur í Horn- bjargi í mörg ár meðan eggja- taka var stunduð þar með öðr- um búskap. Hann var sá fyrsti sem vitað er um að hafi klifið Hornbjarg frá sjó og upp á brún, sem áður var talið ókleift. Það segir nokkuð um dugnað hans og áræðni sem síðar kom fram í mörgu öðru. Ragnar var ákaflega minnug- ur á atburði og sögur af fólki á Ströndum. Hann hafði ánægju af að segja frá og blanda geði við fólk. Það er ógleymanlegt að hafa hlustað á hann segja frá því sem gerðist við erfið skilyrði í búskap á Hornströndum, en hann kunni líka að krydda það með gamansögum þannig að fólk heillaðist af frásögninni. Einhvern veginn finnst mér Reykjarfjörður ekki vera sá sami eftir fráfall hans. Hann var í mínum huga svo nátengdur öllu þar, að það er erfitt að hugsa sér Reykjarfjörð án hans. Ég kom í Reykjarfjörð síðasta sumarið sem Lilla lifði. Þau hjón tóku á móti mér með kostum og kynjum eins og alltaf áður. Það er gott að eiga minninguna um það. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Ragnari fyrir mig og mína fjölskyldu, fyrir allar heimsóknir okkar í Reykjar- fjörð og fyrir alla þá gleði sem það hefur veitt okkur að geta verið þar aufúsugestir. Ég votta systkinum hans, börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Guð blessi minningu Ragnars Inga Jakobssonar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Föðurbróðir minn, Ragnar Ingi Jakobsson frá Reykjar- firði, er látinn 84 ára að aldri. Sá sami er kleif Hornbjarg á gúmmístígvélum 12. júní 1953. Það er með söknuði sem ég skrifa þessar línur en jafnframt þakklæti fyrir samstarf okkar og samvinnu á liðnum árum. Ragnar og tveir bræðra hans, Guðfinnur og Jóhannes, faðir minn, kenndu sig við æskuslóð- irnar sem Reykjarfjarðarbræð- ur. Samvinna og samstarf þeirra þriggja hófst með form- legum hætti 1965 er þeir keyptu jörðina af foreldrum sínum. Upp frá því fóru þeir með fjöl- skyldur sínar í byrjun sumars ár hvert norður og dvöldu sum- arlangt til að nýta hlunnindi, saga rekavið og veiða sel. Okkar samstarf hófst fyrir alvöru 1991 við andlát föður míns, en þá þótti sjálfsagt að ég tæki við hlutverki hans. Það kom fljótt í ljós að ég kunni ekki og skildi oft á tíðum ekki ýmsar bending- ar og undarleg orð sem voru orðin þeim bræðrum töm og eft- ir samvinnu þeirra fyrir norðan í áratugi hafði þróast verka- skipting sem krafðist ekki sam- ræðna að neinu gagni. Ég er þakklátur Ragnari fyr- ir að hann sá fljótlega að ég var ekki kunnugur verklaginu. Það- an í frá gerðist Ragnar kennari minn í mörgu sem nauðsynlegt var að vita og kunna þarna fyrir norðan og ekki er hægt að læra í háskóla eins og stundum var sagt. Reykjarfjörður togaði fast í Ragnar alla tíð, frá því að sólin fór að hækka á lofti og þar til fór að vetra vildi hann hvergi ann- ars staðar vera en fyrir norðan. Veturnir vestur í Bolungarvík voru notaðir til að undirbúa verkefni fyrir næsta sumar. Hafði Ragnar mörg verkefni í gangi á sama tíma og þegar ég var kominn norður til að sinna viðhaldi með honum á húsum, bryggju eða sundlaug þá var hann ávallt farinn að hugsa um næstu verkefni. Ragnar var mikill hagleiks- maður, sjálfmenntaður smiður og var fenginn til að gera upp gamla báta fyrir söfn og einstak- linga. Þetta starf vann hann yfir vetrartímann og óhætt er að segja að margir þessara báta litu út fyrir að vera algjörlega ónýtir þegar hann fékk þá en viðgerðin hjá Ragnari tókst svo vel að sómi var að og verður lengi minnst. Minningarnar streyma um hug- ann, meðal annars sjóferðir með Ragnari á trillunni á milli fjarða og víkna þar sem nægur tími gafst til að segja sögur frá liðinni tíð, frá sérkennilegu fólki og skemmtilegum samskiptum manna og stundum háskalegum ferðum þeirra er áttu sitt líf fyrir norðan. Ragnar var óþreytandi í því að segja mér frá örnefnum á æskuslóðunum og var oft með úthugsaðar skýringar á nöfnum, t.d. Stólpabali, Spónabali og Skvett. Við frændurnir áttum góða klukkustund saman er ég heimsótti hann á sjúkrahúsið á Ísafirði um viku fyrir andlátið. Að sjálfsögðu var nánast ein- göngu rætt um Reykjarfjörð. Nú ert þú orðinn að engli, kæri frændi, eins og þú orðaðir það stundum, kominn í faðm Lillu og þið Reykjarfjarðarbræður aftur farnir að vinna saman samstilltir og orðin óþörf trúi ég. Börnum, tengdabörnum og fjölskyldum votta ég mína innilegustu samúð. Þröstur Jóhannesson. Það var liðið á dag þegar við sáum niður í Reykjarfjörð, þoka í miðjar hlíðar. Svartaskarð og Þaralátursfjörður að baki, kom- um frá Furufirði. Hrossin fetuðu sig niður Reykjarfjarðarhálsinn eftir grýttum götum en svo létt- ust þau í spori og það var tekinn góður hraðsprettur heim að gömlu fjárhúsunum. Þar var Reykjarfjarðarbóndinn Ragnar Jakobsson mættur á dráttarvél til að flytja farangur í hús. Bros- andi og hlýr tók hann á móti ferðafólkinu og spurði um færð yfir Svartaskarð. Það var eins og að koma til gamals nágranna og góðvinar. Hann lét ekki mikið yf- ir sér maðurinn sem kleif Horn- bjarg á gúmmístígvélum frá KÍ (Kaupfélagi Ísfirðinga) og kall- aði ekki til tökulið eða blaða- menn, allt slíkt tilhald var hon- um fjarri skapi en hann ræddi hógværlega og hlýlega við gesti sína. Taldi að það myndi létta í lofti eftir langan rigningarkafla. Það var notalegt að þiggja mat og gistingu hjá þeim Lillu og Ragnari. Seint um kvöldið tók hann byssu sína ætlaði að líta eftir æðarvarpinu og varð ekki slyppifengur, einni tófu færra að morgni. Veðurspáin rættist. Um miðja nótt voru Drangajökull og Dagmálahnjúkur baðaðir rós- rauðum bjarma rísandi sólar og um kvöldið breiddist gullin blæja yfir Geirólfsgnúp, þetta var sá heimur sem Ragnar unni mest. Sextán ár eru liðin og alltaf hef- ur verið tekið jafn vel á móti ferðahópnum hans Þórðar á hverju sumri. Tvennt hefur bor- ist hæst í huga Þórðar, að faðma að sér félagana í lok vel heppn- aðar ferðar og sjá Ragnar standa á fjárhúshólnum og taka á móti gestunum. Lilla í Reykjarfirði kvaddi fyrir nokkrum árum og nú er Ragnar allur, en seinast í sumar var hann heima. Að hon- um er mikill sjónarsviptir og margir hugsa til hans með eft- irsjá. Nú að liðnum veturnóttum „Hljóðabunga og Hrollleifsborg herða á stríðum söngvum“, lang- ur vetur framundan og fáir á ferð í eyðibyggðum. En með hækkandi sól kemur aftur fólk til sumardvalar í Reykjarfirði af- komendur Lillu og Ragnars og þeim sendum við innilegar sam- úðarkveðjur og þökkum vináttu liðinna ára. Blessuð sé minning Ragnars Jakobssonar. Ása, Þórður og Dagrún. Ragnar Ingi Jakobsson                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.