Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 „Almennt eru arkitektar fylgjandi breytingum á byggingareglugerð því hún er enn að vissu leyti for- skriftarmiðuð,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands. Segja má að áðurnefnd reglugerð sé grundvallarplagg og leiðarstef í vinnu arkitekta. Þeir hafa raunar kallað eftir aukn- um sveigjanleika, svo miða megi við aðstæður og ósk- ir án þess að sleg- ið sé af gæðum . Á síðasta ári voru gerðar breytingar á byggingareglugerð, þar sem kröfur til dæmis um skipan innandyra í íbúðum voru tónaðar niður. En það er meira svigrúm í þessu efni, segir Aðalheiður; mögu- leikar á því að byggja einfaldara og ódýrara. Nauðsynlegt viðmið „Byggingareglugerð er ekki eini liðurinn sem hækkar kostnað. Vext- ir á Íslandi eru til dæmis mjög háir. Það ber samt að hafa í huga að byggingareglugerð er nauðsynlegt viðmiðunartæki í hönnun og á að tryggja öryggi og vellíðan. Breyt- ingar á regluverki geta fækkað fer- metrum og lækkað byggingakostn- að en margt fleira hangir á spýtunni,“ segir Aðalheiður sem bendir á að enn séu í regluverkinu strangar kröfur um ýmis sameign- arrými og um hljóðvist og loftræs- ingu. Þær hækki byggingarkostnað teljanlega. „Í ferlinu við að byggja hús vant- ar oft að horft sé heildstætt á mál. Vanda þarf til áætlanagerðar og hönnunar en þar byrjar niðurskurð- urinn þó oft. Það dugar skammt að spara í byggingakostnaði ef það leið- ir til hærri rekstrar- og viðhalds- kostnaðar á síðari stigum,“ segir Aðalheiður. Færri vilja bílskýli Ný mannvirkjalög voru sett árið 2010 og þau, segir Aðalheiður, köll- uðu á endurbætta bygging- arreglugerð. Henni var ætlað að uppfylla ýmis skilyrði sem fram koma í lögunum, m.a. kröfur um al- gilda hönnun, sem svo er kölluð. Það hugtak nær yfir að í hverri bygg- ingu sé aðgengi fyrir alla og að fólki sé ekki mismunað á grundvelli fötl- unar. Fleira mætti nefna, svo sem auknar kröfur um hljóðvist, meðal annars í skólum með tilliti til nýrra kennsluhátta. „Oft hefur fólk óraunhæfar vænt- ingar um fermetraverð og hönn- unarkostnað. Afleiðingar geta verið þær að fólk velur ódýrara bygging- arefni í stað þess sem arkitekt mæl- ir með. Hvað varðar svo breytingar í áttina að kröfum dagsins nefni ég bílageymslur. Í dag vilja færri en áður nota dýrmæta fermetra undir bílinn. Ungt fólk leggur áherslu á að vera vel staðsett og geta hjólað eða gengið til og frá vinnu. Stundum er þó kvöð um bílgeymslu hluti af deili- skipulagi og oft erfitt að fá því breytt,“ segir Aðalheiður. Meiri samnýting Breytingar á reglugerð í sam- ræmi við tíðarandann geta verið á ýmsa vegu. Ekki er þörf til dæmis á að hjólageymslur séu alltaf innan- dyra í fjölbýlishúsum. Þær geti allt eins verið létt skýli við aðkomu að húsum. „Þannig má gera hjólreiðar að raunhæfari kosti og hagkvæm- ari,“ segir Aðalheiður. „Allt svona þarf að skoða, því lífsstíll fólks er annar en var og kröfurnar aðrar og ef til vill minni en áður. Þarna má til dæmis nefna stúdentagarðana nýju í Vatnsmýrinni þar sem eru meiri samnýting er en áður hefur sést. Þar deila íbúar eldhúsi sem gefst vel Það væri gaman að sjá fleiri slík verkefni verða að veruleika" Af máli Aðalheiðar má ráða að ungt fólk, sem hefur aðrar kröfur og skoðanir en til að mynda foreldr- arnir, beinlínis kalli eftir því að við- horf kynslóðar sinnar ráði bygg- ingastefnu og stílum. „Arkitektar vilja að stigin verði stærri skref í tilraunastarfi. Þar má nefna þverfaglegt rannsóknarverk- efni sem unnið var á síðasta ári sem bar heitið Hæg breytileg átt. Mark- miðið þar var að skilgreina húsnæð- isvandann g finna lausnir miðað við samfélagsmynstur okkar í dag og vistvænar áherslur,“ segir formaður Arkitektafélags Íslands að síðustu. Nýr lífsstíll og aðrar kröfur  Akitektar vilja breytingar og meiri sveigjanleika  Ungt fólk velur samnýt- ingu og hjólreiðar  Væntingar stundum óraunhæfar  Margt hækkar verð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfarsárdalur Nú er verið að reisa fjölda nýrra húsa í dalnum. Til stendur að breyta skipulagi og stefnt er að fjölgun lítilla, ódýrra og einfaldra húsa. Aðalheiður Atladóttir Hægt væri að lækka byggingakostnað verulega með einföldun á byggingareglugerð og fleiri slíkum ráðstöfunum. Þetta er rauði þráðurinn í máli fulltrúa stjórnvalda, iðnaðarins og ýmissa fleiri sem kvatt hafa sér hljóðs að undanförnu um þann vanda sem nú er á húsnæðismarkaði. Markaðurinn kallar eftir nýjum eignum á viðráðanlegu verði fyrir til dæmis ungt fólk sem er að hefja bú- skap svo og þá sem hafa úr litlu að spila. Miklar kröfur í bygg- ingareglugerð sem sett var fyrir fáum árum virðast hins vegar, samkvæmt máli manna, vera ásteytingarsteinn. Verði hins vegar undið ofan af regluverkinu og lóðaverð og þjónustugjöld sveitar- félaganna lækkuð væri staðan önnur, segja fasteignasali og fulltrúar arkitekta og Samtaka iðnaðarins. sbs@mbl.is Vandinn sé leystur með einföldun „Ríki og sveitarfélög geta gert margt í þeirri viðleitni að lækka byggingarkostnað. Aðstæður í sam- félaginu kalla eftir slíku og sömu- leiðis svigrúmi svo byggingar geti verið af ýmsum gerðum,“ segir Friðrik Ágúst Ólafsson, for- stöðumaður byggingarsviðs Samtaka iðnaðar- ins. Þar á bæ hef- ur fólk látið að sér kveða í um- ræðu um lækkun byggingarkostn- aðar. Koma fulltrúar samtakanna meðal annars að verkefninu Vandað, hagkvæmt, hratt sem byggt er á samþykkt rík- isstjórnarinnar um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Markmiðið þar er að auka framboð á hagkvæmu hús- næði, ekki síst fyrir ungt fólk og tekjulágt. Minni kröfur til lítilla íbúða Í núgildandi byggingarreglugerð segir að tryggja skuli aðgengi fyrir alla. Af því leiðir að til dæmis fjöl- býlishús þurfa að nýtast öllum til íbúðar. Í krafti bókstafsins verða þau að mæta kröfum fatlaðra, t.d. þurfa gangar sameignar í fjölbýlis- húsum að vera nokkuð breiðir vegna hjólastóla, sé bygging þrjár hæðir eða hærri þarf lyftu, í stigum þarf handrið að vera tvöfalt og svo fram- vegis. Þessu segir Friðrik að ætti að breyta; eðlilegra sé að með hönn- uninni skuli stefnt að aðgengi allra. Hann bendir á að samkvæmt reglu- gerðinni séu minni kröfur í íbúðum sem eru 50-60 fermetrar. Eðlilegt sé að setja inn ákvæði þar sem eignir eru flokkaðar eftir stærð – og að kröfur um hönnun nái aðeins til íbúða sem eru kannski 90 fermetrar eða þaðan af minni. „Þegar byggingarreglugerðin kom út var hún sögð afar framsækin og takmarkið væri að þótt aðstæður fólks breyttust þyrfti það aldrei að skipta um húsnæði. Það hljómar fal- lega. Flest skiptum við þó um hús- næði nokkrum sinnum á lífsleiðinni eftir því sem aðstæður okkar breyt- ast,“ segir Friðrik. Fá meiri framlegð Starfsmenn byggingardeilda sveitarfélaga annast yfirferð um- sókna, teikninga og slíks. Það ferli er oft tímafrekt og nú þarf að greiða sérstakt umfjöllunargjald vegna af- greiðslu allra mála, sem eykur bygg- ingarkostnað. Friðrik gagnrýnir þó helst hátt lóðaverð. Fimm milljóna króna lóðagjald fyrir íbúð í fjölbýlis- húsi sé algengt óháð stærðr íbúða. „Hátt leiguverð leiðir til þess að verktakar freistast til að byggja stærri íbúðir sem skila meiri fram- legð. Okkur reiknast svo til að gjöld sveitarfélaga, ásamt fjármagns- kostnaði, séu um þriðjungur af kostnaði við byggingu nýrra húsa. Því eiga sveitarstjórnarmenn og bankar að breyta,“ segir Friðrik Ágúst. Gjöld sveitarfélaga eru þriðjungur verðs  Framsækni er flöskuháls  Hjómar fallega  Reglurnar ráðist af stærð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarholt Húsin í hverfinu eru mörg hönnuð samkvæmt ítrustu kröfum, sem svo kemur fram í verðinu. Friðrik Ágúst Ólafsson „Ungt fólk vill hefja bú- skap með kaupum á ódýrri, lítill tveggja her- bergja íbúð, en stækka við sig þegar börnum fjölgar og hagur rýmk- ast. Þessi hópur þarf litlar, ein- faldrar og íburðarlausrar eignir. Þetta er svipað og þegar krakk- ar fá bílpróf láta þeir gamla jap- anska bíla duga fyrstu árin,“ segir Kristján Baldursson, eig- andi og lögg. fasteignasali hjá Trausta. „Verktakar segja að hægt væri að ná byggingar- kostnaði niður um þriðjung og jafnvel meira væri regluverkið einfaldað og þá finnst mér ein- boðið að stíga skref í þá átt. Eins má líka færa fyrir því rök að hátt verð á lóðum hjá sveit- arfélögunum á Reykjavíkur- svæðinu hafi mikil áhrif til hækkunar á húsnæðisverði.“ Kristján segir að hér sé mik- ilvægt að horfa heildstætt á markaðinn. Algengt verð á nýj- um tveggja herbergja íbúðum sé rúmar 30 milljónir króna. Það hafi smitandi áhrif á öllum markaðinum og leiði jafnframt til hærra verðs á notuðum íbúð- um, svo sem í grónum hverfum. Á þeim slóðum, svo sem í mið- borg Reykjavíkur, sé fermetra- verðið mjög hátt. Í úthverfum sé það heldur lægra, en þó haldist þetta allt í hendur. Ungt fólk vill ekki íburð MARKAÐURINN SMITAST Kristján Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.