Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
!"
!#$
!#
%#%
%$
$#
#
!!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!""
! %
!#
!"
%#
!
#"$
%
#$
$
!"
!
!"$
%##"
%#"
$##
#""!
!$
! !"
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður N1 var 738 milljónir króna
á þriðja ársfjórðungi sem er 195 millj-
ónum króna minni hagnaður en á sama
tíma í fyrra. EBITDA-hagnaður var 1,1
milljarður króna í samanburði við 1,2
milljarða króna. Framlegð af vöru-
sölu var 3 milljarðar króna sem er 2,5%
minna en í fyrra. Framlegð fyrstu níu
mánuðina er orðin 7,8 milljarðar króna
sem er 4,3% meira en á sama tímabili í
fyrra. Icelandair hefur tilkynnt N1 að
semja á við annan eldsneytisbirgi á
Keflavíkurflugvelli. Rekstrartekjur af
viðskiptum við Icelandair á fyrstu 9
mánuðum ársins voru 9,2 milljarðar
króna. Samningurinn er til ársloka.
Afkoma N1 dróst saman
á þriðja ársfjórðungi
● Sjávarkaup hefur fyrir hönd fjölda
sjávarútvegsfyrirtækja samið við Skelj-
ung um kaup á að minnsta kosti 25
milljónum lítra af eldsneyti. Samnings-
tíminn er frá 1. nóvember til 30. júní
2017. Í tilkynningu kemur fram að um
hafi verið að ræða eitt stærsta útboð á
olíu sem fram hafi farið hér á landi. Í
útboðsferlinu var fjórum olíufélögum
gefinn kostur á að bjóða í kaupin en
niðurstaða útboðsins var að gengið var
til samninga við Skeljung.
Sjávarkaup semur við
Skeljung um eldsneyti
STUTTAR FRÉTTIR ...
Trucks? „Þetta er ein af mörgum
tilviljunum í lífi mínu. Ég þekkti að-
eins til fyrirtækisins en þegar ég
kynntist Arctic Trucks laðaðist ég
strax að vörumerkinu. Ég hafði séð
bílana í sjónvarpinu þó ég hefði ekki
sjálfur prófað þá. Stofnandi fyrir-
tækisins, Emil Grímsson, hefur frá-
bæra sýn á hvað fyrirtækið stendur
fyrir. Þegar ég síðan kynntist fólk-
inu sem starfar í fyrirtækinu varð
ég áhugasamur. Verkfræðilega
kunnáttan og einstakt viðhorf
starfsfólksins heillaði mig. Þegar við
bættust spennandi vörur fyrirtæk-
isins þá var ekki um annað að ræða
en að ég tæki að mér hlutverkið.“
Patrik verður staðsettur í Bret-
landi en með annan fótinn á Íslandi.
„Ég held að það verði gott fyrir við-
skiptin að vera einnig í Bretlandi
þar sem hægt er að vera nálægt
birgjum sem framleiða íhlutina og
bílahönnuðum. En þó ég sé í Bret-
landi gleymi ég aldrei þeirri stað-
reynd að Arctic Trucks er íslenskt
fyrirtæki með íslenskar rætur. Í
mínum huga verður það alltaf ís-
lenskt fyrirtæki.“
20 milljóna bíla markaður
Patrik segir að Arctic Trucks sé
nú þegar komið inn á marga mark-
aði en að þeir gætu verið mun fleiri.
„Það hefur verið unnið frábært
starf á undanförnum árum en nú
þarf að huga betur að öllum ferlum
til að geta stækkað fyrirtækið frek-
ar og náð til fleiri markaða með
lausnirnar sem við erum þegar að
bjóða upp á. Við ætlum að byggja á
því sem er þegar til staðar.“
Hann sér fyrir sér að Arctic
Trucks verði bílavörumerki frekar
en að það standi fyrir umbreytta
bíla frá öðrum framleiðendum.
„Jeppamarkaðurinn er að vaxa. All-
ur markaðurinn er nærri 20 millj-
ónir bíla sem eru bæði utanvega-
bílar og hefðbundnir jeppar.“
Patrik segir að það sé aukinn
áhugi fólks á íþróttum og útivist auk
þess sem eftirspurn eftir sérsniðn-
um bílum sé að aukast mikið. „Fólk
vill ekki eiga bíla sem eru eins og
allir aðrir eiga. Það vill frekar eitt-
hvað einstakt og persónulegt sem
býður upp á aukna notkunarmögu-
leika umfram önnur ökutæki. Við
getum mætt slíkri eftirspurn.“
Stefnir að því að Arctic
Trucks verði bílavörumerki
Morgunblaðið/Eva Björk
Jeppar Patrik von Sydow, nýr forstjóri Arctic Trucks, segir eftirspurn eftir sérsniðnum bílum vera að aukast.
Sérsniðnir jeppar frekar en umbreytingar Fyrir fólk sem vill einstaka bíla
VIÐTAL
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
„Það felast mörg tækifæri í því að
Arctic Trucks er upprunnið á Ís-
landi og er íslenskt fyrirtæki. Ísland
er sífellt að verða sýnilegra um-
heiminum og Ísland þykir svalt,“
segir Patrik von Sydow, nýráðinn
forstjóri Arctic Trucks. Fyrir
skömmu var tilkynnt um aukningu
hlutafjár Arctic Trucks um 470
milljónir króna sem nota á til frek-
ari uppbyggingar erlendis. Sam-
hliða hlutafjáraukningunni voru
tveir erlendir stjórnendur fengnir
inn í fyrirtækið, auk Patriks er
Clive Scrivener tekinn við stjórn-
arformennsku í félaginu.
Um 70 starfsmenn eru á þremur
starfsstöðvum Arctic Trucks á Ís-
landi, í Noregi, í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum og Bretlandi.
Auk þess hafa verið gerðir sérleyfis-
samningar við aðila í Rússlandi,
Bretlandi, Finnlandi, Póllandi, Hol-
landi og Suður-Afríku um fram-
leiðslu, sölu og þjónustu.
Kunnátta og einstakt viðhorf
Patrik sem er sænskur hefur
viðamikla reynslu af bíla- og báta-
iðnaðinum í Bretlandi, Svíþjóð,
Danmörku og Tyrklandi. „Ég hef
verið svo lánsamur að fara í gegnum
umbreytingarferli með nokkrum
farsælum en ólíkum fyrirtækjum
sem öll áttu það sameiginlegt að
vera með sterkt vörumerki og
spennandi vörur,“ segir Patrik en
hann hefur meðal annars starfað
hjá General Motors, Saab, Sealine,
Danish Yachts og Numarine
Performance.
En hvers vegna forstjóri Arctic
Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir
gjaldahæstu lögaðila þessa árs og
eru bankar og slitabú banka í sjö
efstu sætunum, að ríkissjóði sjálfum
frátöldum. Mest greiðir Landsbank-
inn í opinber gjöld eða 12,5 milljarða
króna. Slitabú Kaupþings og Glitnis
greiða tæplega 10,3 milljarða hvort
og svipuð fjárhæð er reiknuð á ríkis-
sjóð Íslands. Arion banki er í 5. sæti
á listanum með tæpa 8 milljarða og
LBI, slitabú gamla Landsbankans,
greiðir tæpa 6,9 milljarða. Íslands-
banki greiðir svo tæplega 5 milljarða
króna sem er töluvert minna en hinir
viðskiptabankarnir.
Alls reiða íslenskir lögaðilar fram
75,1 milljarð króna í tryggingagjald
á þessu ári vegna rekstrarársins
2014 sem er hækkun um tæp 5% frá
fyrra ári. Þá greiða lögaðilar tæpa
63,8 milljarða í tekjuskatt fyrir sama
tímabil og aukast tekjur ríkisins
vegna hans um 15% frá árinu 2013.
Sérstakur skattur á fjármálafyrir-
tæki aflar ríkissjóði 33,7 milljarða,
sem er 4% minna en á árinu á undan.
Heildarálagning á lögaðila álagn-
ingarárið 2015 nemur 184 milljörð-
um króna og hækkaði um 1,5% milli
ára. Á svokallaðri skattgrunnskrá
voru alls 39.186 aðilar og af þeim
sættu 11.172 áætlun en það eru um
28,5% allra á skránni.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkis-
skattstjóri, segir að nú sé verið að
kanna möguleika á því að ljúka
álagningu þessara gjalda fyrr á
árinu. „Það standa ýmis rök til þess
að flýta álagningu opinberra gjalda á
lögaðila enda er þarna um að ræða
tölur sem hafa mikil áhrif á hag-
stjórn landsins. Við eigum nú í við-
ræðum við endurskoðendur um þessi
mál.“
Morgunblaðið/Golli
Skattur Fjármálafyrirtæki skipa
efstu sæti álagningarlistans.
Tryggingagjaldið
nam 75 milljörðum
Skattstjóri vill
ljúka álagningu á
lögaðila fyrr á árinu
Rafstöðvar og dekkjavélar
öflugaroghagkvæmar fráZipper - fjölmargar gerðir
Umfelgunarvél
ZI-RMM94
Hæð á felgum10-22”
Breidd á felgum 3-16”
Mestahæðádekki1100mm
Verð frá 328.000 með vsk
Jafnvægisstillingarvél
ZI-RWM99
Hæð á felgum 10-24”
Breidd á felgum 1,5-20”
Verð frá 250.000 með vsk
Rafstöð 1,36kw-STE3000
Verð 97.456 með vsk
Rafstöð 7,5kw-STE8000
Verð 237.305 með vsk
Rafstöð 1,3kw-STE2000
Verð 141.721 með vsk
Eigum einnig fyrirliggjandi
fleiri tegundir rafstöðva
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is