Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is Til sölu Víðimelur 32 - Reykjavík - Heildareignin Um er að ræða alls ca 300 fm íbúðarhúsnæði sem skiptist í par- hús, bakhús og bílskúr. Í húsnæðinu eru fjórar íbúðir. Í parhúsinu er þriggja herbergja íbúð í kjallara, þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð og þriggja herbergja íbúð á annarri hæð. Í bakhúsi er tveggja herbergja íbúð á jarðhæð. Allar íbúðirnar eru í útleigu. Bílskúrinn er notaður sem geymsla. Verðhugmynd 110 milljónir kr. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson hagfræðingur og lögg. fasteignasali í síma 511-1555 og 898-9791. Norðurlanda- samstarfið byggist á bjargföstum lýðræð- islegum gildum og er kjölfesta utanrík- isstefnu okkar. Þótt Norðurlöndin fimm séu ekki samfellt svæði er ímynd þeirra gjarnan sú að um heild sé að ræða. Þau eru mynd innan ann- arrar stærri sem nær til norð- ursvæðisins alls; mynd í myndinni. Þegar Norðurlandaráð kom saman í Reykjavík í sl. viku mátti vissu- lega fagna þróun í starfsemi ráðs- ins og þar með í nánari sam- skiptum landanna. Nú hafa utanríkis- og varnarmál verið tekin fyrir í umræðum Norðurlandaráðs sem er til marks um vaxandi við- sjár og það stórvandamál sem flóttamannastraumurinn er. Áður var brotið blað í varnarsamvinnu Norðurlandanna þegar öll fjögur félagsríkja okkar ákváðu að taka þátt í loftrýmisgæslu NATO á Ís- landi. Og Eystrasaltsríkin þrjú hafa þegið það boð að taka þátt í þessari samvinnu svo sem við á. Ef það hentar Skotum, megi þeir vera velkomnir Á síðast liðnum 10 árum eða svo, hefur orðið stigvaxandi neikvæð þróun í samskiptunum við Rúss- land að því hámarki sem var inn- rásin í Úkraínu. Eftirmálin hafa verið ógnandi aðgerðir við grann- ríkin, einkum Eystrasaltsríkin og Norðurlöndin. Efst ber hinsvegar átökin um ríkjaskipun í Aust- urlöndum nær. Framtíð Íraks, Sýrlands, Líbíu og Jemen virðist í óvissu og ekki verður séð hvort þau eða Íran velja leið samstarfs eða átaka. Deilum Ísraels og Pal- estínumanna linnir ekki. Okkar svæði heims, norðurslóðir, má líta á sem sérstaka, ólíka mynd öðrum heims- hlutum. Loftslags- breytingar, aðallega af mannavöldum, valda bráðnun íshellunnar miklu sem kollvarpar umhverfinu. Verði ekkert að gert og meðalheimshitinn hækki enn um 2-3 gráður, eru uppi hinar verstu langtímaspár um byggð eða óbyggð jarðarinnar. Hins vegar er til skemmri tíma sú tálsýn fyrir strandríki norð- urskautsins, að nýta fljótandi elds- neyti og jarðgas í miklu magni. Sá fylgir hins vegar böggull skamm- rifi að slíkri nýtingu, við aðstæður eins og á íslenska Drekasvæðinu fylgir mikil mengunarhætta vegna losunar koltvísýrings. Það eykur í senn hlýnunina og skapar stór- hættu fyrir fiskistofna. Þess er að vænta að ríkisstjórn Íslands styðji bann við olíuborunum í Íshafinu á loftslagsráðstefnunni í París í des- ember Annað mál er, að nú eru að opn- ast nýjar siglingaleiðir um norð- urskautið, sem felur í sér bæði hættur og tækifæri fyrir Ísland. Á þingi Norðurlandaráðs var kvartað yfir því að umræður í Norð- urskautsráðinu væru takmarkaðar við fimm landa hóp upphaflegu stofnaðilanna. Ísland er sennilega besti valkosturinn fyrir risaaðstöðu vöruflutninga og dreifingar („hub“) og væntanlega áhugamál Kínverja. Frá okkar bæjardyrum séð myndi risastærð mannvirkja kollvarpa brothættu þjóðlegu jafnvægi okkar og ber að útiloka. Norður- Þingeyingar mega gera sig ánægða með kínverska athug- unarstöð á Norðurljósum en leggja á hilluna stuðning við fyrirætlanir um risahöfn í Finnafirði. Mikið er rætt um hinn menningarlega þátt Norðurlandasamvinnunnar og í sömu andrá hve langt þau eru frá sameiginlegri tungu. Íslendingar þurfa hins vegar ekki lengur að bjarga sér á sinni íslensku dönsku í ræðustól. Við hefur tekið nútíma- leg túlkun þannig að nú hljómar tunga Snorra í fundarsölum og hefði það jafnrétti við dönsku ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Við eigum sérlega góða liðsmenn í Norðmönnum um varð- veislu sameiginlegrar fornmenn- ingar og erum sem bræðraþjóðir mynd innan myndar. Ekki skal gert lítið úr menning- arverðlaunum Norðurlandaráðs. Þau eru vafalaust mikill hvati fyrir rithöfunda og kvikmyndagerðar- menn. En Norðurlandaráð hefur þróast í annað og meira að verða vettvangur samráðs í utanríkis- pólitík, svo sem í Úkraínumálinu. Þar gildir sama stefnan og ein- hugur varðandi viðskiptaþvingan- irnar gagnvart Rússlandi. Það var ánægjulegt að tekið skyldi á móti David Cameron á Ís- landi. Hvert sú samræða kann að leiða er óráðið mál að öðru leyti en því að Bretland stendur nær Norðurlöndunum en meginlands- ríkin í ESB. Þá eru þeir traustur hlekkur í varnarsamstarfi við Bandaríkin, sem er og verður meginforsenda öryggis á norður- slóðum. Mynd í myndinni Eftir Einar Benediktsson » Frá okkar bæjar- dyrum séð myndi risastærð mannvirkja kollvarpa brothættu þjóðlegu jafnvægi okkar og ber að útiloka. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Orð eru til alls fyrst og stundum síðast. Veikburða, burðarlítill, afmenni, óefnilegur, manntápslítill, vanfær, vanburða, vesæll, aum- ur, örvasa, bæklaður, krepptur, visinn, mein- lætafullur, spítelskur, örviti, hálfviti, vitlítill, ómenni, ölmusumaður. Allt eru þetta orð yfir heilsufar eða réttara sagt heilsubrest Íslendinga sem koma fram í fyrsta heildarmanntalinu á Íslandi árið 1703 sem var framkvæmt af þeim Árna Magnússyni og Páli Vídalín en í því átti m.a. að taka fram stöðu ein- staklingsins í þjóðfélaginu. Sam- kvæmt þessu manntali fengu þeir sem átt við heilsubrest að stríða ekki góða einkunn sem góðir og gegnir þjóð- félagsþegnar. Orðin segja allt. Og orð hafa yfir sér áru, kalla fram myndir. Hafa orð og heiti áhrif á kjarabaráttu? Um þessar myndir gegnir orðið ör- yrki hlutverki orðanna í manntalinu frá 1703. Það á að lýsa ástandi fólks með heilsubrest. Það er reyndar rúm- lega aldargamalt orð og kemur fyrst fram í tímaritinu Skírni árið 1907. En hvaða áru hefur orðið öryrki? Hvað mynd kallar það fram í hugann? Er hún eitthvað ósvipuð þeim sem koma fram í manntalinu 1703? Hvaða ímynd hafa öryrkjar í samfélaginu ár- ið 2015? Getur verið að hún hafi áhrif á kjarabaráttu þeirra? Hér er dæmi úr ritmálsskrá Orða- bókar Háskóla Íslands sem lýsir vel viðhorfi til öryrkja. „Öryrki á að merkja mann, sem er úr yrkju, líkt og „öreigi“ merkir fjelausan mann.“ Þetta dæmi er síðan 1907. Á það við enn þann dag í dag? Í almennu tali er rætt um ör- orkubætur, jafnvel þótt fína orðið sé örorkulíf- eyrir. Hvað er verið að bæta, má ég spyrja? Jafnvel þótt ég eigi við heilsubrest að stríða þarf ég engar bætur og mér finnst þetta af- skaplega niðurlægjandi orð – sérstaklega þegar því er skeytt við að sögnina „að þiggja“. Velferðarborgarar eiga sér hugsjónir Ég er ekki að þiggja eitt né neitt. Við höfum skapað hér saman velferð- arkerfi þar sem við megum hvergi slaka á kröfunum því það er okkar ör- yggisnet og gjarnan kennt við jöfnuð. Ég vil því frekar fá velferðarlaun en örorkubætur. Við getum einnig bætt við orðum eins og heilsuvelferð, elli- velferð og barnavelferð. Ég sting einnig upp á orðinu velferðarborgari í staðinn fyrir öryrkja. Og vitaskuld á velferð að standa undir eðlilegum framfærsluviðmiðum, það þarf ekk- ert að ræða það. Ríkið veitir fjöl- mörgum vinnu, ég lít á sjálfan mig sem launþega hjá ríkinu og lífeyr- isjóðunum – ekki bótaþega. Síðan er ekki ráð nema í tíma sé tekið til að koma í veg fyrir fjölgun velferðar- borgara með forvörnum og endur- hæfingu. Við getum nefnilega gert ýmislegt á þeim vettvangi, t.d. fækk- að vinnustundum en oft vinnur fólk sér til óbóta og örorku vegna lágra launa, við getum lækkað mat- vöruverð, dregið úr lífsgæðakapp- hlaupinu og síðast en ekki síst boðið fólki upp á íbúðarhúsnæði á viðráð- anlegu verði. Og að lokum, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sem og lífeyris- sjóðir í landinu, ég vil fá launahækk- anirnar, sem samið var um hjá ríkinu og á almenna markaðinum, í launa- umslagið mitt ekki seinna en í gær. Annað er ekki sanngjarnt. Það má einnig lækka frítekjumörk Trygg- ingastofnunar ríkisins allverulega, slíkt gæti komið í sama stað. En eitt er víst, það þarf að stokka verulega upp í þessu tryggingakerfi. Ég er leið á því að vera látið með eins og hreppsómaga, ég er velferðarborgari og hafið þið það! Eftir Unni H. Jóhannsdóttur » Bjarni Benedikts- son, sem og lífeyr- issjóðir, ég vil fá launa- hækkanirnar, sem samið hefur verið um, í launaumslagið mitt ekki seinna en í gær. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaðamaður og með diplóma í fötlunarfræði. Örorkubætur eða velferðarlaun? Ég ávarpa borgar- yfirvöld, ríkisstjórn, þing og þjóð. Hugarfimi þjóðar skal aldrei af girða og engum skal úthýst frá þeim möguleika að mennta sig. Þetta er sérhverjum vitiborn- um manni ljóst og yfirleitt ætti þetta ekki að vera þrætu- epli. Því miður er það samt sem áð- ur tilfellið í málefnum tónlistar- skóla, á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega. Enn og aftur slugsa yfirvöld og neita að borga fyrir ákveðin stig menntunar. Þetta hef- ur orsakað það að við skólum blasir nú gjaldþrot. Þessar menntastofn- anir eru einhverjar þær ódýrustu á höfuðborgarsvæðinu. Þær hvatir sem orsaka þessa hegðun eru mér framandi. Ekki eru það sparnaðarhvatirnar sem stjórnsýslukerfisuppalningar Ís- lendinga hafa löngum dýrkað og til- beðið sér til dægrastyttingar og töluföndurs. Nei, ekki eru það þær hvatir, það er enginn sparnaður í því fólginn að loka dyrum og læsa skatt- borgara úti í kuld- anum til þess eins að fara á hreppinn, hvorki kennurum né menntaþyrstum ung- dómnum. Og ekki er hægt að notast við hin ofurafsakandi hugtök „uppstokkun“ eða „skipulagsbreytingar“ í þessu tilfelli. Það sem þessu veldur er hjákátlegt og sorglegt rifrildi milli borgar og ríkis. Ein- söngvarar og kórar borgar og ráðu- neytis mennta og menningarmála hafa undanfarið sungið hver ofan í annan. En í stað þess að sest sé niður og málin rædd og jafnvel leyst láta embættismenn eins og verstu umskiptingar. Með þessum gjaldþrotum glatast áratuga vinna dugmikils fólks, og hér verður ekki stokkið á næstu kennitölu. Þeir eru til sem taka fjármál alvarlega og lifa ekki í endalausum útlátum, kennitölu- flakki og almennu fjárklámi. Sú dyggð er á miklu undanhaldi. Þessi gjaldþrot munu kosta þjóð- ina meira en verður í krónum talið, reyndir starfandi tónlistarmenn hætta kennslu og nemendur verða slegnir af vegi sínum til framhalds- menntunar og starfsframa. Sem bjartsýnismaður hef ég furðumikla trú á mannkyninu, þar á meðal tel ég borgar- og menning- armálayfirvöld. Það er tími sóknar í íslenskri tónlistarmenntun og tón- listarlífi. Við ættum að ræða um eflingu tónlistarnáms, ekki björgun! Tíminn er að renna út. Ég ákalla borgaryfirvöld og ríkisstjórn: Kyndið ofna menningarinnar, hit- inn kemur ekki af sjálfu sér. Kjós- um eld í stað frosts, yl í stað frera! Jafnið deilur ykkar og dynti við bálsins glóðir og sameinist um það sem þið eruð nú þegar sammála um; mikilvægi menntunar. Bjargið þessum skólum í eitt skipti fyrir öll. Eftir Svein Dúa Hjörleifsson »Kyndið ofna menn- ingarinnar, hitinn kemur ekki af sjálfu sér. Kjósum eld í stað frosts, yl í stað frera! Sveinn Dúa Hjörleifsson Höfundur er óperusöngvari. Mun söngur þeirra þagna? —með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.