Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 12
ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Hin árlega Þjóðahátíð Vesturlands verður að þessu sinni haldin í Hjálm- akletti (Menntaskóla Borgarfjarðar) á morgun, sunnudaginn 1. nóvember. Eins og venjulega verður mikið grín og mikið gaman. Fólk frá ýmsum löndum kynnir lönd sín og menningu og býður upp á framandi mat til að smakka. Fjölbreytt skemmtiatriði verða í boði og „gestastjarnan“ í ár er Páll Óskar. Þjóðahátíðin er öllum opin og ekkert kostar inn. Yfirleitt er matarsmakk frítt, en á sumum borð- um verður matur og handverk til sölu. Þessvegna gæti borgað sig að hafa smávegis reiðufé, því ólíklegt er að posi verði á staðnum. Sveitarstjóri Borgarbyggðar, Kolfinna Jóhann- esdóttir, opnar hátíðina og kynnir heiðursgestina, hr. Stuart Gill sendi- herra Bretlands og eiginkonu hans, Maggie. Skyldi hátíðin fara framhjá einhverjum sem á leið um Borgar- nes, er líklegt að hann renni á hljóð- ið, því skoskur tónlistarmaður mun leika á sekkjapípu fyrir utan Hjálm- aklett þar til hátíðin hefst kl. 14. Þeim sem koma lengra að býðst að taka rútu frá BSÍ kl. 12 á sunnudag- inn sér að kostnaðarlausu.    Á Hvanneyri stendur þessa helgina yfir handverkssýning sem Samband borgfirskra kvenna stend- ur fyrir af tilefni 100 ára kosninga- afmælis kvenna. Sýningin spannar sýnishorn af handverki kvenna síð- ustu hundrað ár og er áherslan lögð á eldra handverk. Allir munirnir eru merktir þeim sem gerðu þá og sýnt hvenær þeir voru unnir. Sýningin er í Gamla íþróttahúsinu og er aðgang- ur ókeypis. Opið er frá 13 til 18 og er kaffisala í kaffihúsinu í Skemmunni báða dagana.    Mr. Skallagrímsson er mættur aftur á Landnámssetrið, en í tilefni af 10 ára starfsafmæli þess mun Benedikt Erlingsson flytja einleik sinn um Egil Skallagrímsson. Sýn- ingin sló í gegn á sínum tíma og Benedikt hlaut tvenn grímuverðlaun, fyrir besta handrit og besta leik í að- alhlutverki. Fyrsta sýningin var í gærkveldi og að minnsta kosti sex fyrirhugðaðar sýningar á döfinni. Allar upplýsingar má sjá á vefsíðunni landnam.is.    Og á morgun efnir Tónlistar- félag Borgarfjarðar til rómantískra tónleika í Borgarneskirkju kl. 16.00. Sópransöngkonan Þórunn Elín Pét- ursdóttir og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja lög með róman- tískum blæ eftir Atla Heimi Sveins- son við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og lög Gustavs Mahlers við þjóðvísur Brentano og Arnim. Ljóðin fjalla á ævintýralegan hátt um náttúru og mannlíf í gleði og sorg. Frítt er á tón- leikana fyrir börn og félaga í Tónlist- arfélaginu, 1000 kr kostar fyrir eldri borgara en almenn aðgangseyrir er 2000 kr. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Þjóðhátíð Búlgarskir dansarar settu mikinn svip á þjóðahátíðina í fyrra og búningarnir sérlega litríkir. Kynna lönd sín og menningu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flóðfaldurinn í nýafstöðnu Skaft- árhlaupi lyfti 600 metra þykkum jöklinum um rúmlega einn metra á meðan flóðið var að vaxa upp í há- mark. Þetta kom fram í erindi Bergs Einarssonar, sérfræðings í vatna- og jöklarannsóknum hjá Veðurstofu Íslands, á Rannsóknar- ráðstefnu Vegagerðarinnar 2015 sem haldin var í gær. Bergur lýsti því m.a. hvernig vöktun á Skaftárkötlum og hlaup- um úr þeim hefur batnað með meiri tækni og tækjabúnaði. Skaftárhlaup hafa verið vöktuð í 60 ár. Lengi vel gaf vatnshæðarmælir við Sveins- tind, um 25 km frá jökuljaðrinum, fyrstu vísbendingu um hlaup undan jöklinum. Aðeins nokkrum klukku- stundum síðar var von á hlaupinu niður í Skaftárdal með tilheyrandi hættu á skemmdum á vegum og ræktarlandi. Lengri fyrirvari Unnið hefur verið að því að lengja þennan fyrirvara með aukn- um mælingum. Skynjurum sem senda upplýsingar um vatnsþrýst- ing við lónbotninn og eins skynj- urum sem senda gögn um lónhita og vatnsþrýsting hefur verið komið fyrir í Skaftárkötlum, bæði þeim vestari og eystri. Ýmsir tæknilegir örðugleikar hafa truflað þær mæl- ingar. Utan jökulsins eru fylki skjálftamæla sem geta greint óróa tengdan framrás jökulhlaups undir jökli. GPS-stöð hefur verið rekin ná- lægt miðju Eystri Skaftárketils á vegum alþjóðlega rannsóknarverk- efnisins Futurevolc. Gögn frá henni berast um radíósenda og GSM-síma til Reykjavíkur. Stöðin sýnir lárétt- ar og lóðréttar hreyfingar jökulsins á þessum stað. Annað GPS-tæki er á Skaftárjökli yfir farvegi hlaups- ins, um 25 km frá Eystri Skaft- árkatli og um 15 km frá jökuljaðr- inum. Ísþykktin undir tækinu er rétt um 600 metrar, samkvæmt ís- sjármælingum Jarðvísindastofnun- ar HÍ. Mælingarnar á síðasta Skaftár- hlaupi, sem var það langstærsta síðan mælingar hófust, gáfu ein- stæðar upplýsingar um þróun og umfang hlaupsins. Fyrirvari þessa stóra hlaups var 3-4 dagar áður en tók að hækka í Skaftá við Sveins- tind. Niðurstöðurnar gefa mikla möguleika á rannsóknum á hrað- vaxandi jökulhlaupum af þessu tagi. Gríðarlegir kraftar Bergur sagði í samtali við Morg- unblaðið að GPS-tækið á Skaftár- jökli hefði sýnt að flóðið lyfti jökl- inum þar um rúmlega einn metra. Fyrst lyftist hann hratt um u.þ.b. 40 sentimetra á einni klukkustund á meðan flóðfaldurinn gekk þar fram. Síðan lyftist jökullinn um 60 senti- metra til viðbótar á næstu 20 klukkustundum á meðan rennsli flóðsins var að aukast. Samkvæmt mælingum var flóðfaldurinn á þess- um stað undir jöklinum allnokkrir kílómetrar á breidd. Bergur sagði að svona lyfting hefði áður mælst í tveimur Skaftár- hlaupum 2008 þótt lyftingin hefði ekki verið jafn mikil þá og hún var nú. Skaftárhlaupið lyfti jöklinum um 1 metra  Varað við Skaftárhlaupum með lengri fyrirvara en áður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eldvatn Stóra Skaftárhlaupið gróf undan eystri enda brúarinnar við Ása. Aukin vöktun gerir kleift að vara við hlaupum með lengri fyrirvara en áður. Rof á eystri bakka Eldvatns við brúna hjá Ásum hefur valdið því að brúin hefur skekkst. Það hef- ur áhrif á burðarþol brúarinnar. Þetta kemur fram í frétt Vega- gerðarinnar. Ekki hefur verið hægt að gera dýptarmælingar í farvegi árinn- ar, vegna mikils rennslis. Þær eru nauðsynlegar áður en tekn- ar verða ákvarðanir um fram- haldið. Verið er að skoða þann mögu- leika að opna brúna fyrir léttari umferð. Einnig er verið að at- huga með nýtt brúarstæði yfir Eldvatn. Vegagerðin telur að við flóð muni árbakkinn halda áfram að rofna og að núverandi brú muni ekki standast stærri flóð. Athuga með nýja brú BRÚIN YFIR ELDVATN Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is Setning Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Landspítali,nýbyggingar og ólík rekstrarform og forsendur þeirra Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur, kynnir tillögur nýrrar skýrslu. Forsendur og hagkvæmni þess að staðsetja nýjan spítala við Hringbraut Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG. Staðsetning nýs Landspítala Hilmar Þór Björnsson, arkitekt. Umræður að loknum erindum: Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala, Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, Óli Björn Kárason, ritstjóri og Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir. Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA. Létt morgunhressing frá kl. 8.00. MORGUNVERÐARFUNDUR MIÐVIKUDAGINN 4. NÓVEMBER KL. 8.30-10.00 Á ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA Dagskrá NÝTT SJÚKRAHÚS Umræðufundur um hagkvæmar byggingar, rekstrarform og staðsetningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.