Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 16
Heildaráhorf 18-49 ára á sjónvarp 2009-2015 Línuleg dagskrá Hliðruð dagskrá Heimild: Gallup og RÚV M ín út ur á da g 160 140 120 100 80 60 40 20 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Heildaráhorf 18-49 ára hefur dregist saman um tæp 36% í heild og 47% á línulega dagskrá BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, telur breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla kalla á endurmat á rekstri og hlut- verki RÚV sem fjölmiðils. Þá ekki síst í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að félagið skuldar 6,6 milljarða. Er talan sótt í nýja skýrslu nefnd- ar um rekstur og starfsemi RÚV frá árinu 2007. Á félaginu hvíla margir kostnaðarliðir sem eru settir í sam- hengi við útvarpsgjald hér til hliðar. Eins og grafið sýnir þurfa 4.326 ein- staklingar, eða lögaðilar, að borga gjaldið til að samanlögð upphæðin mæti áætluðum aukavaxtakostnaði af skuldabréfi vegna lífeyris- skuldbindinga RÚV við LSR. Samkvæmt upplýsingum frá ríkis- skattstjóra var útvarpsgjald lagt á 189.237 einstaklinga árið 2015, sem greiddu 3.368 milljónir, og 35.995 lögaðila, sem borguðu 640 milljónir. Gjaldið er 17.800 kr. á hvern ein- stakling og lagt á þá sem eru með tekjuskattsstofn umfram 1.624.603 kr. Undanþegnir gjaldinu eru þeir sem eru 70 ára og eldri í árslok 2014, svo og elli- og örorkulífeyrisþegar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þá er gjaldið lagt á skattskylda lögaðila, aðra en dánarbú og þrotabú. Lögaðilar sem eru undan- þegnir skattskyldu eru einnig undanþegnir útvarpsgjaldi. Óskynsamlegt að lækka gjaldið Áformað var að lækka útvarps- gjaldið úr 17.800 krónum í 16.400 krónur um næstu áramót. Illugi kveðst þessu andvígur. „Ég hef sagt það áður opinberlega að ég telji, í ljósi rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins, að ekki sé ástæða til að lækka útvarpsgjaldið,“ segir Illugi sem vill ekki svara því hvort hann horfi til margra ára. Hann láti nægja að horfa til næsta árs. „Varðandi umræðu um lífeyris- sjóðslánið [fjallað er um LSR-bréfið í grein hér fyrir neðan] hef ég ekki tekið afstöðu til þess. Þetta mál snýr auðvitað fyrst og fremst að fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu. Skuldbindingin er of mikil hjá þessari stofnun, sem kallar á fjár- framlög frá ríkinu, eða frá skatt- greiðendum. Spurningin er hvar þetta er fært til bókar. Skuldin hverfur ekki,“ segir Illugi. Varðandi skilyrt viðbótarframlag að fjárhæð 182 milljónir á þessu ári bendir Illugi á að í greinargerð frá fjárlaganefnd hafi verið tiltekin skil- yrði. Málinu hafi síðan verið vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál. „Þar var horft til þess að menn væru búnir að ná árangri í rekstri. Ég get reyndar ekki annað séð en að RÚV hafi náð verulegum árangri á undanförnum misserum. Dregið hef- ur verið úr rekstrarkostnaði. Síðan er það auðvitað áfangi að ná að leigja út hluta af Útvarpshúsinu. Eins er það ánægjulegt að ná að gera verðmæti úr byggingarrétt- inum upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru umtalsverðir fjármunir. Menn verða að vera sanngjarnir í þessari umræðu og horfa líka á það sem vel er gert og vera síðan reiðu- búnir að vinna með allar góðar ábendingar til þess að ná enn betri niðurstöðu.“ Sala á Efstaleiti er möguleiki Spurður hvort hann telji að selja beri höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti segist Illugi telja „að menn eigi ekki að útiloka neitt í þeim málum“. „Ef menn gætu séð fyrir sér að Ríkisútvarpið kæmist í hentugt og ódýrara húsnæði, og að hægt væri að losa þessa fasteign og nota féð til niðurgreiðslu skulda, væri það auð- vitað mjög æskilegt. Þetta snýst enda um eitt að lokum; að sem mest af þeim fjármunum sem við skatt- greiðendur verjum til starfseminnar fari í að búa til efni, sjónvarps- og útvarpsefni, sem við fáum síðan not- ið.“ Umhverfið að breytast mikið Hér fyrir ofan er graf sem sýnir mikinn samdrátt í áhorfi á sjónvarp. Fjallað er um breytta notkun á fjölmiðlum í áðurnefndri skýrslu og eru þær breytingar settar í sam- hengi við hlutverk og skyldur RÚV samkvæmt lögum. Spurður hvort rétt sé að stokka upp rekstur RÚV í ljósi gjörbreytts fjölmiðlaumhverfis þar sem ýmsar tegundir efnis eru sífellt í boði alls staðar, og sjónarmið um öryggis- hlutverkið e.t.v. komin til ára sinna, segir Illugi að breytinga sé þörf. „Tilgangurinn með þessari úttekt er sá að hægt sé að leggja grunn að upplýstri umræðu um rekstrarstöðu RÚV, hver hún er og hvernig hún kom til. Ég á von á því að Ríkis- útvarpið hafi skoðanir á þessum töl- um og að þær komi síðan fram. Þeg- ar það gerist held ég að við fáum mjög greinargóða og glögga mynd og getum svo kannski farið að ramma betur inn umræðu um fram- tíðina.“ Illugi telur ástæðu til að meta kosti og galla rekstrarforms RÚV sem opinbers hlutafélags og hvort tilefni sé til að breyta því. „Það væri skrítið ef við myndum ekki setjast niður núna, í ljósi þess- ara breytinga, og spyrja okkur hvernig þessum markmiðum verður best náð,“ segir Illugi og vísar m.a. til nýrra dreifileiða og mikilla breyt- inga á aðgengi að fjölmiðlun. Verði rætt á þingi næsta vor „Ég tel að við þurfum að ráðast í þessa vinnu á næstu mánuðum og byrja að móta slíkar hugmyndir. Ég held að það væri t.d. spennandi leið fyrir okkur að leggja afrakstur slíkr- ar vinnu fram í formi þingsályktun- artillögu á Alþingi. Þannig gæti um- ræða farið fram á Alþingi, t.d. seint næsta vor. Á grundvelli niðurstöðu sem þar fengist, og afgreiðslu á slíkri þingsályktunartillögu, gætu menn síðan stigið næstu skref,“ seg- ir Illugi. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að fallast á þá tillögu stjórnar RÚV að félagið fái að halda húseigninni og lóðinni í Efstaleiti, jafnframt því sem ríkið taki yfir LSR-skuldabréf- ið, hækki útvarpsgjaldið og veiti 182 milljóna skilyrt viðbótarframlag í ár. Brást hún þar við umfjöllun í Morgunblaðinu í gær, sem stjórn RÚV gerir athugasemdir við hér fyrir neðan á síðunni. Vigdís rifjar upp að þegar RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 hafi eignir verið hafðar á móti skuldum til þess að félagið gæti tek- ist á við lífeyrisskuldbindingar. Hún segir af og frá að sala á bygg- ingarrétti fyrir að lágmarki 1,5 millj- arða sé frágengin hjá RÚV. „Það getur enginn ráðstafað eign- um ríkisins nema fyrir liggi 6.gr. heimildar í fjárlögum sem samþykkt eru af alþingi og þar með fjárveit- ingarvaldinu. Enga slíka heimild er að finna í frumvarpi til fjárlaga 2016. Ekki hefur verið rætt við fjár- laganefnd hvort slík heimild komi inn í frumvarp til fjáraukalaga fyrir 2015, né sem breytingartillaga milli umræðna í fjárlagagerðinni fyrir ár- ið 2016,“ segir Vigdís sem telur ekki koma til greina að hækka útvarps- gjaldið í 17.800 krónur með verðbót- um á tímabilinu 2015 til 2020. Gjaldinu verður „ekki haggað“ „Fjárlaganefnd starfar sam- kvæmt gildandi lögum. Fjárlaga- frumvarpið fyrir 2016 fer að gildandi lögum með því að útvarpsgjald skuli vera 16.400 krónur. Því verður ekki haggað,“ segir hún. Vigdís rifjar jafnframt upp að með lögum númer 23/2013, sem sam- þykkt voru 13. mars 2013, hafi verið ákveðið að lækka gjaldið úr 19.800 kr. í 16.400 kr. frá og með ársbyrjun 2014. Núverandi ríkisstjórn, sem tók við völdum í maí 2013, hafi hins vegar ákveðið að útvarpsgjaldið skyldi vera 19.800 krónur á fjárlögum 2014 og 17.800 krónur á fjárlögum 2015. Jafnframt skyldi gjaldið renna óskert til RÚV á þessum tveimur ár- um. „Við gáfum RÚV tveggja ára svigrúm til að laga reksturinn með því að trappa gjaldið niður í 16.400.“ Komið að uppstokkun hjá RÚV  Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir breytt umhverfi kalla á endurmat  Vill ekki lækka útvarpsgjald  Formaður fjárlaganefndar segir RÚV ekki munu fá meiri fjármuni Útvarpsgjald og rekstur RÚV Í samanburði við nokkra útgjaldaliði Heimild: Skýrsla nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 Semmargfeldi af útvarpsgjaldi Sem hlutfall af ríkisfram- lagi 2014-2015 (3.575 milljónir) Sem hlutfall af auglýsinga- tekjum 2014-2015 (1.840 milljónir) Vaxtaberandi skuld í Vodafone-samningnum 570.000.000 32.022 15,9% 31,0% Frestun á afborgunum og vöxtum af LSR-skuldabréfi 570.000.000 32.022 15,9% 31,0% Við frestun afborgana af LSR-bréfinu bætast vextir og verðbætur sem jafngilda lántöku 215.000.000 12.079 6,0% 11,7% Vaxtagreiðslur af LSR-skuldabréfi umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð 77.000.000 4.326 2,2% 4,2% Áætluð aukning rekstrarkostnaðar 2015-16, frá fyrra rekstrarári 328.000.000 18.427 9,2% 17,8% Fasteignagjöld 83.000.000 4.663 2,3% 4,5% Rekstrargjöld 2013-14 á verðlagi í lok rekstrarárs 2015 að meðtöldum fjármagnskostnaði* (Ríkisframlag var 3.390 milljónir) Sem hlutfall af ríkisframlagi 2013-2014 (3.390 milljónir) Sem hlutfall af auglýsinga- tekjum 2013-2014 (1.884 milljónir) Fjármagnskostnaður 327.992.000 18.427 9,7% 17,4% Afskriftir 322.135.000 18.097 9,5% 17,1% Húsnæði og annar rekstur 310.421.000 17.439 9,2% 16,5% Yfirstjórn 339.706.000 19.085 10,0% 18,0% Auglýsingadeild 199.138.000 11.188 5,9% 10,6% Dreifikerfi 333.849.000 18.756 9,8% 17,7% Dagskrár- og framleiðslukostnaður 4.023.759.000 226.054 118,7% 213,6% Samtals rekstrargjöld 2013-14 5.857.000.000 329.045 172,8% 310,9% *Hlutfallslegur kostnaður við einstaka liði er sóttur í skýrsluna. Þar eru heimildir sagðar vera ársreikningur RÚV og fjármáladeild RÚV. Hlutföllin eru svo yfirfærð á áætlaðan rekstrarkostnað 2013-14. Illugi Gunnarsson Vigdís Hauksdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gaf kost á viðtali sem svo var afturkallað. Var niðurstaðan sú að vísa á tilkynningu sem birtist á vef Kauphallarinnar í gærkvöldi: „Í skýrslu sem nefnd undir forystu Eyþórs Arnalds ritaði og í nokkrum fréttum sem birtar hafa verið um hana er rangt farið með staðreyndir um fjármál Ríkisútvarpsins ohf. Fullyrt er að Ríkisútvarpið geri kröfu um skilyrt viðbótarframlag til næstu fimm ára og í áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir verulega hækkuðu ríkisframlagi, þ. á m. að 3,2 milljörðum króna verði varið til að létta skuldum af Ríkisútvarpinu. Þetta er ekki rétt. Ríkis- útvarpið hafði vakið athygli nefndarinnar á að fullyrð- ingar þeirra í skýrsludrög- um væru rangar og jafn- framt að þeim væri óheimilt með tilliti til laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 að birta upplýs- ingar sem vörðuðu rekstr- aráætlanir félagsins, þar með talið ósamþykktar sviðsmyndir, enda höfðu nefndarmenn ritað undir trúnaðar- yfirlýsingu þess efnis. Hið rétta er að stjórn Ríkisútvarpsins hef- ur samþykkt rekstraráætlun fyrir tímabilið 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Þessi áætlun gerir ráð fyrir að útvarpsgjaldið lækki ekki frekar heldur haldist það óbreytt eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað. Sú áætlun verður uppfærð og lögð fyrir stjórn fyrir árslok og mun þá taka til almanaksársins 2016. Einnig liggja fyrir áætlanir sem gera ráð fyrir viðbrögðum fé- lagsins ef forsendur um óbreytt útvarps- gjald ganga ekki eftir í meðförum þingsins. Þær áætlanir fela í sér umtalsverða skerð- ingu á þjónustu og dagskrá Ríkisútvarpsins. Í öllum áætlunum stjórnenda Rík- isútvarpsins er gert ráð fyrir hallalausum og sjálfbærum rekstri á næsta rekstrarári, eins og raunin hefur verið á síðastliðnum tólf mánuðum,“ segir í tilkynningunni. Skýrsluhöfundar sagðir hafa rofið trúnað við RÚV Magnús Geir Þórðarson Morgunblaðið/Eva Björk RÚV Höfuðstöðvarnar í Efstaleiti. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.