Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 hann sem aukaskip. Gunnþór segir líklegt að hann verði seldur. 25-30% verðlækkun Kaupin á Gitte Henning ber að á svipuðum tíma og óvissa er með loðnuvertíð í vetur og þrengingar hafa verið á mörkuðum með makríl- og síldarafurðir vegna viðskipta- banns Rússa. „Þetta fer alltaf upp og niður og þessi loðnumæling var ekki alfarið slæm í mínum huga, stundum hefur engin loðna fundist að hausti “ segir Gunnþór. „Ég var spurður að því af hverju ég væri bjartsýnn á loðnu- vertíð í vetur og svaraði því til að það skipti engu máli hvort ég væri bjart- sýnn eða svartsýnn og í sjálfu sér veit ég ekki hvað verður. Það er hins vegar miklu skemmtilegra að vera bjartsýnn.“ Gunnþór segir að fyrirtæki hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna viðskiptabanns Rússa. Staðan gæti versnað enn frekar ef ekki verður breyting á þegar kemur fram á loðnuvertíð. „Verðlækkun vegna Rússabanns- ins hefur stórskaðað fyrirtækin,“ segir Gunnþór. „Menn hafa verið að selja makríl- og síldarafurðir þó það hafi gengið miklu hægar en síðustu ár. Ég áætla að verðlækkunin sé 25-30% miðað við sama tíma í fyrra. Við höfum mjög miklar áhyggjur af komandi loðnuvertíð og ég vona að menn séu að endurskoða hug sinn í þessu Rússamáli. Ég reikna með því að þeir sem komu okkur í þessa stöðu gagnvart Rússum séu að meta afleiðingarnar og vonandi að vinna í því að vinda ofan af þessu. Við erum ekki bara í vandræðum með sölu á uppsjávar- afuurðum til Rússlands, því það eru líka vandamál með sölu á sjófryst- um karfa en Rússlandsmarkaður var mikilvægur þar. Í sumar frystum við makríl og síld og fólkið hafði vinnu við þessi verkefni. Loðna og loðnuhrogn verða hins vegar ekki fryst ef við getum ekki selt til Rússlands. Þá kemur skellurinn í vetur og lendir ekki bara á fyrirtækjunum heldur líka fólkinu og samfélögunum. Það er fjarstæðukennt ef menn ætla að skýla sér á bak við það að loðnukvót- inn verði lítill og bannið skipti því minna máli. Það verður loðna og menn verða að vinna að því að snúa ofan af þessu viðskiptabanni.“ Hugað að endurnýjun Síldarvinnslan er ekki bara í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiski, held- ur er fyrirtækið öflugt í veiðum og vinnslu á bolfiski. Frá Neskaupstað eru ísfisktogarinn Bjartur og frysti- togarinn Barði gerðir út á bolfisk- veiðar og frystitogarinn Blængur, áður Freri, var keyptur fyrr á þessu ári. Síldarvinnslan keypti útgerðar- fyrirtækið Berg-Hugin í Vest- mannaeyjum árið 2012. Skip þess eru Bergey og Vestmannaey, en um er að ræða tæplega 30 metra tog- skip, sem smíðuð voru í Póllandi 2006 og 2007. Síldarvinnslan keypti útgerðarfyrirtækið Gullberg á Seyð- isfirði fyrir ári, en það gerir út sku- togarann Gullver NS 12. Aðspurður hvort breytingar séu á döfinni hvað varðar þennan skipa- kost segir Gunnþór að farið sé að huga að endurnýjun. Það verði t.d. bara gerður út einn frystitogari hjá félaginu og óvíst sé hvað verði með Barða. Þessi mál séu til skoðunar í heild sinni. Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar starfa hátt í 350 manns til sjós og lands. Fyrirtækið rekur þrjár fiski- mjölsverksmiðjur og uppsjávar- frystihús í Neskaupstað og bolfisk- vinnslu í gegnum Gullberg á Seyðis- firði. Skemmtilegra að vera bjartsýnn  Endurnýjun Síldarvinnslunnar á uppsjávarskipum lokið  Tvö nýleg og öflug skip  Hugað að endurnýjun og uppstokkun í bolfiskflota  Bjartsýnn á loðnuvertíð  Áhyggjur af viðskiptabanni Stórt skref Nýr Beitir er vætanlegur til heimahafnar í Neskaupstað fyrir jól. Skipið er fullkomið í alla staði og kemur í stað 17 ára gamals skips. Endurnýjun Nýr Börkur kom til Neskaupstaðar í febrúar í fyrra, en bar áð- ur nafnið Malene S og var afhentur norskum eigendum í desember 2012. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með kaupum á danska skipinu Gitte Henning er lokið endurnýjun Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað á upp- sjávarskipum fyrirtækisins. Nýja skipið er eitt stærsta uppsjávarskip við Norður-Atlantshaf og stefnt er að því að skipið verði komið heim fyrir jól. Það verður því klárt á loðnuvertíð í vet- ur, sem Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri, segist vera bjart- sýnn á þrátt fyrir lélega mælingu í haust. „Með þessu skrefi erum við komin með tvö mjög öflug og vel búin skip,“ segir Gunnþór. „Við teljum þessa endur- nýjun stórt skref fram á við fyrir okkur; vinnuaðstöðuna, aðbúnaðinn og þau hráefnisgæði sem við vinnum með. Jafnframt liggur fyrir að við þurfum að huga að endurnýjun og uppstokkun í bolfiskflotanum.“ Hefur landað 3.500 tonnum Nýja skipið, Gitte Henning, var smíðað í skipasmíðastöð í Litháen og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014. Það er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttó- tonn. Í skipinu eru 13 RSW tankar, samtals 3.203 rúmmetrar og ber það um 3.200 tonn, samkvæmt lýsingu, en vorið 2014 landaði skipið þó um 3.500 tonnum af kolmunna, sem veiddust á innan við þremur sólar- hringum. Skipið er búið fullkomnum búnaði til veiða bæði með flottrolli og nót. Öll tæki í brú eru af fullkomnustu gerð og í skipinu eru 12 klefar með 14 rúmum. Haft er eftir Gunnþóri að stærð skipsins og burðargeta muni nýtast vel á stórum loðnuvertíðum og eins við kolmunnaveiðar á fjar- lægum miðum. Hann vill ekki gefa upp kostnað við kaupin á nýja skip- inu, en Beitir gengur upp í kaupin á Gitte og er nýr Beitir 17 árum yngri. Fram kom í dönskum blöðum á sín- um tíma að nýsmíðin hefði kostað dönsku útgerðina um 230 milljónir danskra króna eða sem nemur tæp- lega 4,4 milljörðum íslenskra króna. Í febrúar í fyrra kom nýr Börkur til Neskaupstaðar, en skipið hét áð- ur Malene S. Það var smíðað í Nor- egi og afhent norskum eigendum í desember 2012. Það skip er yfir 80 metra langt, 17 metra breitt og ber 2.500 tonn. Auk þessara skipa á Síld- arvinnslan uppsjávarskipið Birting, en síðustu misseri hefur verið litið á Gunnþór Ingvason Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fyrri eigendur Gitte Henning eru síður en svo að draga saman seglin. Þeir tilkynntu nýlega að þeir hefðu skrifað undir smíðasamning á nýju skipi, sem er stærra en skipið sem fer til Norðfjarðar eða 90,45 metra langt og 17,8 metra breitt. Það skip mun þá verða stærsta uppsjávarskip sem byggt hefur verið og er því ætlað að bera 3600 tonn af hráefni. Meðan á smíði þess stendur ætlar danska út- gerðin að gera Beiti út, en hann gekk upp í kaupin. Aðaleigandi útgerðarinnar er Henning Kjeldsen, sem jafn- framt hefur verið skipstjóri. Skipið sem samið hefur verið um smíði á verður væntanlega tíunda skip útgerðarinnar sem ber nafnið Gitte Henning. Nafnið mun vera sótt til út- gerðarmannsins og Gitte, systur hans, og hefur ekkert að gera með nafn dönsku söng- og leikkonunnar Gitte Hænning, sem gert hefur garðinn frægan víða um lönd. Hún varð fyrst fræg sem barnastjarna á sjötta áratug síðustu aldar. Eldri lesendur muna hugsanlega eftir henni í kvikmyndinni Rauðu skikkj- unni frá 1967, sem að hluta var tekin hér á landi undir leikstjórn Gabriel Axel. Nokkr- ir íslenskir leikarar léku í myndinni. Smíða enn stærra skip TÍUNDA GITTE HENNING Baselayer ullarnærföt á alla fjölskylduna Útsölustaðir: Hagkaup • Afreksvörur – Glæsibæ • Bjarg – Akranesi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Jói Útherji – Reykjavík JMJ – Akureyri • Icewear – Akureyri • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag V-Húnvetninga • Kaupfélag Skagfirðinga Nesbakki – Neskaupsstað • Skóbúð Húsavíkur – Húsvík • Blossi – Grundarfirði • Efnalaug Dóru – Hornafirði Efnalaug – Vopnafjarðar • Siglósport – Siglufirði • Heimahornið – Stykkishólmi • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.