Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Seltjarnarnes - sjávarlóð Eign í sérflokki á einstökum útsýnisstað Stórglæsilegt einbýlishús á sjávarlóð við Hrólfsskálavör. Víðáttumikils útsýnis nýtur úr flestum rýmum hússins og verulega aukin lofthæð er í stórum hluta þess. Stórir gluggafletir vísa að sjó, með rennihurðum út á verandir og svalir. Eignin er 572,0 fm að stærð með innbyggðum 58,7 fm bílskúr, hönnuð að innan og utan af arkitektunum Steve Christer og Margréti Harðardóttur hjá Studio Granda, sem einnig hönnuðu lóð og þakgarð. Allar sérteikningar, t.d. af innréttingum eru fyrirliggjandi. Um er að ræða nýbyggingu sem skilast fullfrágengin að utan með fullfrágenginni lóð, en að innan skilast húsið tæplega tilbúið undir innréttingar. Þó eru komin vönduð gólfefni á stóran hluta hússins, terrazzo. Lóðin er afar glæsileg með veröndum, stéttum, innkeyrslu og hlöðnum veggjum úr íslensku grágrýti. Hitalagnir eru undir veröndum, stéttum og innkeyrslu. Stór steyptur heitur pottur er á baklóð auk gufubaðshúss með sjávarútsýni og útisturtu. Þakgarður hússins er fullfrágenginn með harðviðargólfum, heitum potti og útisturtu. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Th. Jónsson lögg. fasteignasali, netfang: gtj@fastmark.is FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fastsali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fastsali. Af þeim heimsmeist-araeinvígjum sem háðhafa verið frá því fyrstasem fram fór árið 1886 má telja að tvö hafi ákveðna sérstöðu hvað varðar væntingar um úrslit; þegar Capablanca tefldi við Aljekín í Buenos Aires 1927 var talið nánast útilokað að Aljekín ynni. Nið- urstaðan varð samt sú að Aljekin vann 6:3 en þeir gerðu 25 jafntefli. Garrí Kasparov hafði unnið tíu stór- mót í röð er hann mætti Kramnik í London haustið 2000. En Kramnik vann 8½:6½ og tapaði ekki skák. Einvígið fór fram undir merkjum PCA, Samtaka atvinnuskákmanna, en sex árum síðar mættust Topalov og Kramnik í „sameiningareinvígi“ FIDE og PCA í Elista í Kalmykíu. Kramnik vann einvígið, sem hlaut nafnið „Toilet-gate“ vegna deilna um tíðar salernisferðir Kramniks. Þess- ir tveir talast ekki lengur við, takast ekki í hendur við upphaf skáka sinna og heldur ekki þegar þeim lýkur. Í Evrópukeppni skákfélaga sem lauk í Skopje í Makedoníu fyrir viku leiddi Kramnik lið sitt Síbería til sigurs og hlaut 4½ vinning af fimm mögu- legum. Ekkert íslenskt lið tók þátt í keppninni að þessu sinni. Kramnik vann Nepomniachtchi, Svidler, Ív- antsjúk og Topalov, árangur sem fleytir honum upp í 5. sæti á heims- listanum. Hann teflir á 1. borði fyrir Rússa á EM í Laugardalshöllinni. Sigur hans yfir Topalov var sérlega glæsilegur: EM taflfélaga 2015; 2. umferð: Vladimir Kramnik – Veselin Topalov Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 Þessi hógværa leikaðferð, sem rakin er til hins kunna stórmeistara Artúrs Jusupov, er furðu sveigjan- leg þegar að er gáð; það má ákveða síðar hvernig best er að haga upp- stillingu peða á drottningarvæng. 3. … c5 4. Bd3 b6 5. 0-0 Bb7 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. Rc3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Re5 0-0 11. Dg4 f5!? Talin öruggasta leið svarts en skapar veikleika á e6. Þekkt gildra kemur upp eftir 11. … Rf6 12. Dh4 Rc6 13. Bg5! g6 14. Ba6! og svarta staðan er töpuð. 12. De2 Bf6 13. Bc4 He8 14. Hd1 Rd7?! Vafasamur vegna þeirrar leppun- ar sem nú kemur fram. Betra var 14. … Rc6 eða 14. … a6. 15. Bb5! Bxe5 16. dxe5 De7 17. Rxd5 Bxd5 18. Dh5! Hótar 19. Bg5. Svartur neyðist til veikja sig á svörtu reitunum. 18. … g6 19. Dh6 Hec8 20. Bg5 Df7 21. Bxd7 Dxd7 22. Bf6 Einn vandi Topalovs er hversu erfitt er að andæfa hrókunum á d- línunni. 22. … Df7 23. b3 Df8 24. Df4 Hc2 25. h4 Hac8 26. h5 De8 27. Hd3 H2c3 28. Had1 gxh5 Það er erfitt að finna betri leik. Í sumum tilvikum getur hvítur skipt upp á öllum hrókunum og ruðst inn eftir c-línunni. 29. Hxd5! exd5 30. e6! Snarplega leikið, 30. … H3c5 er svarað með 31. Hd3! o.s.frv. 30. … H3c7 31. Hxd5 Dxe6 32. Dg5 Kf8 33. Hxf5 Hf7 34. Dh6 Ke8 35. He5 Hc6 Hyggst bjarga sér með því að leppa biskupinn, 36. Hxe6+ Hxe6 o.frv. En Kramnik á tvöfalda „gagn- leppun“. 36. Dxh5! – og Topalov lagði niður vopnin. Vinningsleiðin Jón L. Árnason – Jon Ludvig Hammer Í síðasta pistli birtist brot úr skemmtilegri viðureign á Íslands- móti skákfélaga. Vinningsleiðin er þessi: 62. … Kf2! 63. f7 Eini leikurinn. 63. … Hd3+! 64. Kc1 64.… Kc2 kemur í sama stað niður. 64. … Hf3 65. f8(D) Hxf8 66. Bxf8 Ke2! – og vinnur; hvítur getur vissulega stöðvað d-peðið með – Bb4 en þá rennur g-peðið upp í borð. Kramnik í banastuði á EM taflfélaga Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Fréttamiðlun einn- ar stærstu fjölmiðla- samsteypu landsins hlýtur að hafa í för með sér ríka sam- félagslega ábyrgð gagnvart notendum sínum. Ábyrgð sem m.a. felst í sannleiks- gildi fréttanna sem fluttar eru. Frétta- stofa Stöðvar tvö fip- aðist örlítið í þessu þriðjudaginn 27. september s.l. en öllum geta jú orðið á mistök. Ég tek mér nú góðfúslega leyfi til að leiðrétta það sem þarna hrökk út fyrir sann- leiksrammann, væntanlega alveg óvart. Þetta kvöld greindi fréttastofan frá því að tekin hefði verið fyrsta skóflustungan að nýbyggingu á svæði Valsmanna að Hlíðarenda, og þar með fyrsta áfanga byggðar sem mun skaga upp í hindr- unarflöt lokaaðflugs að neyð- arbrautinni á Reykjavíkurflugvelli og þá væntanlega leiða til lokunar brautarinnar án þess að innanrík- isráðherra hafi heimilað það. Fréttamaðurinn, Þorbjörn Þórð- arson, sagði svo frá (orðrétt): „Flugbrautin er ekki neyðarbraut heldur stysta og minnst notaða flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Framkvæmdirnar í dag hafa ekki bein áhrif á rekstur flugvallarins enda er þessi braut ekki í notk- un“. Í aðeins þessum tveimur samliggjandi setningum komst fréttamaðurinn í mótsögn við sjálfan sig með því að segja þessa flugbraut „minnst notaða“ og líka að hún væri „ekki í notkun“! Fyrri fullyrðingin er reyndar hin rétta, brautin er minnst notuð af flug- brautum vallarins. Fyrir því liggja þær ástæður að notkun hennar er skilyrt því að hinar brautirnar séu óöruggari eða hreinlega ónothæfar vegna hliðarvinds á þeim og þá gjarnan samfara skertum heml- unarskilyrðum og hviðugjörnum vindi. Það gerist endrum og sinn- um. Það að brautin sé fyrir vikið minnst notuð rýrir alls ekki mik- ilvægi hennar. Flug með bráðveikt eða slasað fólk til LSH í Reykjavík á sér stað fyrirvara- laust og þörfin fyrir það einskorðast ekki við kjöraðstæður á Reykjavíkurflugvelli. Í yfirliti Isavia um hreyfingar á neyð- arbrautinni yfir þriggja ára tímabil frá 2012 til 2014, kemur fram að sjúkraflugvél Mýflugs hafði not af brautinni alls yfir 50 sinnum á tímabilinu. Í flestum þessara tilfella voru að- stæður með þeim hætti að lend- ingar á öðrum flugbrautum hefðu orðið áhættusamari vegna hlið- arvinds, hálku og vindhviða. En í tólf skipti voru aðstæður svo slæmar að aðrar brautir komu ein- faldlega ekki til greina, jafnvel óháð hemlunarskilyrðum því fari hliðarvindsstuðull yfir viss mörk getur vélin ekki annað en hrakist undan hliðarvindinum hvernig sem aðrar aðstæður eru. Í öllum þess- um tilfellum voru sjúklingar fluttir í forgangi þar sem þær aðstæður, sem gera notkun neyðarbraut- arinnar nauðsynlega (hvassviðri) leiða jafnan til þess að öll útköll sem mögulega geta beðið eru látin bíða. Lesendur forláti mér tilfinn- ingaklámið, en hefðum við orðið að snúa frá með þessa tólf forgangs- sjúklinga á þessu þriggja ára tímabili, eru verulegar líkur á að í einhverjum tilfellum hefði það endað með andláti eða varanlegu heilsutapi. En svo er heldur ekki útilokað ef við hefðum, í ein- hverjum hinna u.þ.b. 40 tilfell- anna, komið til lendingar á ein- hverri hinna flugbrautanna, og þá í aðstæðum sem gengið hefðu nærri getumörkum flugvélarinnar, að í eitthvert skiptið hefði t.d. ein óvenju snörp vindhviða leitt til óhapps. Það hversu oft þarf að nota neyðarbrautina er mismunandi milli ára. Áðurnefnt yfirlit Isavia spannar tiltölulega milt tímabil að þessu leyti. Tíðar lendingar á brautinni s.l. vetur, sem rötuðu iðulega í fréttir, eru þannig utan við þetta tímabil. Haustið 2007 átti ég t.d. vaktina meðan mikið hvass- viðri herjaði á okkur tvo daga í röð. Innanlandsflug lá að mestu niðri vegna þess. Á aðeins þessum tveimur dögum lenti ég fimm sinnum á neyðarbrautinni með forgangstilfelli. Í öll skiptin var þetta eina flugbrautin sem til greina kom að nota vegna hvass- viðrisins. Hinar röngu fullyrðingar frétta- manns Stöðvar tvö, um að flug- braut 06/24 sé „ekki neyðarbraut“ og að hún sé „ekki í notkun“, leið- réttast hér með. Góðfúslega. Í þau tíu ár sem Mýflug hefur starfrækt sjúkraflug með sér- útbúinni flugvél hér á landi, hefur það ekki enn gerst að sú vél hafi orðið að snúa frá Reykjavík- urflugvelli. Hafi verið unnt að sinna útköllunum vegna aðstæðna á öðrum viðkomustöðum höfum við undantekningalaust getað skil- að sjúklingunum af okkur í Vatns- mýrinni. Það er ekki síst vegna tilveru neyðarbrautarinnar. Nú vinna Valsmenn, Reykjavíkurborg, Isavia og Samgöngustofa að því að breyta þessu og kalla það „þol- anlega áhættu“ að í framtíðinni verði ekki lengur hægt að koma öllum til læknismeðferðar á LSH, sem það þurfa. Valsmenn skulu byggja og fyrir það á að færa mannfórnir. Afsakið tilfinn- ingaklámið, aftur. Frétt Stöðvar 2 um neyðarbrautina leiðrétt Eftir Þorkel Á. Jóhannsson »Hinar röngu fullyrð- ingar fréttamanns Stöðvar tvö, um að flug- braut 06/24 sé „ekki neyðarbraut“ og að hún sé „ekki í notkun“, leið- réttast hér með. Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugstjóri í sjúkraflugi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Hausttvímenningur á Suðurnesjum Sl. miðvikudag hófst þriggja kvölda tvímenningur og var spilað á fimm borðum. Ef satt skal segja þá spiluðu tvö pör betur en önnur. Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson voru með 68,8% skor og Sigurjón Ingibjörnsson og Oddur Hannesson með 64,6%. Garðar Garðarsson og Gunnar Guðbjörnsson voru þriðju með 54,9% Það er spilað á miðvikudagskvöld- um í félagsheimilinu á Mánagrund. Keppni hefst þegar allir eru mættir. Bridsfélag Reykjavíkur Staðan eftir 4 kvöld af 6 1. deild Lögfræðistofa Íslands 213 stig J.E. Skjanni 210 stig Vestri 184 stig 2. deild Gunnlaugur Sævarsson 176 stig Stefán Jóhannsson 166 stig Egill Darri 153 stig mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.