Morgunblaðið - 04.12.2015, Page 1

Morgunblaðið - 04.12.2015, Page 1
F Ö S T U D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  285. tölublað  103. árgangur  STYTTRI FERÐALÖG LENGRI FAÐMLÖG UM JÓLIN Fullorðinsbréf: 19.500 kr. Barnabréf: 10.850 kr. JÓLAGJAFABRÉF flugfelag.is 20 GLUGGAR TIL JÓLA BRONS Í 100 METRA BAKSUNDI Í 25 METRA LAUG Á EM SCHOLA CANTORUM OG MÓTETTUKÓRINN LEIKSÝNINGIN FRÓÐÁ FRUMSÝND Í FRYSTI- KLEFANUM Í RIFI METNAÐARFULL TÓNLEIKARÖÐ 38 KÁRI VIÐARSSON 41EYGLÓ ÓSK ÍÞRÓTTIR Akureyrskir skíða- og brettamenn brostu breitt í gær- kvöldi þegar ljósin voru kveikt og vélar gangsettar í Hlíðarfjalli, í fyrsta skipti opinberlega í vetur. Nokkrir spenntir voru mættir í röð við Fjarkann hálftíma áður en gestum var hleypt á bekkina sem báru þá hægt en örugglega upp í Strýtu. Veðrið var eins og best verður á kosið á þessum árstíma; nokkurra stiga frost og logn og skíðafærið er með besta móti. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skíðavertíðin hófst í frosti og logni Hátíðarstemning í Hlíðarfjalli Mikið annríki verður hjá ferðaþjón- ustufyrirtækjum yfir hátíðarnar og er víða spáð metaðsókn. Dæmi um aðsóknina er að nú er næstum upp- selt í ferðir milli jóla og nýárs til að skoða ísgöng á Langjökli. Fyrir- tækið sem stendur fyrir ferðunum spáði því að 15 þúsund farþegar myndu skoða göngin í ár. Nú er áætlað að gestir verði um 24 þús- und, eða 60% fleiri en spáð var. Fyrirtæki sem skipuleggja hóp- ferðir finna vel fyrir eftirspurninni. Slíkur er vöxturinn hjá Iceland Excursions og systurfélaginu Gray Line Iceland að starfsmönnum hef- ur fjölgað úr 150 í 200 í ár, um 33%. Gray Line Iceland skipuleggur flugeldaferðir og ferðir á brennur um áramótin og eru fyrirframbók- anir tvöfalt fleiri en í fyrra. Ef kortavelta erlendra ferðamanna vex í takt við fjölgun þeirra munu þeir kaupa vörur og þjónustu fyrir 8,5 milljarða í desember. Það yrði rúmlega 63% aukning frá 2013. baldura@mbl.is »6 Íslensku jólin orðin vinsæl  Mikil aukning í bókunum útlendinga Úlfar Erlingsson, forstöðumaður tölvuöryggis- rannsókna hjá Google, segir ís- lenskuna vera nánast dauða og ekki koma til með að lifa mikið leng- ur enda alast ís- lensk börn upp í ensku umhverfi. Er íslenskan, að sögn hans, í sam- bærilegri stöðu og velska á Bret- landi. „Þetta er augljóst í augum allra þeirra sem eiga ung börn sem alast upp við að horfa á myndefni á You- Tube eða Netflix. Tæknibylting nú- tímans býður hins vegar upp á að tölvan fari í hlutverk eins konar ba- belfisks sem túlkað getur sjálfkrafa fyrir okkur,“ segir Úlfar í samtali við Morgunblaðið, en að sögn hans væri sjálfkrafa hægt að túlka allt sem birtist á skjá á íslensku og minnka þannig ensk áhrif. »22 Íslensk tunga á stutt eftir  Tölvutækni gæti styrkt stöðu málsins Úlfar Erlingsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Danir höfnuðu því í þjóðaratkvæða- greiðslu í gær að falla frá undanþágu sem þeir hafa notið um þátttöku í samstarfi ríkja Evrópusambandsins (ESB) á sviði lögreglu- og dóms- mála. Undanþáguna fengu Danir fyrir rúmlega tveimur áratugum eft- ir að þeir höfðu hafnað Maastricht- sáttmálanum. Úrslitin urðu þau að 53,1% sagði nei við tillögu ríkisstjórnarinnar en 46,9% sögðu já, að sögn Danska rík- isútvarpsins (DR). Jyllands-Posten sagði að þetta væri í annað sinn á minna en einu ári sem hefðbundnu valdaflokkarnir Venstre, Jafnaðar- menn, Róttækir, Íhaldsmenn og að hluta Sósíalíski þjóðarflokkurinn hefðu beðið ósigur í kosningum. Hins vegar gætu nei-flokkarnir, þ.e. Danski þjóðarflokkurinn, Einingar- listinn, Bandalag frjálslyndra og Þjóðarhreyfingin gegn ESB, glaðst yfir skýru og greinilegu neikvæðu svari dönsku þjóðarinnar. Virðir vilja dönsku þjóðarinnar Politiken skrifaði að ósigurinn væri sár fyrir Lars Lökke Ras- mussen forsætisráðherra. Hann hafði beitt sér fyrir því að Danir féllu frá undanþágunni. Rasmussen boð- aði til blaðamannafundar í gærkvöldi um niðurstöðuna. Þar kvaðst hann mundu virða vilja dönsku þjóðarinn- ar. Rasmussen ætlar að hitta for- ystumenn ESB á föstudag og ræða við þá og eins flokka á danska þinginu um gerð tvíhliða samkomu- lags um þátttöku Dana í Europol. Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, hafði sagt áður en niðurstaðan var ljós að hann teldi að Danir ættu að taka þátt í Europol. Hann sagði ljóst að ekki ríkti eining meðal dönsku þjóðarinn- ar um stefnuna. Þótt já-flokkarnir hefðu meirihluta þingsæta endur- speglaði það ekki afstöðu þjóðarinn- ar til ESB, að mati Thulesen Dahl. Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, kvaðst eiga von á því að forsætisráðherrann boðaði til samningaviðræðna um framtíð Dana í Europol. Enn segja Danir nei við ESB  53,1% hafnaði tillögu dönsku ríkisstjórnarinnar um að falla frá undanþágu varðandi lögreglusamstarf ESB en 46,9% sögðu já  Sár ósigur fyrir Lars Lökke AFP Forsætisráðherra Lars Lökke Rasmussen viðurkenndi ósigur. MLeiðari »22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.