Morgunblaðið - 04.12.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.12.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, hefur viðrað þá hug- mynd að níu smáríki myndi með sér samtök „G9-ríkja“. Ísland er talið með í hópi þessara níu ríkja. Fram kemur í frétt AFP um málið að Bettel sjái fyrir sér hóp ríkja sem hafa færri en milljón íbúa. Með því að koma saman geti rödd þeirra heyrst betur þegar leiðtogar G7-iðnríkjanna, sjö af stærstu hag- kerfum heims, koma saman. Bettel ræddi þessa hugmynd sína í tilefni af opinberri heimsókn Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, til Lúxem- borgar, en sá síðarnefndi tekur við forystu hjá G7-ríkjunum í janúar. Hópurinn hittist næst í Jap- an í lok maí. Bettel segir sjónarmið smá- ríkja oft ekki fá næga athygli á alþjóðavettvangi. „Forsætisráðherra [Japans] var að tala um G7-ríkin þegar ég sagðist ætla að skipuleggja fund G9- ríkja. Ég hef boðið leiðtogum ríkja sem hafa færri en milljón íbúa til fundar fyrir sumarfríið,“ sagði Bettel á blaðamannafundi með Abe sem fram fór í Lúxemborg. Smáríkin níu eru Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Ísland, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland. Sjö lönd eru í G7-hópnum; Bret- land, Kanada, Frakkland, Þýska- land, Ítalía, Japan og Bandaríkin. Evrópusambandið á fulltrúa á fundum hópsins. Lúxemborg fer með formennsku í ESB til áramóta. Þau svör fengust frá utanríkis- ráðuneytinu og forsætisráðuneytinu að þessi hugmynd hefði ekki verið rædd óformlega. Þá sagði í svari for- sætisráðuneytis að engar óform- legar viðræður væru fyrirhugaðar. Ísland verði í nýjum hópi „G9-ríkja“ á alþjóðasviðinu  Forsætisráðherra Lúxemborgar varpar fram hugmynd Xavier Bettel Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Til skoðunar hjá landlæknisembætt- inu eru 26 dauðsföll á síðasta ári sem tengjast lyfjanotkun. Fleiri dauðs- föll hérlendis tengjast notkun lyfseðilsskyldra lyfja en ólöglegra fíkniefna, að sögn Ólafs B. Ein- arssonar, verkefnastjóra lyfjamála hjá landlækni. Árið 2013 varð sú breyting að Ís- land varð í fyrsta skipti það Norður- landaríki þar sem mest var selt af ópíóðum, eða lyfseðilsskyldum verkjalyfjum. Samræmdur lyfjagagnagrunnur var tekinn í gagnið árið 2012. Þar geta læknar m.a. flett upp lyfjasögu fólks. Gagnagrunnurinn varð þó að sögn Ólafs ekki fullnægjandi til upp- flettingar fyrr en síðastliðið haust. Gagnagrunnur fullbúinn í haust Tilkynning birtist á vef landlæknisembættisins í gær þar sem tannlæknar voru hvattir til þess að nota lyfjagagnagrunninn, en bor- ið hefur á því að fáir þeirra noti hann. ,,Þegar fólk fer á milli lækna hefur borið á því að það fari einnig til tannlækna,“ segir Ólafur. Hann seg- ir þó að slík tilvik séu sjaldgæf. „En það kemur alltaf fyrir,“ segir Ólafur. Nokkrar takmarkanir eru þó tengdar heimildum tannlækna til út- gáfu lyfseðla fyrir ávanabindandi lyf. Hann segir algengast að fólk reyni að nálgast Parkódín forte, sem er það verkjalyf sem flestir misnota. „Við höfum tekið eftir því að al- mennir læknar nota gagnagrunninn mun meira. Daglega eru allt að 300 flettingar í honum,“ segir Ólafur. Erfiðara að fara á milli lækna Að sögn hans er ekki enn hægt að styðja það með gögnum að færri fari á milli lækna í leit að lyfseðils- skyldum verkjalyfjum frá því sem var í haust. „En við sjáum strax breytingu sem felst í því að það er erfiðara að fara á milli lækna,“ segir Ólafur. Hann segir nokkur dæmi um að fólk hafi brugðist illa við þegar það hafi ekki fengið lyf hjá læknum. „Staðan er mjög skrítin á Íslandi. Ávísuð lyf eru hluti af þessum ólög- lega markaði og við sjáum t.d. í óút- skýrðum dauðsföllum að það er mun algengara að andlát verði vegna læknalyfja en ólöglegra fíkniefna,“ segir Ólafur. Að sögn hans voru 26 andlát til skoðunar hjá embættinu á síðasta ári. „Þetta eru dauðsföll sem eru fyrst og fremst vegna sterkra ávís- aðra verkjalyfja,“ segir Ólafur. Að sögn hans eru slíkar andlátstölur svipaðar og verið hefur undanfarin ár. „Þetta er bæði þannig að fólk er að fyrirfara sér og að eitthvað fer úr- skeiðis hjá fólki,“ segir Ólafur. Hann segir að læknalyf séu sum hver hættulegri en ólögleg fíkniefni. „Það er of algengt að fólk sem misnota slík verkjalyf deyi þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að binda endi á líf sitt,“ segir Ólafur. Auk Parkódín forte ber á því að fólk misnoti verkjalyf á borð við Tramodil og Ox- ykontín. Fleiri dauðsföll vegna lyfja en fíkniefna  26 dauðsföll vegna ávísaðra lyfja í fyrra  Lyfjagrunnur nú tilbúinn Morgunblaðið/Sverrir Lyf Fleiri dauðsföll vegna notkunar læknalyfja en ólöglegra fíkniefna. Verkjalyf » Lyfjagagna grunnur sem settur var á fót árið 2012 var ekki fullnægjandi fyrr en í haust að sögn verkefnastjóra lyfjamála hjá Landlækni. » Strax er erfiðara að fara á milli lækna eftir bættan lyfja- grunn. » Mest var ávísað af verkja- lyfjum á Íslandi af Norður- löndum árið 2013. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stækkunardeild Evrópusambands- ins lítur svo á að afstaða Íslendinga til aðildar sé innanlandsmál. Því er ekki svarað hvort umsóknin frá árinu 2009 sé mögulega í gildi. „Afstaða Íslands til ESB-aðildar heyrir til umræðu innanlands á Ís- landi. Það er ekki hlutverk fram- kvæmdastjórnarinnar að blanda sér í slíkt. Framkvæmdastjórnin veltir ekki vöngum yfir mögulegri fram- vindu mála í framtíðinni,“ sagði í svari stækkunardeildar ESB. Tilefni fyrirspurnarinnar, sem send var 30. nóvember, var ummæli Matthias Brinkmann, sendiherra ESB, í blaðinu miðvikudaginn 25. nóvember. Var þar haft eftir Brink- mann að óvíst væri hvort Ísland þyrfti að leggja fram nýja umsókn eða hvort nóg væri að draga fram umsóknina sem lögð var fram 2009 og sett á ís af fyrri ríkisstjórin í árs- byrjun 2013. Núverandi ríkisstjórn sendi ESB bréf nú í mars og óskaði eftir því að Ísland yrði ekki lengur flokkað sem umsóknarríki. Óvíst hvort nýja umsókn þyrfti „Það veit enginn hvað mun gerast [varðandi aðildarumsókn Íslands]. Eins og ég nefndi er þetta í fyrsta sinn sem svona lagað gerist. Hvað varðar Möltu var ljóst að Maltverjar höfðu aðeins fellt niður umsóknar- ferlið tímabundið (e. suspended the negotiations) og svo hélt það áfram. Eins og ég útskýrði er það undir aðildarríkjunum komið [hvernig tek- ið verður á málinu]. Ef til valda kem- ur ný stjórn á Íslandi sem hefur nýja stefnu og vill endurhefja samninga- ferlið þyrfti hún að setja sig í sam- band við forseta ráðherraráðs ESB og útskýra sína hlið. Síðan myndu fulltrúar aðildarríkjanna á næsta fundi sínum í ráðinu ... ræða þá af- stöðu íslenskra stjórnvalda að vilja hefja ferlið á ný og svo spyrja hvað bæri að gera næst,“ sagði Brink- mann í samtali við Morgunblaðið. Til er upptaka af samtalinu. Hafði sendiherrann lýst yfir sömu skoðun á óformlegum blaðamannafundi þriðjudaginn 24. nóvember. Hið gagnstæða komi fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vildi ekki ræða málið við Morgunblaðið, heldur vís- aði aðstoðarmaður hans á sjónvarps- viðtal við ráðherrann á Hringbraut. Þar sagði ráðherrann meðal annars: „Ég er nú ekki sammála því að hinn ágæti sendiherra hafi sagt þetta, að umsóknin sé í fullu gildi. Ef við lesum Facebook-síðu sendi- nefndarinnar í dag kemur nú akk- úrat hið gagnstæða fram. Þá kemur fram að Ísland sé ekki ... umsókn- arríki hjá Evrópusambandinu,“ sagði ráðherrann og vísaði til eftir- farandi texta á Facebook-síðu sendi- ráðs ESB á Íslandi 25. nóvember: „Íslensk stjórnvöld hafa tekið mjög skýrt fram við Evrópusam- bandið að þau stefni ekki að ESB- aðild. Evrópusambandið hefur tekið tillit til, og virðir, þessa afstöðu Ís- lands. Innan Evrópusambandsins er Ísland ekki lengur meðhöndlað sem umsóknarríki. Þetta má ljóslega sjá á heimasíðum ESB, opinberum skjölum þess, í fundarboðum og sameiginlegum yfirlýsingum.“ Eins og ráða má af yfirlýsingu sendiráðs ESB var þar ekki tekin af- staða til þess hvort aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 væri mögu- lega enn í gildi. Gamalt bréf sem er úr gildi Ráða mátti af ummælum Gunnars Braga á Hringbraut að umsóknin frá 2009 væri fallin úr gildi. Hann sagði: „Er einhver munur á því að biðja Evrópusambandið að finna eitthvað gamalt bréf, sem er reyndar úr gildi, og segja, „Heyrðu okkur finnst þetta bréf vera í gildi enn þá“ eða sækja um að nýju? Hver er munurinn? Ferlið er það sama. Það þarf að fara í gegnum ráðherraráðið. Það þarf að fara í ákveðin ferli af hálfu Evrópu- sambandsins. Ef eitt ríki er á móti þá verður ekki sótt um. Við erum ekki umsóknarríki … Það er bara þannig ferli hjá Evrópusambandinu. Menn geta séð það bara á netinu.“ Áður en svar stækkunardeildar ESB barst í gær ræddi blaðamaður við diplómata í Brussel sem þekkir vel til umsóknarferlis Íslands. Samtalið fór fram í trausti nafn- leyndar. Benti diplómatinn á að Ís- lendingar hafðu lagt fram formlega umsókn um aðild. Síðan hefði engin formleg beiðni um afturköllun um- sóknarinnar borist frá Íslandi. Um- sóknin hefði því ekki verið dregin til baka. Sagði diplómatinn ESB aðeins bregðast við formlegum erindum. Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB svöruðu Morgunblaðinu á sama hátt eftir að Gunnar Bragi sendi ESB bréf 12. mars sl. og óskaði þess fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að Ís- land yrði ekki lengur flokkað sem umsóknarríki. Reuters Fánaborg Við höfuðstöðvar ESB í Brussel. Samþykkt var á Alþingi sumarið 2009 að sækja um ESB-aðild. Láta ósvarað hvort ESB-umsókn sé gild  Stækkunardeild ESB segir þetta innanlandsmál á Íslandi Matthias Brinkmann Gunnar Bragi Sveinsson STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.