Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 9
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Aðeins tveir verslunareigendur á Laugavegi voru búnir að hreinsa grýlukerti af húsþökum sínum þegar Morgunblaðið fór þangað í gær. Víða á þessari vinsælustu verslunargötu landsins hanga stór grýlukerti niður og virðast nánast miða á gangandi vegfærendur. Bæði lögregla og slökkvilið hafa óskað eftir því að borgarbúar reyni að fjarlægja grýlukertin, sem sum hver eru mannhæðarhá og eru þó nokkuð þung. „Ljóst er að af grýlukertunum getur stafað nokkur hætta og því er full ástæða til að hvetja vegfar- endur til að sýna aðgát,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni. Gest- ir götunnar sýndu kertunum eðli- lega mikinn áhuga þó að sumum fyndust þau heldur hættuleg ásýndar. Lára Björg Björnsdóttir, einn eigenda Suðvestur í Bankastræti 5, var að hreinsa grýlukertin þeg- ar Morgunblaðið bar að garði. „Við stoppuðum umferðina og fórum í þetta ásamt 66°norður og B5. Það hanga grýlukerti niður úr öllum þakskeggjum í miðbænum og ástandið er stórhættulegt fyrir gangandi vegfærendur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hættuleg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gær. „Eigendur og umráðamenn húsa eru beðnir um að bregðast við en hinum sömu er jafnframt bent á ákvæði í lögreglusamþykkt en þar segir m.a.: Eiganda eða umráðamanni húss er skylt að fjarlægja af húsi sínu snjó og grýlukerti.“ Ófremdarástand í miðbænum  Mikið hringt til lögreglu og kvartað undan hættu af völdum grýlukerta Skaðleg Falli grýlukerti niður geta þau valdið skaða og tjóni. Vinsamlegast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vill beina þeim tilmælum til borgarbúa að fjarlægja snjóhengjur og grýlukerti af húsþökum. Aðventubomba Föstudagur 10-18 Laugardagur 10-16 Sunnudagur 13-18 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Leðurjakkar Loðskinnsvesti Tryggvagötu 18 - 552 0160 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Nærfatnaður og náttföt frá Falleg jólagjöf mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.